Á aðfangadag var greint frá því að Ratcliffe hefði keypt 25 prósent hlut í United, félaginu sem hann hefur stutt frá barnæsku.
Ratcliffe verður nokkra daga í Manchester og mun ræða við Erik ten Hag, knattspyrnustjóra United, og leikmenn liðsins.
Með Ratcliffe í för eru Sir Dave Brailsford og Jean-Claude Blanc sem taka við stjórnendahlutverkum hjá United þegar kaupin á fjórðungshlutanum ganga í gegn.
Þetta er fyrsta heimsókn Ratcliffe til Manchester af mörgum á næstu vikum. Hann mun öðlast völd yfir fótboltamálum hjá United og ætlar að gera talsverðar breytingar á þeim.