Snoop Dogg vinnur við Ólympíuleikana í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 07:30 Snoop Dogg mun lýsa keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar. Getty/Alexander Tamargo Tónlistarmaðurinn Snoop Dogg hefur verið óhræddur að feta nýja slóðir á ferlinum og NBC sjónvarpsstöðin greindi í gær frá nýjasta útspili hans. Snoop Dogg verður íþróttafréttamaður á Ólympíuleikunum í París í sumar og mun þar lýsa fyrir NBC stöðina. Þessi 52 ára gamli rappari heitir fullu nafni Calvin Cordozar Broadus Jr. og hann sló fyrst í gegn árið 1992 þegar hann söng með Dr. Dre í laginu „Deep Cover“. NBC to add Snoop Dogg as reporter for Paris Olympics coveragehttps://t.co/Znmax05fAC— Sports Illustrated (@SInow) January 1, 2024 Þetta verða reyndar ekki hans fyrstu kynni hans við störf á íþróttaviðburði því hann og Kevin Hart slógu í gegn þegar þeir lýstu saman frá keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó þá á Peacock sjónvarpsveitunni. Bandaríkjamenn fengu fyrstu fréttir af þessu þegar NBA birti auglýsingu á NFL leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings á sunnudagskvöldið en þar mátti sjá Snoop Dogg ásamt nokkrum íþróttastjörnum Bandaríkjanna á leikunum. Ólympíuleikarnir verða settir 26. júlí næstkomandi en útsendingar frá Ólympíuleikunum eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum. „Ég ólst upp við það að horfa á Ólympíuleikana og ég er spenntur að sjá hið frábæra íþróttafólk okkar mæta til leiks í sínu besta formi til Parísar. Þarna fagnar íþróttafólkið hæfileikum sínum, dugnaði og þrautseigju um leið og það eltist við mikilleikann,“ sagði rapparinn í yfirlýsingu. „Við munum sjá nokkrar stórkostlega keppnir og auðvitað mun ég mæta með Snoop stílinn. Þetta verða epískustu Ólympíuleikar sögunnar og þið megið ekki missa af þessu,“ sagði Snoop Dogg. New year mood. Paris 2024 Olympics. C u this summer pic.twitter.com/vWUXIPdMVZ— Snoop Dogg (@SnoopDogg) January 1, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Snoop Dogg verður íþróttafréttamaður á Ólympíuleikunum í París í sumar og mun þar lýsa fyrir NBC stöðina. Þessi 52 ára gamli rappari heitir fullu nafni Calvin Cordozar Broadus Jr. og hann sló fyrst í gegn árið 1992 þegar hann söng með Dr. Dre í laginu „Deep Cover“. NBC to add Snoop Dogg as reporter for Paris Olympics coveragehttps://t.co/Znmax05fAC— Sports Illustrated (@SInow) January 1, 2024 Þetta verða reyndar ekki hans fyrstu kynni hans við störf á íþróttaviðburði því hann og Kevin Hart slógu í gegn þegar þeir lýstu saman frá keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó þá á Peacock sjónvarpsveitunni. Bandaríkjamenn fengu fyrstu fréttir af þessu þegar NBA birti auglýsingu á NFL leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings á sunnudagskvöldið en þar mátti sjá Snoop Dogg ásamt nokkrum íþróttastjörnum Bandaríkjanna á leikunum. Ólympíuleikarnir verða settir 26. júlí næstkomandi en útsendingar frá Ólympíuleikunum eru gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkjunum. „Ég ólst upp við það að horfa á Ólympíuleikana og ég er spenntur að sjá hið frábæra íþróttafólk okkar mæta til leiks í sínu besta formi til Parísar. Þarna fagnar íþróttafólkið hæfileikum sínum, dugnaði og þrautseigju um leið og það eltist við mikilleikann,“ sagði rapparinn í yfirlýsingu. „Við munum sjá nokkrar stórkostlega keppnir og auðvitað mun ég mæta með Snoop stílinn. Þetta verða epískustu Ólympíuleikar sögunnar og þið megið ekki missa af þessu,“ sagði Snoop Dogg. New year mood. Paris 2024 Olympics. C u this summer pic.twitter.com/vWUXIPdMVZ— Snoop Dogg (@SnoopDogg) January 1, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira