Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2024 08:42 FAST hetjur í Hveragerði. Aðsend FAST 112 hetjurnar leita nú að hressum krökkum og sprækum fullorðnum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi. Myndbandið er hluti af vitundarvakningu um heilaslag og einkenni þess. „Markmið myndbandsins er að auka vitund um einkenni heilaslags eða heilablóðfall á skemmtilegan hátt. Það að þekkja einkennin getur reynst lífsbjörg fyrir svo ótal marga,“ segir Bryndís Nielsen sem vinnur að innleiðingur FAST hetju verkefnisins á Íslandi. „Við erum að safna myndskeiðum sem verða klippt saman við alþjóðlegt tónlistarmyndband við FAST hetjulagið en lokaafurðin verður svo sýnd í skólum og víðar í tugum landa í fimm heimsálfum,“ segir Bryndís Einn af hverjum fjórum „Einn af hverjum fjórum fullorðnum fær heilaslag einhvern tímann á ævinni. Heilaslag er ein algengasta dánarorsök í heimi og getur einnig valdið varanlegri örorku. Því fyrr sem fólk fær læknisaðstoð því líklegra er að hægt sé að bjarga lífum og lágmarka skaðann, þess vegna er afar mikilvægt að þekkja einkennin,“ segir Bryndís. Bryndís Nielsen og Soffía söngkona - sem kennir börnum um einkenni slags og réttu viðbrögðin.Aðsend FAST 112 hetjurnar er alþjóðlegt, verðlaunað skólaverkefni sem kennir börnum á aldrinum fimm til níu ára einkenni heilaslags og hvernig skuli bregðast við þeim. Námsefnið er allt sniðið að aldri barnanna og kennslan fer fram í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, leiki og tónlist. Nú þegar hafa yfir 3.000 börn tekið þátt í verkefninu á Íslandi. Arnrún María Magnúsdóttir, Marianne E. Klinke og Bryndís Nielsen hafa unnið saman að innleiðingu á verkefninu á Íslandi.Aðsend Á alþjóðavísu hafa yfir 350.000 börn í yfir 8.000 skólum í meira en 20 löndum tekið þátt í verkefninu og sýna rannsóknir að með þátttöku eykst þekking barnanna og foreldra þeirra um einkenni heilaslags töluvert. Niðurstöður má meðal annars sjá hér. Einfalt og skemmtilegt að taka þátt „Hægt er að senda inn myndskeið af einstaklingum, hópum, bekkjum eða heilu bekkjardeildunum. Bara eins og hentar fólki best,“ segir Bryndís. Hún segir lagið vera einfalt og dansinn enn einfaldari en hægt er að sjá hann bæði Youtube og Facebook síðum verkefnisins sem og á heimasíðu verkefnisins. Til að taka þátt þarf einungis að taka upp myndband á síma eða snjalltæki af einstaklingi eða hópum að dansa, eða dansa og syngja við FAST hetju lagið og skila því inn hér fyrir 28. janúar: Hér að neðan má heyra FAST hetju lagið og sjá dansinn við það. Að neðan er lagið í kareókí útgáf, bara undirspil og með texta , til að gera dansandi og syngjandi FAST hetjum lífið auðveldara. Tónlist Krakkar Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Markmið myndbandsins er að auka vitund um einkenni heilaslags eða heilablóðfall á skemmtilegan hátt. Það að þekkja einkennin getur reynst lífsbjörg fyrir svo ótal marga,“ segir Bryndís Nielsen sem vinnur að innleiðingur FAST hetju verkefnisins á Íslandi. „Við erum að safna myndskeiðum sem verða klippt saman við alþjóðlegt tónlistarmyndband við FAST hetjulagið en lokaafurðin verður svo sýnd í skólum og víðar í tugum landa í fimm heimsálfum,“ segir Bryndís Einn af hverjum fjórum „Einn af hverjum fjórum fullorðnum fær heilaslag einhvern tímann á ævinni. Heilaslag er ein algengasta dánarorsök í heimi og getur einnig valdið varanlegri örorku. Því fyrr sem fólk fær læknisaðstoð því líklegra er að hægt sé að bjarga lífum og lágmarka skaðann, þess vegna er afar mikilvægt að þekkja einkennin,“ segir Bryndís. Bryndís Nielsen og Soffía söngkona - sem kennir börnum um einkenni slags og réttu viðbrögðin.Aðsend FAST 112 hetjurnar er alþjóðlegt, verðlaunað skólaverkefni sem kennir börnum á aldrinum fimm til níu ára einkenni heilaslags og hvernig skuli bregðast við þeim. Námsefnið er allt sniðið að aldri barnanna og kennslan fer fram í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, leiki og tónlist. Nú þegar hafa yfir 3.000 börn tekið þátt í verkefninu á Íslandi. Arnrún María Magnúsdóttir, Marianne E. Klinke og Bryndís Nielsen hafa unnið saman að innleiðingu á verkefninu á Íslandi.Aðsend Á alþjóðavísu hafa yfir 350.000 börn í yfir 8.000 skólum í meira en 20 löndum tekið þátt í verkefninu og sýna rannsóknir að með þátttöku eykst þekking barnanna og foreldra þeirra um einkenni heilaslags töluvert. Niðurstöður má meðal annars sjá hér. Einfalt og skemmtilegt að taka þátt „Hægt er að senda inn myndskeið af einstaklingum, hópum, bekkjum eða heilu bekkjardeildunum. Bara eins og hentar fólki best,“ segir Bryndís. Hún segir lagið vera einfalt og dansinn enn einfaldari en hægt er að sjá hann bæði Youtube og Facebook síðum verkefnisins sem og á heimasíðu verkefnisins. Til að taka þátt þarf einungis að taka upp myndband á síma eða snjalltæki af einstaklingi eða hópum að dansa, eða dansa og syngja við FAST hetju lagið og skila því inn hér fyrir 28. janúar: Hér að neðan má heyra FAST hetju lagið og sjá dansinn við það. Að neðan er lagið í kareókí útgáf, bara undirspil og með texta , til að gera dansandi og syngjandi FAST hetjum lífið auðveldara.
Tónlist Krakkar Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira