Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli en spilað verður þriðjudaginn 27. febrúar. Liðin mætast í Serbíu föstudaginn 23. febrúar. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni.
Laugardalsvöllurinn var ekki í boði á þessum tíma ársins og til greina kom líka að fara með leikinn erlendis. Leikurinn má hins vegar fara fram á Kópavogsvellinum.
Sigurvegari viðureignarinnar verður á meðal liða í A deild í undankeppni Evrópumótsins 2025 á meðan tapliðið þarf að sætta sig við að spila í B-deildinni.
Heimaleikur Íslands gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildar UEFA verður leikinn á Kópavogsvelli.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 12, 2024
Leikurinn fer fram þriðjudaginn 27. febrúar, en liðin mætast í Serbíu föstudaginn 23. febrúar.#dottirhttps://t.co/zZtAHDxeuo