VG hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. janúar 2024 13:46 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að tjá sig um boðaða vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en bendir á að Vinstri Grænir hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti þegar á það reyndi. „Það væri nú ekki fyrsta vantrauststillagan sem ráðherra í minni ríkisstjórn fengi á sig, þær hafa verið að minnsta kosti tvær. Þeir ráðherrar hafa nú staðist þær. Við þurfum bara að sjá hvernig mál þróast þegar þing kemur saman,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi þegar hún var innt eftir viðbrögðum við boðaðri vantrauststillögu á matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis. Katrín bendir á að matvælaráðherra og hennar ráðuneyti séu enn að greina álitið nánar og meta næstu skref. „Og ég held að það sé nú bara rétt að við gefum þeim tíma til þess,“ segir Katrín aðspurð hvort ríkisstjórnin eigi eftir að bregðast frekar við stöðunni með einhverjum hætti. Gerirðu ráð fyrir að allir þingmenn stjórnarflokkana muni greiða atkvæði gegn vantrauststillögu verði hún lögð fram? „Við höfum ekki rætt þetta en eins og ég sagði að þá hafa nú verið lagðar fram vantrauststillögur á fyrri árum á ráðherra í minni ríkisstjórn; Sigríði Andersen á sínum tíma og Jóni Gunnarssyni og þá tókum við þátt í því að verja þá ráðherra vantrausti. En það er mál sem ég tel eiginlega ekki tímabært að ræða, enda er engin tillaga komin fram.“ Það myndi koma í ljós fyrir atkvæðagreiðslu ef Svandís nyti ekki stuðnings. „Ef við tölum teoretískt um þetta að þá er það almennt ekki svo að vantrauststillögur séu samþykktar í þingsal heldur er það eitthvað sem liggur fyrir fyrir fram og það hefur að sjálfsöðgu áhrif á stjórnarsamstarfið ef ekki er meirihluta stuðningur við ráðherra,“ segir Svandís. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
„Það væri nú ekki fyrsta vantrauststillagan sem ráðherra í minni ríkisstjórn fengi á sig, þær hafa verið að minnsta kosti tvær. Þeir ráðherrar hafa nú staðist þær. Við þurfum bara að sjá hvernig mál þróast þegar þing kemur saman,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi þegar hún var innt eftir viðbrögðum við boðaðri vantrauststillögu á matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis. Katrín bendir á að matvælaráðherra og hennar ráðuneyti séu enn að greina álitið nánar og meta næstu skref. „Og ég held að það sé nú bara rétt að við gefum þeim tíma til þess,“ segir Katrín aðspurð hvort ríkisstjórnin eigi eftir að bregðast frekar við stöðunni með einhverjum hætti. Gerirðu ráð fyrir að allir þingmenn stjórnarflokkana muni greiða atkvæði gegn vantrauststillögu verði hún lögð fram? „Við höfum ekki rætt þetta en eins og ég sagði að þá hafa nú verið lagðar fram vantrauststillögur á fyrri árum á ráðherra í minni ríkisstjórn; Sigríði Andersen á sínum tíma og Jóni Gunnarssyni og þá tókum við þátt í því að verja þá ráðherra vantrausti. En það er mál sem ég tel eiginlega ekki tímabært að ræða, enda er engin tillaga komin fram.“ Það myndi koma í ljós fyrir atkvæðagreiðslu ef Svandís nyti ekki stuðnings. „Ef við tölum teoretískt um þetta að þá er það almennt ekki svo að vantrauststillögur séu samþykktar í þingsal heldur er það eitthvað sem liggur fyrir fyrir fram og það hefur að sjálfsöðgu áhrif á stjórnarsamstarfið ef ekki er meirihluta stuðningur við ráðherra,“ segir Svandís.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira