Telur einsýnt að Svandís eigi að víkja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 19:08 Fjöldi þeirra sem áttu von á tekjum í tengslum við hvalveiðar í sumar eru í Verkalýðsfélagi Akraness, þar sem Vilhjálmur Birgisson er forseti. Vísir/Einar Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra greindi frá því í gær að hún hygðist ekki segja af sér, þrátt fyrir að Umboðsmaður Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að frestun hennar á hvalveiðum í sumar, með eins dags fyrirvara, hafi skort lagastoð og að meðalhófs hafi ekki verið gætt. Forsætisráðherra segir mikilvægt að niðurstaða Umboðsmanns verði tekin alvarlega og unnið verði úr henni. „Ég tel ekki að þetta álit gefi neitt tilefni til afsagnar ráðherra, þó að einhverjir hafi látið hafa það eftir sér,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meðal þeirra er Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata. Í kvöldfréttum í gær sagði hann flokk sinn telja eðlilegast að Svandís segði af sér embætti. Málið hefur verið sett í samhengi við álit Umboðsmanns um hæfisskort Bjarna Benediktssonar í sölunni á Íslandsbanka, sem leiddi til afsagnar Bjarna sem fjármálaráðherra. Bjarni hafði í kjölfarið stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Reykjförð Gylfadóttir og fór í utanríkisráðuneytið. Er þetta ekki sambærilegt? „Umboðsmaður kemur auðvitað með mörg álit, og ráðherrar bregðast við þeim með sínum hætti. Bjarni tók sína ákvörðun og það var ákvörðun sem ég skildi og virti. En það var bara hans ákvörðun að taka til að bregðast við því áliti.“ Katrín segir málið ekki tilefni til stjórnarslita.Vísir/Ívar Óánægja Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lá fyrir Forsætisráðherra hafi rætt við formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eftir að álitið kom fram. Óánægja með ákvörðun Svandísar í sumar innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafi legið fyrir. „Auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið. En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlar sér að takast á við,“ segir Katrín. Mörg stærri mál blasi við ríkisstjórninni, þó taka beri álitið alvarlega. „Ég tel þetta ekki vera mál sem gefur tilefni til stjórnarslita. Eða afsagnar ráðherra? „Nei.“ Reyna að vinna í samráði við Hval Verkalýðsleiðtoginn á Akranesi segir niðurstöðu Umboðsmanns í engu koma á óvart. Hvalur hf. hefur boðað skaðabótamál á hendur ríkinu vegna ákvörðunarinnar, vegna tjóns sem félagið og starfsmenn þess kunni að hafa orðið fyrir. Þar eru margir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness undir. „Þetta er flókið viðfangsefni og ég mun hafa samband við fyrirtækið. Vonandi getum við gert þetta í sameiningu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur telur augljóst hvernig Svandís eigi að axla ábyrgð, vísar til afsagnar Bjarna Benediktssonar og segir hana fordæmisgefandi. „Ég tel að viðkomandi ráðherra eigi þá að fara úr viðkomandi ráðuneyti.“ Vihjálmur lét mikið til sín taka í umræðu um ákvörðun Svandísar í sumar, og blés meðal annars til opins fundar á Akranesi vegna málsins. Þar var húsfyllir þegar þingmenn norðvesturkjördæmis mættu til að ræða ákvörðunina, ásamt Svandísi sjálfri. Upptöku frá fundinum má sjá hér. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Hvalveiðar Tengdar fréttir Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra greindi frá því í gær að hún hygðist ekki segja af sér, þrátt fyrir að Umboðsmaður Alþingis hafi komist að þeirri niðurstöðu að frestun hennar á hvalveiðum í sumar, með eins dags fyrirvara, hafi skort lagastoð og að meðalhófs hafi ekki verið gætt. Forsætisráðherra segir mikilvægt að niðurstaða Umboðsmanns verði tekin alvarlega og unnið verði úr henni. „Ég tel ekki að þetta álit gefi neitt tilefni til afsagnar ráðherra, þó að einhverjir hafi látið hafa það eftir sér,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meðal þeirra er Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata. Í kvöldfréttum í gær sagði hann flokk sinn telja eðlilegast að Svandís segði af sér embætti. Málið hefur verið sett í samhengi við álit Umboðsmanns um hæfisskort Bjarna Benediktssonar í sölunni á Íslandsbanka, sem leiddi til afsagnar Bjarna sem fjármálaráðherra. Bjarni hafði í kjölfarið stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu Reykjförð Gylfadóttir og fór í utanríkisráðuneytið. Er þetta ekki sambærilegt? „Umboðsmaður kemur auðvitað með mörg álit, og ráðherrar bregðast við þeim með sínum hætti. Bjarni tók sína ákvörðun og það var ákvörðun sem ég skildi og virti. En það var bara hans ákvörðun að taka til að bregðast við því áliti.“ Katrín segir málið ekki tilefni til stjórnarslita.Vísir/Ívar Óánægja Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lá fyrir Forsætisráðherra hafi rætt við formenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eftir að álitið kom fram. Óánægja með ákvörðun Svandísar í sumar innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafi legið fyrir. „Auðvitað hefur þetta mál að því leyti haft áhrif á samstarfið. En ég lít líka svo á að það sé mjög einarður vilji til þess að takast á við þau stóru verkefni sem ríkisstjórnin ætlar sér að takast á við,“ segir Katrín. Mörg stærri mál blasi við ríkisstjórninni, þó taka beri álitið alvarlega. „Ég tel þetta ekki vera mál sem gefur tilefni til stjórnarslita. Eða afsagnar ráðherra? „Nei.“ Reyna að vinna í samráði við Hval Verkalýðsleiðtoginn á Akranesi segir niðurstöðu Umboðsmanns í engu koma á óvart. Hvalur hf. hefur boðað skaðabótamál á hendur ríkinu vegna ákvörðunarinnar, vegna tjóns sem félagið og starfsmenn þess kunni að hafa orðið fyrir. Þar eru margir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness undir. „Þetta er flókið viðfangsefni og ég mun hafa samband við fyrirtækið. Vonandi getum við gert þetta í sameiningu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmur telur augljóst hvernig Svandís eigi að axla ábyrgð, vísar til afsagnar Bjarna Benediktssonar og segir hana fordæmisgefandi. „Ég tel að viðkomandi ráðherra eigi þá að fara úr viðkomandi ráðuneyti.“ Vihjálmur lét mikið til sín taka í umræðu um ákvörðun Svandísar í sumar, og blés meðal annars til opins fundar á Akranesi vegna málsins. Þar var húsfyllir þegar þingmenn norðvesturkjördæmis mættu til að ræða ákvörðunina, ásamt Svandísi sjálfri. Upptöku frá fundinum má sjá hér.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Hvalveiðar Tengdar fréttir Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55 Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. 6. janúar 2024 11:55
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20