Chelsea hefur átt í vandræðum með markaskorun á tímabilinu og er án tveggja bestu framherja sinna næstu vikur, Christopher Nkunku er meiddur og Nicolas Jackson spilar á Afríkumótinu með Senegal.
The Athletic greindi hins vegar frá því að Fofana myndi ekki staldra við hjá Chelsea heldur yrði hann strax sendur aftur á lán út tímabilið, nú til Burnley. Einnig var sagt frá áhuga spænska félagsins Sevilla að fá leikmanninn á láni.
Fofana er 21 árs gamall framherji sem gekk til liðs við Chelsea frá Molde fyrir ári síðan. Hann hefur spilað fjóra leiki fyrir félagið og á enn eftir að skora mark.
Í 17 leikjum í öllum keppnum fyrir Union Berlin skoraði hann tvö mörk og gaf eina stoðsendingu.