Margir eiga í miklum erfiðleikum með að halda jól Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 10:11 Jólahátíðin getur verið erfiður tími fyrir sumar fjölskyldur. vísir/vilhelm Tæpur þriðjungur landsmanna segir krefjandi fyrir sig fjárhagslega að halda jól og tæp tíu prósent eiga í miklum erfiðleikum með hátíðarhöldin. Sjötíu prósent segja jólahaldið þó engin áhrif hafa á skuldastöðu sína. Jólahald getur reynst mjög kostnaðarsamt, sérstaklega nú þegar verðbólga mælist átta prósent og hátt vaxtastig hefur neikvæð áhrif á skuldir heimilanna. Margir hafa leitað til hjálparsamtaka fyrir þessi jól og fjölgaði hjálparbeiðnum til að mynda mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir þessi jól miðað við þau síðustu. Tæpur helmingur svarenda sagði það krefjandi eða erfitt að halda jól vegna kostnaðar.Grafík/Rúnar Gátu ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka eða fjölskyldu Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu gátu 2,8 prósent svarenda ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka, fjölskyldu eða annarra. 9,5 prósent áttu í miklum erfiðleikum með að halda jól vegna kostnaðar, 32,5 prósent sögðu krefjandi að halda jól en 55,2 prósent auðvelt. Tæp fimm prósent sögðust myndu skulda fyrir jólin lengur en í þrjá mánuði, tæp níu prósent gera ráð fyrir að klára að greiða fyrir hátíðarhöldin í febrúar eða mars og tæp 17 prósent í janúar. Sjötíu prósent segja ekki safna umframskuldum vegna jólahaldsins. Um fimm prósent svarenda sögðust vænta þess að skulda jólainnkaupin í yfir þrjá mánuði.Grafík/Rúnar Um miðjan desember sagði félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að hjálparbeiðnum hafi fjölgað mikið hjá samtökunum og neyðin í samfélaginu væri gríðarleg. Verðbólgan væri augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Þá var greint frá því sama dag að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar í ár og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Hátt í þrjú hundruð manns borðuðu hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar á aðfangadag en forstöðumaður segir þeim fara fjölgandi sem þurfi á aðstoðinni að halda. Svarendur sem sögðust styðja Sósíalistaflokk eða Pírata voru líklegri en aðrir til að segjast ekki geta haldið jól án stuðnings.Maskína Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 19. til 27. desember 2023 og voru svarendur 1.212 talsins. Jól Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56 Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37 Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Jólahald getur reynst mjög kostnaðarsamt, sérstaklega nú þegar verðbólga mælist átta prósent og hátt vaxtastig hefur neikvæð áhrif á skuldir heimilanna. Margir hafa leitað til hjálparsamtaka fyrir þessi jól og fjölgaði hjálparbeiðnum til að mynda mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fyrir þessi jól miðað við þau síðustu. Tæpur helmingur svarenda sagði það krefjandi eða erfitt að halda jól vegna kostnaðar.Grafík/Rúnar Gátu ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka eða fjölskyldu Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu gátu 2,8 prósent svarenda ekki haldið jól án stuðnings hjálparsamtaka, fjölskyldu eða annarra. 9,5 prósent áttu í miklum erfiðleikum með að halda jól vegna kostnaðar, 32,5 prósent sögðu krefjandi að halda jól en 55,2 prósent auðvelt. Tæp fimm prósent sögðust myndu skulda fyrir jólin lengur en í þrjá mánuði, tæp níu prósent gera ráð fyrir að klára að greiða fyrir hátíðarhöldin í febrúar eða mars og tæp 17 prósent í janúar. Sjötíu prósent segja ekki safna umframskuldum vegna jólahaldsins. Um fimm prósent svarenda sögðust vænta þess að skulda jólainnkaupin í yfir þrjá mánuði.Grafík/Rúnar Um miðjan desember sagði félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar að hjálparbeiðnum hafi fjölgað mikið hjá samtökunum og neyðin í samfélaginu væri gríðarleg. Verðbólgan væri augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. Þá var greint frá því sama dag að metfjöldi hefði leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar í ár og að mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð nú en áður. Hátt í þrjú hundruð manns borðuðu hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar á aðfangadag en forstöðumaður segir þeim fara fjölgandi sem þurfi á aðstoðinni að halda. Svarendur sem sögðust styðja Sósíalistaflokk eða Pírata voru líklegri en aðrir til að segjast ekki geta haldið jól án stuðnings.Maskína Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar um kyn, aldur, búsetu og menntun, þannig að þau endurspegla þjóðina prýðilega. Við vigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 19. til 27. desember 2023 og voru svarendur 1.212 talsins.
Jól Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56 Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37 Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Sjá til þess að allir fái jólamat Hátt í þrjú hundruð manns munu borða hátíðarhádegismat á Kaffistofu Samhjálpar í dag. Forstöðumaður segir þá sem mæta vera afar þakklátir en þeim fer fjölgandi sem þurfa á aðstoðinni að halda. 24. desember 2023 10:56
Hjálparbeiðnum fjölgar mikið og enn meiri dýrtíð spáð í desember Hjálparbeiðnum hefur fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og neyðin í samfélaginu er gríðarleg. Þetta segir félagsráðgjafi hjálparsamtakanna. Verðbólgan sé augljós skaðvaldur en greiningardeildir bankanna spá enn meiri dýrtíð í desember. 13. desember 2023 21:37
Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. 13. desember 2023 12:00