Katrín hringdi í Sonju: Verður þetta eitt stórt borð eða mörg minni? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2024 12:45 Ef marka má samtal Katrínar og Sonju eru fundir um framhald kjaraviðræðna á næsta leiti. „Hún var í raun að óska eftir fundi, eins og ég skildi það, til að heyra okkar áherslur í aðdraganda kjarasamninga. Og ég var svona að fara yfir það,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um samtal sitt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Katrín hafi einnig rætt við formenn annarra bandalaga í morgunsárið. Borið hefur á gagnrýni á því að viðræður standi yfir um „þjóðarsátt“ án þess að fulltrúar opinberra starfsmanna hafi verið kallaðir að borðinu en þetta virðist vera að breytast. „Það er svolítið langt síðan við sameinuðumst innan BSRB um kröfur okkar gagnvart stjórnvöldum og síðan höfuð við auðvitað rætt það líka í okkar baklandi og ég sagði henni frá því að við værum tilbúin í samtal um einhvers konar þjóðarsátt en það þyrftu þá allir að koma að því. Og að við værum á þannig tímapunkti; að annað hvort yrðu þetta hefðbundnar kjarasamningsviðræður eða stefnt á þjóðarsátt,“ segir Sonja um samtal sitt við forsætisráðherra. „Þetta eru tvenns konar borð,“ segir Sonja um það hvernig staðan blasir við henni. „Það er alvanalegt að einhver aðildarfélög innan ASÍ séu að taka sig saman og eiga viðræður við sína viðsemjendur og svo komi stjórnvöld að til að liðka fyrir, eins og í lífskjarasamningunum. Og svo komum við bara á eftir, opinberu félögin, og gerum okkar kjarasamninga og jafnvel með aðrar áherslur. En svo er hægt að taka alla saman en það er enginn einn aðili sem ræður ferðinni í því. Það þurfa allir að taka sig saman um að þetta verði eitt stórt borð.“ Stjórnvöld myndu svo annað hvort setjast við borðið með aðilum, launafólki og atvinnurekendum, eða eiga viðræður við þá á hliðarlínunum. Sonja segir kröfur BSRB gagnvart stjórnvöldum svipaðar og þeirrar fylkingar sem þegar situr við borðið; að ef launafólk eigi að leggja sitt af mörkum til að vinna á verðbólgunni þurfi fyrst og fremst að horfa til húsnæðisstuðnings og barnabóta og tryggja byggingu þúsund íbúða á ári í almenna íbúðakerfinu. „Og sömuleiðis að það þurfi að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla... það þarf að endurmeta virði kvennastarfa og raunverulega leiðrétta laun þeirra og hækka greiðslur í fæðingarorlofi sem hafa staðið í stað.“ Hvað varðar kröfur almennu félaganna annars vegar og opinberu félaganna hinsvegar segir Sonja að aðilum ætti að vera í lófa lagt að finna niðurstöðu sem öll geta sætt sig við. „Það fæli þá í sér bæði að vinna að þessu stóra yfirmarkmiði sem er að vinna gegn verðbólgunni og vöxtunum en sömuleiðis að verja kaupmátt, bæði lágtekjuhópsins og meðaltekjuhópsins, sem hefur orðið fyrir kaupmáttarrýrnun að undanförnu. Og ég held að það sé vel hægt með blandaðri leið,“ segir hún. Það sé ekki úrslitaatriði hvort samið verði um prósentu- eða krónutöluhækkanir, heldur að markmiðum sé náð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Katrín hafi einnig rætt við formenn annarra bandalaga í morgunsárið. Borið hefur á gagnrýni á því að viðræður standi yfir um „þjóðarsátt“ án þess að fulltrúar opinberra starfsmanna hafi verið kallaðir að borðinu en þetta virðist vera að breytast. „Það er svolítið langt síðan við sameinuðumst innan BSRB um kröfur okkar gagnvart stjórnvöldum og síðan höfuð við auðvitað rætt það líka í okkar baklandi og ég sagði henni frá því að við værum tilbúin í samtal um einhvers konar þjóðarsátt en það þyrftu þá allir að koma að því. Og að við værum á þannig tímapunkti; að annað hvort yrðu þetta hefðbundnar kjarasamningsviðræður eða stefnt á þjóðarsátt,“ segir Sonja um samtal sitt við forsætisráðherra. „Þetta eru tvenns konar borð,“ segir Sonja um það hvernig staðan blasir við henni. „Það er alvanalegt að einhver aðildarfélög innan ASÍ séu að taka sig saman og eiga viðræður við sína viðsemjendur og svo komi stjórnvöld að til að liðka fyrir, eins og í lífskjarasamningunum. Og svo komum við bara á eftir, opinberu félögin, og gerum okkar kjarasamninga og jafnvel með aðrar áherslur. En svo er hægt að taka alla saman en það er enginn einn aðili sem ræður ferðinni í því. Það þurfa allir að taka sig saman um að þetta verði eitt stórt borð.“ Stjórnvöld myndu svo annað hvort setjast við borðið með aðilum, launafólki og atvinnurekendum, eða eiga viðræður við þá á hliðarlínunum. Sonja segir kröfur BSRB gagnvart stjórnvöldum svipaðar og þeirrar fylkingar sem þegar situr við borðið; að ef launafólk eigi að leggja sitt af mörkum til að vinna á verðbólgunni þurfi fyrst og fremst að horfa til húsnæðisstuðnings og barnabóta og tryggja byggingu þúsund íbúða á ári í almenna íbúðakerfinu. „Og sömuleiðis að það þurfi að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla... það þarf að endurmeta virði kvennastarfa og raunverulega leiðrétta laun þeirra og hækka greiðslur í fæðingarorlofi sem hafa staðið í stað.“ Hvað varðar kröfur almennu félaganna annars vegar og opinberu félaganna hinsvegar segir Sonja að aðilum ætti að vera í lófa lagt að finna niðurstöðu sem öll geta sætt sig við. „Það fæli þá í sér bæði að vinna að þessu stóra yfirmarkmiði sem er að vinna gegn verðbólgunni og vöxtunum en sömuleiðis að verja kaupmátt, bæði lágtekjuhópsins og meðaltekjuhópsins, sem hefur orðið fyrir kaupmáttarrýrnun að undanförnu. Og ég held að það sé vel hægt með blandaðri leið,“ segir hún. Það sé ekki úrslitaatriði hvort samið verði um prósentu- eða krónutöluhækkanir, heldur að markmiðum sé náð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira