Svartstakkarnir herða tökin Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2024 11:04 Jón Gunnarsson telur mál sitt, sem kostaði vantrauststillögu, ólíkt máli Svandísar sem að mati umboðsmanns fór gegn lögum þegar hún ákvað að fresta hvalveiðum tímabundið. vísir/vilhelm Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, telur stöðu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, vera óbærilega. Jón telur einsýnt að hún hljóti að íhuga stöðu sína. Jón hefur sett inn nokkrar færslur vegna málsins á Facebook-síðu sína þar sem hann vekur athygli á því að Svandís hafi brotið lög samkvæmt áliti umboðsmanns í hvalveiðimálinu. Hinir svonefndu svartstakkar í Sjálfstæðisflokknum, sem hafa sjálfir kallað sig Fýlupúkafélagið, eru samkvæmt þessu órólegir mjög en ekki hefur náðst í formann flokksins vegna málsins; til að inna hann eftir því hvað honum sýnist um stöðu Svandísar? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp að Vinstri græn hafi varið Jón vantrausti á sínum tíma með vísan til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti að gjalda líku líkt. Segir málin ólík Jón gefur ekki mikið fyrir þetta: „Vissulega vörðu þingmenn VG mig vantrausti á sínum tíma. Ég fékk skýr skilaboð frá þeim, með þjósti, um að það hefði alls ekki þótt sjálfsagt í þeirra röðum. Þetta mál snérist um það hvort ég hefði brotið þingskaparlög varðandi upplýsingar til þingsins vegna veitingu ríkisborgararéttar á vettvangi þess. Lagastofnun Háskóla Íslands komst síðar að þeirri niðurstöðu að ég hefði EKKI brotið lög í málsmeðferð ráðuneytisins.“ Jón vill sem sagt meina að hér sé ekki um sambærilegt mál að ræða. Jón vindur þá kvæði sínu í kross og beinir spjótum að Viðreisn. „Það er áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þingmanna Viðreisnar nú og bera þau saman við viðbrögð þeirra og ræður á þeim tíma. Þá skorti ekki á hástemmdar yfirlýsingar þeirra og stuðning við vantraust tilllögu. Nú þegja þau þunnu hljóði þegar fyrir liggur álit umboðsmanns um skýr brot á lögum og á stjórnarskrá landsins og segja þetta mál ríkisstjórnarflokkanna. Það eru ekki mikil prinsipp hjá þessu fólki.“ Hvaðumismi Sveins Andra Staða Svandísar er mál málanna og einn þeirra sem blandar sér í umræðuna er Sveinn Andri Sveinsson lögmaður sem hefur fylgt Viðreisn að málum. Sveinn Andri segir Sjálfstæðismenn ekki samkvæma sjálfum sér.Vísir/Sigurjón Hann telur Sjálfstæðismenn ekki samkvæma sjálfum sér, segir þá hafa farið mikinn vegna álits umboðsmanns og sérstaklega hafi þeir gert sér mat úr þeim ummælum hennar að lögin séu úrelt. Krefjist þeir þess að Svandís segi af sér eða fari í stólaleik eins og formaður þeirra, segir Sveinn: „Fyrir 10 árum síðan komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti hæstaréttardómara en ekki konu. Björn svaraði því til af alkunnu lítillæti að hann gæfi ekki mikið fyrir álit kærunefndarinnar; jafnréttislögin væru „barn síns tíma". Sveinn Andri segist ekki minnast þess að Sjálfstæðismenn hafi haft uppi háværar kröfur um afsögn Björns. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Jón telur einsýnt að hún hljóti að íhuga stöðu sína. Jón hefur sett inn nokkrar færslur vegna málsins á Facebook-síðu sína þar sem hann vekur athygli á því að Svandís hafi brotið lög samkvæmt áliti umboðsmanns í hvalveiðimálinu. Hinir svonefndu svartstakkar í Sjálfstæðisflokknum, sem hafa sjálfir kallað sig Fýlupúkafélagið, eru samkvæmt þessu órólegir mjög en ekki hefur náðst í formann flokksins vegna málsins; til að inna hann eftir því hvað honum sýnist um stöðu Svandísar? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp að Vinstri græn hafi varið Jón vantrausti á sínum tíma með vísan til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti að gjalda líku líkt. Segir málin ólík Jón gefur ekki mikið fyrir þetta: „Vissulega vörðu þingmenn VG mig vantrausti á sínum tíma. Ég fékk skýr skilaboð frá þeim, með þjósti, um að það hefði alls ekki þótt sjálfsagt í þeirra röðum. Þetta mál snérist um það hvort ég hefði brotið þingskaparlög varðandi upplýsingar til þingsins vegna veitingu ríkisborgararéttar á vettvangi þess. Lagastofnun Háskóla Íslands komst síðar að þeirri niðurstöðu að ég hefði EKKI brotið lög í málsmeðferð ráðuneytisins.“ Jón vill sem sagt meina að hér sé ekki um sambærilegt mál að ræða. Jón vindur þá kvæði sínu í kross og beinir spjótum að Viðreisn. „Það er áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þingmanna Viðreisnar nú og bera þau saman við viðbrögð þeirra og ræður á þeim tíma. Þá skorti ekki á hástemmdar yfirlýsingar þeirra og stuðning við vantraust tilllögu. Nú þegja þau þunnu hljóði þegar fyrir liggur álit umboðsmanns um skýr brot á lögum og á stjórnarskrá landsins og segja þetta mál ríkisstjórnarflokkanna. Það eru ekki mikil prinsipp hjá þessu fólki.“ Hvaðumismi Sveins Andra Staða Svandísar er mál málanna og einn þeirra sem blandar sér í umræðuna er Sveinn Andri Sveinsson lögmaður sem hefur fylgt Viðreisn að málum. Sveinn Andri segir Sjálfstæðismenn ekki samkvæma sjálfum sér.Vísir/Sigurjón Hann telur Sjálfstæðismenn ekki samkvæma sjálfum sér, segir þá hafa farið mikinn vegna álits umboðsmanns og sérstaklega hafi þeir gert sér mat úr þeim ummælum hennar að lögin séu úrelt. Krefjist þeir þess að Svandís segi af sér eða fari í stólaleik eins og formaður þeirra, segir Sveinn: „Fyrir 10 árum síðan komst kærunefnd jafnréttismála að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti hæstaréttardómara en ekki konu. Björn svaraði því til af alkunnu lítillæti að hann gæfi ekki mikið fyrir álit kærunefndarinnar; jafnréttislögin væru „barn síns tíma". Sveinn Andri segist ekki minnast þess að Sjálfstæðismenn hafi haft uppi háværar kröfur um afsögn Björns.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira