Innlent

Kyrr­setning Max-flug­véla nær ekki til Icelandair

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Frá flugtaki fyrstu Boeing 737 MAX 9 þotu Icelandair í Seattle.
Frá flugtaki fyrstu Boeing 737 MAX 9 þotu Icelandair í Seattle. Mynd/Icelandair.

Gat sem myndaðist í Boeing 737 Max 9-flugvél Alaska Airlines tengist búnaði sem er ekki til staðar í Max-flugvélum Icelandair. Skoðanir bandarískra flugmálayfirvalda ná því ekki til flugvéla Icelandair.

Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Guðna Sigurðssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, við fyrirspurn sem Vísir hafði sent fyrr í dag. 

Icelandair hafði verið í samskiptum við Boeing vegna málsins og hefur nú fengið staðfest að ekki þurfi að kyrrsetja neina af þeim fjórum Boeing 737 Max 9-flugvélum sem flugfélagið á.

Flugvél Alaska Airlines var á leið frá Portland í Oregon-ríki í Bandaríkjunum til Kaliforníu og hafði verið á lofti í skamma stund þegar hluti vélarinnar féll af henni með þeim afleiðingum að stórt gat myndaðist í farþegarýminu. 177 farþegar voru um borð en engan sakaði.


Tengdar fréttir

Kyrrsetja Boeing Max-flugvélar um allan heim

Banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd (FAA) hafa fyrirskipað kyrrsetningu 171 flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max 9 eft­ir að farþegaflug­vél Alaska Air­lines þurfti að nauðlenda í gær þegar gluggi gaf sig og stórt gat myndaðist í farþegarýminu.

Icelandair í samskiptum við Boeing

Icelandair á í samskiptum við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing vegna farþegaflugvélar Alaska Airlines sem gat myndaðist á skömmu eftir brottför.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×