Líður eins og að hann hafi þekkt Snorra Stein í tíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 08:11 Janus Daði Smárason í leik með íslenska landsliðinu. Hann er þar í mikilvægu hlutverki. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason, sem samdi við ungverska stórliðið Pick Szeged á dögunum, er kominn með nóg af flutningum og vonast til að geta komið sér vel fyrir í Ungverjalandi. Hann er á leiðinni með íslenska landsliðinu á EM í Þýskalandi seinna í þessum mánuði. Janus Daði hefur verið að æfa með landsliðinu hér á landi síðustu tvær vikur en liðið flýgur út á föstudag þar sem spilaðir verða tveir æfingarleikir við Austurríki. Svo tekur við Evrópumótið eftir rúma viku. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu blessaða móti núna og í rauninni síðan eftir vonbrigðin í fyrra. Við erum spenntir,“ sagði Janus Daði Smárason í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er meira það að okkur finnst við vera betri og vera með lið til að ná alvöru árangri. Okkur hlakkar bara til að sýna það,“ sagði Janus Daði en hvernig finnst honum að vinna með Snorra Steini Guðjónssyni, nýjum landsliðsþjálfara? „Æðislegt. Hann er rosalega þægilegur. Mér finnst eins og ég hafi þekkt hann í tíu ár og ég þekkti hann eiginlega ekkert áður. Það er góð stemmning og það á við allan hópinn að við erum komnir heim eftir törn í desember og glaðir að fá að taka á því saman,“ sagði Janus. Nú gæti íslenska landsliðið samt stillt upp útlínu með þremur leikmönnum Magdeburgar liðsins því samherjar hans Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru einnig í íslenska landsliðinu. „Það er mikill kostur held ég. Þetta er spurning um alls konar smáatriði sem við erum búnir að skóla saman í þessu dags daglegu. Það er plús,“ sagði Janus. Það er búið að tilkynna það að Janus Daði yfirgefur Magdeburg í sumar og færir sig yfir til Pick Szeged í Ungverjalandi. Af hverju fer hann til Ungverjalands á þessum tímapunkti? „Þetta er stórlið og topplið í Meistaradeildinni. Þetta er spennandi. Það er að koma nýr þjálfari og þeir eru fríska þetta aðeins upp hjá sér. Líka fyrir skrokkinn á mér þá kallar þetta á mann. Af hverju ekki það frekar en eitthvað annað,“ sagði Janus. „Fókusinn er líka á það að það er mikill rígur á milli Szeged og Vézprem. Þau hafa verið að skiptast á því undanfarin ár að taka titilinn. Þú hefur það og svo hefur þú Meistaradeildina,“ sagði Janus sem viðurkennir þó að það sé ekki skemmtilegt að vera alltaf að flytja. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Sjá meira
Janus Daði hefur verið að æfa með landsliðinu hér á landi síðustu tvær vikur en liðið flýgur út á föstudag þar sem spilaðir verða tveir æfingarleikir við Austurríki. Svo tekur við Evrópumótið eftir rúma viku. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessu blessaða móti núna og í rauninni síðan eftir vonbrigðin í fyrra. Við erum spenntir,“ sagði Janus Daði Smárason í viðtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er meira það að okkur finnst við vera betri og vera með lið til að ná alvöru árangri. Okkur hlakkar bara til að sýna það,“ sagði Janus Daði en hvernig finnst honum að vinna með Snorra Steini Guðjónssyni, nýjum landsliðsþjálfara? „Æðislegt. Hann er rosalega þægilegur. Mér finnst eins og ég hafi þekkt hann í tíu ár og ég þekkti hann eiginlega ekkert áður. Það er góð stemmning og það á við allan hópinn að við erum komnir heim eftir törn í desember og glaðir að fá að taka á því saman,“ sagði Janus. Nú gæti íslenska landsliðið samt stillt upp útlínu með þremur leikmönnum Magdeburgar liðsins því samherjar hans Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru einnig í íslenska landsliðinu. „Það er mikill kostur held ég. Þetta er spurning um alls konar smáatriði sem við erum búnir að skóla saman í þessu dags daglegu. Það er plús,“ sagði Janus. Það er búið að tilkynna það að Janus Daði yfirgefur Magdeburg í sumar og færir sig yfir til Pick Szeged í Ungverjalandi. Af hverju fer hann til Ungverjalands á þessum tímapunkti? „Þetta er stórlið og topplið í Meistaradeildinni. Þetta er spennandi. Það er að koma nýr þjálfari og þeir eru fríska þetta aðeins upp hjá sér. Líka fyrir skrokkinn á mér þá kallar þetta á mann. Af hverju ekki það frekar en eitthvað annað,“ sagði Janus. „Fókusinn er líka á það að það er mikill rígur á milli Szeged og Vézprem. Þau hafa verið að skiptast á því undanfarin ár að taka titilinn. Þú hefur það og svo hefur þú Meistaradeildina,“ sagði Janus sem viðurkennir þó að það sé ekki skemmtilegt að vera alltaf að flytja. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Enski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Sjá meira