Álit umboðsmanns nákvæmlega það sem varað hafi verið við Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 11:55 Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir sláandi að hvalveiðibann hafi ekki átt sér lagastoð. Varað hafi verið við því síðan í sumar. Ráðherra verði að gera upp við sig sjálfur hvernig hann hyggist axla ábyrgð á málinu, sem eigi ekki að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. Samkvæmt áliti Umboðsmanns, sem birt var í gær, átti ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um frestun hvalveiða í sumar, ekki skýra stoð í lögum. Þórarinn Ingi Pétursson er þingmaður Framsóknar flokksins og formaður atvinnuveganefndar þingsins. Hann segir það slá sig að sjá að ekki hafi verið farið rétt að við ákvörðun Svandísar í sumar. „Sömuleiðis þegar maður rýnir álit Umboðsmanns, þá kemur það fram sem menn vöruðu við í sumar, að þarna væri ekki verið að gæta meðalhófs og svo framvegis,“ segir Þórarinn. Það hafi þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gert þegar málið kom upp. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir félagið ætla að sækja bætur vegna þess tjóns sem ákvörðun ráðherra hafi valdið félaginu og starfsmönnum. Þórarinn segir álitið skýrt. Í því felist dómur yfir stjórnsýslu sem ráðherrann viðhafði í málinu. Ólíklegt sé að málið komi inn á borð atvinnuveganefndar. „Ráðherrann hefur tekið við álitinu og kemur til með að, og hefur svarað fyrir, og segist sömuleiðis ætla að taka álitið alvarlega.“ Fari frekar yfir framtíð veiðanna innan nefndarinnar Fara þurfi yfir framhald hvalveiða, en hvalveiðiheimildir runnu út nú um áramót og verða að óbreyttu ekki heimilar. „Það verði frekar á þann veg sem við myndum fjalla um það, en ekki sérstaklega innan atvinnuveganefndar að fjalla um álit Umboðsmanns Alþingis,“ segir Þórarinn. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að Svandís hafi beðið álitshnekki vegna álitsins, sem sé litið alvarlegum augum innan Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, eðlilegast að Svandís segði af sér ráðherraembætti. Þórarinn telur málið ekki eiga að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég lít nú þannig á málið að svo sé ekki. -Finnst þér að Svandís eigi að segja af sér? -Eins og ég sagði áðan þá er það þannig að ráðherrann tekur þetta til sín. Hún ákveður hvað hún gerir og það er ekki mitt eða annarra að nálgast hlutina á þann veg hvort menn eigi að standa eða hlaupa frá borði,“ Þórarinn Ingi. Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Samkvæmt áliti Umboðsmanns, sem birt var í gær, átti ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um frestun hvalveiða í sumar, ekki skýra stoð í lögum. Þórarinn Ingi Pétursson er þingmaður Framsóknar flokksins og formaður atvinnuveganefndar þingsins. Hann segir það slá sig að sjá að ekki hafi verið farið rétt að við ákvörðun Svandísar í sumar. „Sömuleiðis þegar maður rýnir álit Umboðsmanns, þá kemur það fram sem menn vöruðu við í sumar, að þarna væri ekki verið að gæta meðalhófs og svo framvegis,“ segir Þórarinn. Það hafi þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gert þegar málið kom upp. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., segir félagið ætla að sækja bætur vegna þess tjóns sem ákvörðun ráðherra hafi valdið félaginu og starfsmönnum. Þórarinn segir álitið skýrt. Í því felist dómur yfir stjórnsýslu sem ráðherrann viðhafði í málinu. Ólíklegt sé að málið komi inn á borð atvinnuveganefndar. „Ráðherrann hefur tekið við álitinu og kemur til með að, og hefur svarað fyrir, og segist sömuleiðis ætla að taka álitið alvarlega.“ Fari frekar yfir framtíð veiðanna innan nefndarinnar Fara þurfi yfir framhald hvalveiða, en hvalveiðiheimildir runnu út nú um áramót og verða að óbreyttu ekki heimilar. „Það verði frekar á þann veg sem við myndum fjalla um það, en ekki sérstaklega innan atvinnuveganefndar að fjalla um álit Umboðsmanns Alþingis,“ segir Þórarinn. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að Svandís hafi beðið álitshnekki vegna álitsins, sem sé litið alvarlegum augum innan Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, eðlilegast að Svandís segði af sér ráðherraembætti. Þórarinn telur málið ekki eiga að hafa úrslitaáhrif á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég lít nú þannig á málið að svo sé ekki. -Finnst þér að Svandís eigi að segja af sér? -Eins og ég sagði áðan þá er það þannig að ráðherrann tekur þetta til sín. Hún ákveður hvað hún gerir og það er ekki mitt eða annarra að nálgast hlutina á þann veg hvort menn eigi að standa eða hlaupa frá borði,“ Þórarinn Ingi.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20 Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. 6. janúar 2024 07:20
Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent