Straumur frá Rapyd til Adyen Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 08:28 Lilja Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Straums. Kvika banki Straumur, íslenskt fyrirtæki í greiðslumiðlun og dótturfélag Kviku banka, hefur skrifað undir samstarfssamning við fjártæknifyrirtækið Adyen um færsluhirðingu og vöruþróun á sviði fjártækni. Þetta segir í tilkynningu frá Straumi. Þar segir að Adyen sé alþjóðlegt fyrirtæki í fjármálaþjónustu með aðsetur í Hollandi og sjái meðal annars um greiðslur fyrir H&M, Spotify, Uber, Electrolux og Microsoft. Adyen, sem stofnað var árið 2016, sé eitt fremsta fjártæknifyrirtæki heims á sviði stafrænna greiðslna, gagnastjórnunar og fjármálasamþættingar. Samkeppniseftirlitið fyrirskipaði skiptin Rapyd hefur séð um færsluhirðingu fyrir Straum frá því að fyrirtækið var stofnað eftir að Kvika keypti færsluhirðingarsamninga af sameinuðu félagi Valitor og Rapyd í kjölfar kaupa Rapyd á Valitor af Arion banka árið 2022. Samkeppniseftirlitið veitti blessun sína fyrir kaupum Kviku á samningunum meðal annars með því skilyrði að Kvika færði þjónustukaup til annars þjónustuveitenda en Rapyd, sem ekki væri umsvifamikill færsluhirðir á Íslandi. Þá gerði Samkeppniseftirlitið það að skilyrði fyrir kaupum Rapyd á Valitor að félagið seldi frá sér fjölbreytt safn færsluhirðingarsamninga til hæfs kaupanda sem samsvarar hærri markaðshlutdeild á meginmarkaði málsins en markaðshlutdeild Rapyd Europe hf.. Með sölunni færi markaðshlutdeild hins sameinaða fyrirtækis marktækt niður fyrir 50 prósent, að sögn Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma. Hefur ekkert með umræðuna að gera Því má vera ljóst að skiptin tengjast ekki umræðu um Rapyd sem hefur verið hávær í samfélaginu eftir að yfirstandandi átök fyrir botni Miðjarðarhafs hófust. Forstjóri Rapyd á heimsvísu, Arik Shtilman, hefur látið hafa eftir sé að Rapyd styðji Ísrael í aðgerðum þess gegn Hamas-liðum í Palestínu. Hann hefur til að mynda sagt að Ísrael muni drepa hvern einasta Hamas-liða og að tilgangurinn helgi meðalið í þeim efnum. Í kjölfar ummæla Shtilmans hafa fjölmargir kvatt til þess að Íslendingar forðist viðskipti við Rapyd með því að greiða ekki með kortum hjá fyrirtækjum sem nýta sér greiðsluhirðingu Rapyd. Allir hæstánægðir „Hjá Straumi erum við staðráðin í að bjóða uppá framúrskarandi greiðslulausnir fyrir söluaðila. Nálgun okkar gengur út fyrir hefðbundna greiðslumiðlun; við lítum á okkur sem samstarfsaðila viðskiptavina okkar og viljum hjálpa þeim að vaxa. Samstarfið við nýjan öflugan færsluhirði gerir okkur kleift að auka tæknilega getu og þjónustuframboð okkar verulega,“ er haft eftir Lilju Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Straums í fréttatilkynningu. Þá er haft eftir Tobias Lindh, framkvæmdastjóra Adyen Nordics & Baltics, að starfsfólk Adyen sé stolt af því að vinna með samstarfsaðilum sem drífa heim greiðslulausna áfram. „Þess vegna erum við spennt fyrir að koma inná íslenska markaðinn í samstarfi við Straum sem færsluhirðir þeirra. Vöru- og þjónustuframboð Straums í greiðslumiðlun á Íslandi ásamt fjártæknilausnum okkar mun tryggja auðveldari, öruggari og einfaldari greiðslur fyrir íslenska neytendur um allt land.“ Greiðslumiðlun Kvika banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Ikea hættir viðskiptum við Rapy Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52 Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. 19. október 2022 09:27 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Straumi. Þar segir að Adyen sé alþjóðlegt fyrirtæki í fjármálaþjónustu með aðsetur í Hollandi og sjái meðal annars um greiðslur fyrir H&M, Spotify, Uber, Electrolux og Microsoft. Adyen, sem stofnað var árið 2016, sé eitt fremsta fjártæknifyrirtæki heims á sviði stafrænna greiðslna, gagnastjórnunar og fjármálasamþættingar. Samkeppniseftirlitið fyrirskipaði skiptin Rapyd hefur séð um færsluhirðingu fyrir Straum frá því að fyrirtækið var stofnað eftir að Kvika keypti færsluhirðingarsamninga af sameinuðu félagi Valitor og Rapyd í kjölfar kaupa Rapyd á Valitor af Arion banka árið 2022. Samkeppniseftirlitið veitti blessun sína fyrir kaupum Kviku á samningunum meðal annars með því skilyrði að Kvika færði þjónustukaup til annars þjónustuveitenda en Rapyd, sem ekki væri umsvifamikill færsluhirðir á Íslandi. Þá gerði Samkeppniseftirlitið það að skilyrði fyrir kaupum Rapyd á Valitor að félagið seldi frá sér fjölbreytt safn færsluhirðingarsamninga til hæfs kaupanda sem samsvarar hærri markaðshlutdeild á meginmarkaði málsins en markaðshlutdeild Rapyd Europe hf.. Með sölunni færi markaðshlutdeild hins sameinaða fyrirtækis marktækt niður fyrir 50 prósent, að sögn Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma. Hefur ekkert með umræðuna að gera Því má vera ljóst að skiptin tengjast ekki umræðu um Rapyd sem hefur verið hávær í samfélaginu eftir að yfirstandandi átök fyrir botni Miðjarðarhafs hófust. Forstjóri Rapyd á heimsvísu, Arik Shtilman, hefur látið hafa eftir sé að Rapyd styðji Ísrael í aðgerðum þess gegn Hamas-liðum í Palestínu. Hann hefur til að mynda sagt að Ísrael muni drepa hvern einasta Hamas-liða og að tilgangurinn helgi meðalið í þeim efnum. Í kjölfar ummæla Shtilmans hafa fjölmargir kvatt til þess að Íslendingar forðist viðskipti við Rapyd með því að greiða ekki með kortum hjá fyrirtækjum sem nýta sér greiðsluhirðingu Rapyd. Allir hæstánægðir „Hjá Straumi erum við staðráðin í að bjóða uppá framúrskarandi greiðslulausnir fyrir söluaðila. Nálgun okkar gengur út fyrir hefðbundna greiðslumiðlun; við lítum á okkur sem samstarfsaðila viðskiptavina okkar og viljum hjálpa þeim að vaxa. Samstarfið við nýjan öflugan færsluhirði gerir okkur kleift að auka tæknilega getu og þjónustuframboð okkar verulega,“ er haft eftir Lilju Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Straums í fréttatilkynningu. Þá er haft eftir Tobias Lindh, framkvæmdastjóra Adyen Nordics & Baltics, að starfsfólk Adyen sé stolt af því að vinna með samstarfsaðilum sem drífa heim greiðslulausna áfram. „Þess vegna erum við spennt fyrir að koma inná íslenska markaðinn í samstarfi við Straum sem færsluhirðir þeirra. Vöru- og þjónustuframboð Straums í greiðslumiðlun á Íslandi ásamt fjártæknilausnum okkar mun tryggja auðveldari, öruggari og einfaldari greiðslur fyrir íslenska neytendur um allt land.“
Greiðslumiðlun Kvika banki Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Ikea hættir viðskiptum við Rapy Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52 Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. 19. október 2022 09:27 Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ikea hættir viðskiptum við Rapy Húsgagnaverslunin IKEA er ekki lengur í viðskiptum við ísraelska sprotafyrirtækið Rapyd. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur IKEA nú fært viðskipti sín yfir til íslenska fjártæknifyrirtækisins Teya, áður SaltPay. 13. desember 2023 18:52
Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. 19. október 2022 09:27