Arnar Þór ætlar á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 11:51 Arnar Þór Jónsson ætlar að bjóða sig fram til forseta. Vísir/Sigurjón Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. Hann sagðist vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, og sagðist ekki aðhyllast stefnu flokksins eins og hún væri í dag. Arnar setti framboð sitt í samhengi við sögu Íslands og lagði sérstaka áherslu á lög landsins. Jafnramt ræddi hann um Evrópusambandið og sagði okkur lifa á tímum þar sem fólk æli á sundrungu og hatri. „Það hefur sígið á ógæfuhliðina á síðustu árum,“ sagði hann og vísaði til erlendra reglugerða, sem hann sagði ógn sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Þá gagnrýndi hann Alþingi, og sagði reynslu sína af varaþingmennsku hafa leitt í ljós að þingmenn væru ekki endilega að vinna í þágu þjóðarinnar. Þeir hefðu afhent valdið annað. Arnar ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Sigurðardóttur.Vísir/Sigurjón „Þegar núverandi forseti Guðni Th. tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram þá stóð ég fram fyrir stórum ákvörðunum,“ sagði Arnar og hló. Hann sagðist vera feiminn, en hann fyndi til ábyrgðar. „Menn hafa ekki bara komið að máli við mig. Ég hef komið að máli við sjálfan mig.“ Aðspurður um hvaða forseta hann tæki sér til fyrirmyndar minntist hann á nokkra Bandaríkjaforseta, eins og Theodore Roosevelt, Abraham Lincoln og George Washington. „Við ætlum saman í herferð um landið, reyna að ná til fólks,“ sagði Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona Arnars. Arnar boðaði til fundarins í gær og sagðist þar ætla að kynna „stórar ákvarðanir“ um mikilvæg mál. Gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn sem varaþingmaður Þrátt fyrir að vera varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur Arnar verið mjög gagnrýnin í garð flokksins. Í apríl á þessu ári skoraði hann á forystu Sjálfstæðisflokksins að víkja vegna frumvarps Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, eða bókun 35. Í júlí hélt hann þessari gagnrýni sinni áfram og sagðist óttast að Sjálfstæðisflokkurinn yrði smáflokkur með því að styðja bókunina. Um væri að ræða „sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins“. Arnar hefur einnig verið áberandi í umræðunni vegna lögmannsstarfa sinna. Í október greindi hann frá því að hann myndi, fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra, kæra kynfræðslubókina Kyn, kynlíf og allt hitt sem er ætluð grunnskólabörnum. Hann sagði umbjóðendur sína telja bókina brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. Þá stóð Arnar í því að stefna ríkinu og stofnunum þess vegna bólusetninga á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Arnar var héraðsdómari, en árið 2021, sagði hann sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Hann sagðist vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, og sagðist ekki aðhyllast stefnu flokksins eins og hún væri í dag. Arnar setti framboð sitt í samhengi við sögu Íslands og lagði sérstaka áherslu á lög landsins. Jafnramt ræddi hann um Evrópusambandið og sagði okkur lifa á tímum þar sem fólk æli á sundrungu og hatri. „Það hefur sígið á ógæfuhliðina á síðustu árum,“ sagði hann og vísaði til erlendra reglugerða, sem hann sagði ógn sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Þá gagnrýndi hann Alþingi, og sagði reynslu sína af varaþingmennsku hafa leitt í ljós að þingmenn væru ekki endilega að vinna í þágu þjóðarinnar. Þeir hefðu afhent valdið annað. Arnar ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Sigurðardóttur.Vísir/Sigurjón „Þegar núverandi forseti Guðni Th. tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram þá stóð ég fram fyrir stórum ákvörðunum,“ sagði Arnar og hló. Hann sagðist vera feiminn, en hann fyndi til ábyrgðar. „Menn hafa ekki bara komið að máli við mig. Ég hef komið að máli við sjálfan mig.“ Aðspurður um hvaða forseta hann tæki sér til fyrirmyndar minntist hann á nokkra Bandaríkjaforseta, eins og Theodore Roosevelt, Abraham Lincoln og George Washington. „Við ætlum saman í herferð um landið, reyna að ná til fólks,“ sagði Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona Arnars. Arnar boðaði til fundarins í gær og sagðist þar ætla að kynna „stórar ákvarðanir“ um mikilvæg mál. Gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn sem varaþingmaður Þrátt fyrir að vera varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur Arnar verið mjög gagnrýnin í garð flokksins. Í apríl á þessu ári skoraði hann á forystu Sjálfstæðisflokksins að víkja vegna frumvarps Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, eða bókun 35. Í júlí hélt hann þessari gagnrýni sinni áfram og sagðist óttast að Sjálfstæðisflokkurinn yrði smáflokkur með því að styðja bókunina. Um væri að ræða „sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins“. Arnar hefur einnig verið áberandi í umræðunni vegna lögmannsstarfa sinna. Í október greindi hann frá því að hann myndi, fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra, kæra kynfræðslubókina Kyn, kynlíf og allt hitt sem er ætluð grunnskólabörnum. Hann sagði umbjóðendur sína telja bókina brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. Þá stóð Arnar í því að stefna ríkinu og stofnunum þess vegna bólusetninga á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Arnar var héraðsdómari, en árið 2021, sagði hann sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara og efni siðareglna félagsins.
Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira