Henderson ekki á leið til Liverpool á nýjan leik ef marka má Klopp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. janúar 2024 21:02 Klopp og Henderson á góðri stundu. EPA-EFE/Peter Powell Miðjumaðurinn Jordan Henderson hefur fengið nóg af Sádi-Arabíu aðeins örfáum mánuðum eftir að flytja þangað. Hann er þó ekki á leið í sitt fyrrum félag Liverpool ef marka má orð Jürgen Klopp. Henderson gekk í raðir Al-Ettifaq frá Liverpool síðasta sumar. Þar spilar hann undir stjórn annars fyrrum miðjumanns Liverpool, Steven Gerrard. Það hefur ekki gengið sem skildi og Gerrard hefur óskað eftir fleiri leikmönnum. Þegar Henderson staðfesti að hann væri að yfirgefa Liverpool fyrir miðlungs lið í Sádi-Arabíu þá sagði hann að launin væru einfaldlega það há að þau myndu breyta lífi hans og fjölskyldu. Talið er að miðjumaðurinn sé með um 700 þúsund pund á viku eða rúmar 123 milljónir króna. Í samningi leikmannsins kemur fram að hann þurfi ekki að borga skatt svo lengi sem hann spilar fyrir félagið í tvö ár. Þar sem hann hefur aðeins verið hjá félaginu í hálft ár er ljóst að hann þarf að greiða háa summu í skatt fari svo að hann snúi aftur til Englands. Hinn 33 ára gamli Henderson hefur spilað fyrir Liverpool, Sunderland og Coventry á láni á Englandi. Það er ljóst að hann mun ekki snúa aftur í raðir Liverpool ef marka má orð Klopp. Sky Sports spurði út í möguleg vistaskipti miðjumannsins og sagði Klopp einfaldlega að leikmaðurinn hefði ekki hringt í sig. Liverpool boss Jurgen Klopp insisted he is not paying attention to any talk that Jordan Henderson could return to the club pic.twitter.com/pwddUV9UIV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2024 Henderson á að baki 81 A-landsleik fyrir England og er hræddur um að missa sæti sitt í enska landsliðshópnum fyrir EM sem fram fer næsta sumar í Þýskalandi. Það verður því að teljast líklegt að hann muni reyna að semja við lið í ensku úrvalsdeildinni en að sama skapi er deginum ljósara að hann mun þurfa að spila fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann er að fá í Sádi-Arabíu. Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Henderson gekk í raðir Al-Ettifaq frá Liverpool síðasta sumar. Þar spilar hann undir stjórn annars fyrrum miðjumanns Liverpool, Steven Gerrard. Það hefur ekki gengið sem skildi og Gerrard hefur óskað eftir fleiri leikmönnum. Þegar Henderson staðfesti að hann væri að yfirgefa Liverpool fyrir miðlungs lið í Sádi-Arabíu þá sagði hann að launin væru einfaldlega það há að þau myndu breyta lífi hans og fjölskyldu. Talið er að miðjumaðurinn sé með um 700 þúsund pund á viku eða rúmar 123 milljónir króna. Í samningi leikmannsins kemur fram að hann þurfi ekki að borga skatt svo lengi sem hann spilar fyrir félagið í tvö ár. Þar sem hann hefur aðeins verið hjá félaginu í hálft ár er ljóst að hann þarf að greiða háa summu í skatt fari svo að hann snúi aftur til Englands. Hinn 33 ára gamli Henderson hefur spilað fyrir Liverpool, Sunderland og Coventry á láni á Englandi. Það er ljóst að hann mun ekki snúa aftur í raðir Liverpool ef marka má orð Klopp. Sky Sports spurði út í möguleg vistaskipti miðjumannsins og sagði Klopp einfaldlega að leikmaðurinn hefði ekki hringt í sig. Liverpool boss Jurgen Klopp insisted he is not paying attention to any talk that Jordan Henderson could return to the club pic.twitter.com/pwddUV9UIV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2024 Henderson á að baki 81 A-landsleik fyrir England og er hræddur um að missa sæti sitt í enska landsliðshópnum fyrir EM sem fram fer næsta sumar í Þýskalandi. Það verður því að teljast líklegt að hann muni reyna að semja við lið í ensku úrvalsdeildinni en að sama skapi er deginum ljósara að hann mun þurfa að spila fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann er að fá í Sádi-Arabíu.
Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira