Littler hefur vakið mikla athygli fyrir vaska framgöngu á heimsmeistaramótinu í pílukasti þar sem hann er kominn í úrslit. Littler er sá langyngsti sem hefur komist í úrslitaleik HM. Þar mætir hann nafna sínum, Luke Humphries.
Littler er stuðningsmaður United í enska boltanum og félagið hefur boðið honum á leikinn gegn Tottenham á Old Trafford 14. janúar. Þá gæti hann verið kynntur fyrir stuðningsmönnum United sem nýkrýndur heimsmeistari í pílukasti.
Leikmenn United hafa líka sent Littler kveðju og óskað honum góðs gengis. Hann hefur meðal annars fengið skilaboð frá varnarmönnunum Jonny Evans og Luke Shaw, sem og fyrrverandi leikmönnum United, Gary Neville og Rio Ferdinand.
Luke Shaw
— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) January 3, 2024
Rio Ferdinand
Gary Neville
Jonny Evans
Lifelong Manchester United fan Luke Littler from Warrington on the messages he has received from players and former players.#MUFC #PDC #WCDarts
Gengi Littlers er öllu betra en gengi United sem er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur tapað níu af fyrstu tuttugu deildarleikjum sínum á tímabilinu.
Úrslitaleikurinn á HM hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending frá viðburðinum hefst klukkan 19:55.