Lítill gangur í viðræðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2024 13:01 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar fagfélaganna. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður félags stjórnar fagfélaga telur að ekki beri mikið í milli í kjaradeilu þess og Samtaka atvinnulífsins. Lítill gangur hafi þó verið í viðtæðum og því hafi ákvörðun verið tekin um að koma deilunni í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara. Fagfélögin, sem saman standa af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, semja fyrir um 70 prósent iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði. Í gær vísuðu Fagfélögin kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara, en félögin eru ekki hluti af breiðfylkingu sem telur 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður stjórnar fagfélaganna og talsmaður iðn- og tæknifólks. „Það hefur verið lítill gangur í málum að okkar mati og því ákváðu samninganefndir okkar að vísa öllum viðræðum fyrir hönd VM, Matvís og RSÍ í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara.“ Hann segir lítið bera í milli í deilunni. „Nema það þarf auðvitað að koma samtalinu í skýrara og skilgreindara ferli. Ég held að þegar á reynir þá verði ekki mjög langt á milli.“ Hann segir fagfélögin leggja mesta áherslu á hóflegar launahækkanir sem stuðla eigi að lækkun stýrivaxta. „Háir vextir hafa verulega neikvæð áhrif á okkar fólk. Verðlag og hækkanir þar hafa verið að bíta mjög þannig okkar krafa er að ná tökum á þessu. Og það er það sem við viljum ná fram með kjarasamningum að ná breiðri sátt á íslenskum markaði til að bæta stöðu launafólks og þjóðarinnar allar.“ Launaliðurinn frábrugðinn Til að þjóðarsátt náist þurfi allir að taka þátt í þeirri vegferð. Kristján Þórður segir kröfur fagfélaganna ekki mjög ólíkar kröfum breiðfylkingarinnar. „En það sem er kannski frábrugðið eru áherslur varðandi launaliðinn og hvernig það er unnið með, þá launahækkun sem kemur til framkvæmda. Þar höfum við lagt meiri áherslu á að tryggja að launahækkun komi til okkar hóps einnig, almennileg.“ Sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar Fagfélaganna. Hann býst við að ríkissáttasemjari boði til fundar með fagfélögunum á næstu dögum. Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Fagfélögin, sem saman standa af Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, semja fyrir um 70 prósent iðn- og tæknifólks á almennum vinnumarkaði. Í gær vísuðu Fagfélögin kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara, en félögin eru ekki hluti af breiðfylkingu sem telur 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður stjórnar fagfélaganna og talsmaður iðn- og tæknifólks. „Það hefur verið lítill gangur í málum að okkar mati og því ákváðu samninganefndir okkar að vísa öllum viðræðum fyrir hönd VM, Matvís og RSÍ í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara.“ Hann segir lítið bera í milli í deilunni. „Nema það þarf auðvitað að koma samtalinu í skýrara og skilgreindara ferli. Ég held að þegar á reynir þá verði ekki mjög langt á milli.“ Hann segir fagfélögin leggja mesta áherslu á hóflegar launahækkanir sem stuðla eigi að lækkun stýrivaxta. „Háir vextir hafa verulega neikvæð áhrif á okkar fólk. Verðlag og hækkanir þar hafa verið að bíta mjög þannig okkar krafa er að ná tökum á þessu. Og það er það sem við viljum ná fram með kjarasamningum að ná breiðri sátt á íslenskum markaði til að bæta stöðu launafólks og þjóðarinnar allar.“ Launaliðurinn frábrugðinn Til að þjóðarsátt náist þurfi allir að taka þátt í þeirri vegferð. Kristján Þórður segir kröfur fagfélaganna ekki mjög ólíkar kröfum breiðfylkingarinnar. „En það sem er kannski frábrugðið eru áherslur varðandi launaliðinn og hvernig það er unnið með, þá launahækkun sem kemur til framkvæmda. Þar höfum við lagt meiri áherslu á að tryggja að launahækkun komi til okkar hóps einnig, almennileg.“ Sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður stjórnar Fagfélaganna. Hann býst við að ríkissáttasemjari boði til fundar með fagfélögunum á næstu dögum.
Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Fagfélögin vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Samninganefndir Fagfélaganna hafa vísað kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Fagfélögin eru ekki hluti af breiðfylkingu, sem telur um 93 prósent félagsmanna ASÍ, sem nú semur um kjör við SA. 16. janúar 2024 07:42