Fótbolti

FC Kaup­manna­höfn fær grænt ljós á það að gleypa kvenna­lið FC Dam­sö

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessar stuðningskonur FC Kaupmannahafnar ættu að fagna því að nú er loksins að koma kvennalið hjá félaginu.
Þessar stuðningskonur FC Kaupmannahafnar ættu að fagna því að nú er loksins að koma kvennalið hjá félaginu. Getty/Lars Ronbog

Fátt stendur nú í vegi fyrir því að FC Kaupmannahöfn geti loksins teflt fram kvennaliði í fótboltanum.

Eitt stærsta fótboltafélag Norðurlanda hefur ekki þótt ástæða til að vera með kvennalið í öll þessi ár en varð að gera eitthvað í þeim málum vegna nýrra reglna hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA.

Nú verða félög að vera með starfandi kvennalið ætli þau að fá þátttökurétt fyrir karlaliðið sitt í Evrópukeppnum.

Forráðamenn FCK ákváðu að fara þá leið að yfirtaka annað kvennalið í stað þess að stofna sitt kvennalið frá grunni. Þetta er svipuð leið og Real Madrid fór á sínum tíma.

Sérstakur aðalfundur hjá FC Damsö samþykkti í vikunni að hefja samstarf með FC Kaupmannahöfn. FCK tekur yfir kvennalið félagsins og gerir að sínu. FCK sagði frá því á miðlum sínum að Damsö hafi samþykkt tilboðið.

FC Damsö spilar í dönsku C-deildinni. Það eru því að minnsta kosti tvö ár í það að FC Kaupmannahöfn eigi kvennalið í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×