Skilur örvæntinguna en segir málið flókið og í skoðun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. desember 2023 12:53 Félagsmálaráðherra segir stöðuna vera flókna en að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu fyrir hendi. Vísir/Ívar/aðsend Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna. Hópur Palestínumanna hefur stækkað tjaldbúðirnar á Austurvelli til að knýja stjórnvöld til að bjarga fjölskyldum sínum sem eru fastar á Gasasvæðinu en hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Við erum með leyfi frá borginni til að vera með tjaldbúðirnar á Austurvelli þannig að við fengum að láni stórt veislutjald sem við höfum komið fyrir því við erum að áforma að stækka töluvert við tjaldbúðirnar og fara með þetta á annað stig. Við viljum hamra járnið á meðan það er heitt,“ segir Askur Hrafn Hannesson sem er fólkinu innan handar. Þessir drengir hér vilja fá fjölskyldumeðlimi sína úr hættuástandinu á Gasa og í öryggið á Íslandi. Aðsend Fólkið vill að ráðmenn Íslands fullnýti vald sitt til að koma fólkinu út af Gasa og til Íslands sem fyrst. Tíminn vinni ekki með íbúum Gasa. Tíminn á þrotum „Staðan er bara sú að ef það er drollað of lengi við að framkvæma fjölskyldusameininguna þá munu bara ekki vera eftirlifandi fjölskyldumeðlimir þegar loks kemur að því,“ segir Askur en þeir ráðherrar sem málið varðar funduðu um stöðu fólksins sem fast er inná Gasasvæðinu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Þeir ráðherrar sem koma að máli fólksins á Gasa hittust fyrir ríkisstjórnarfund til að bera saman bækur og ræða um stöðu þeirra.Vísir/Ívar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, segist hafa skilning á kröfu fólksins. „Auðvitað skilur maður þá örvæntingu sem gripur um sig hjá fólki vitandi af fjölskyldumeðlimum inn á svæðinu en málið er alls ekki einfalt vegna þess að fólk kemst ekki auðveldlega út af svæðinu.“ Það blasi við tvenns konar áskoranir, annars vegar að koma fólkinu út af Gasa og hins vegar inn til Kaíró. En leiðin ætti að vera tiltölulega greið til Íslands ef fólkið kemst til Kairó vegna samnings Íslands við Alþjóðafólksflutningastofnunina. Ýmsir möguleikar í skoðun „Við erum að skoða ýmsa möguleika og fylgjumst mjög vel líka með því hvað önnur ríki eru að gera, ein sog nágrannaþjóðir okkar þannig að almennt séð vil ég bara segja að við höldum því áfram að skoða hvaða möguleikar kunna að vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur segir að Norðurlandaþjóðirnar hafi, ólíkt Íslandi, ekki veitt fleiri dvalarleyfi eftir 7. október. „Mér skilst að Norðurlöndin hafi verið að aðstoða eigin ríkisborgara við að komast yfir landamærin og fólk sem hefur fengið dvalarleyfi fyrir 7. október af svæðinu. Það sem hafði áður verið komið til ríkja eins og Svíþjóðar en hafði aftur farið inn á svæðið. Það er dálítið mismunandi með hvaða hætti ríki eru að aðstoða fólk en ég veit ekki til þess að það sé verið að aðstoða fólk sem hefur nýlega fengið fjölskyldusameiningar,“ segir Guðmundur. Fólkið sem stendur fyrir mótmælunum á Alþingi hefur gist nokkur saman í tjöldunum til að halda á sér hita.Aðsend Heilmikil seigla í fólkinu En aftur að fólkinu sem stendur fyrir mótmælaaðgerðinni á Austurvelli. Askur var spurður hvernig fólkinu liði, hvort því væri ekki allt og kalt þegar á þriðja sólarhringinn væri liðið af aðgerðinni. „Jú, það er vissulega mjög kalt en við erum mjög vel klædd og það er hlýtt inn í tjöldunum og við erum mjög vel búin en svo er náttúrulega bara baráttuandinn í hámarki og palestínska flóttafólkið er eitt þrautseigasta fólk sem þú finnur og baráttuviljinn hjá þeim er ótrúlegur,“ segir Askur. Askur segir að baráttuandinn og þrautseigjan í palestínsku þjóðinni sé með því mesta sem gerist. Það sé honum heiður að fá að taka þátt í baráttunni með palestínska fólkinu sem hér dvelur.aðsend Andleg þolraun að vita af fólkinu sínu í hættu Síma-og netsamband sé stopult á Gasa og að það líði oft nokkrir dagar á milli þar til frá þeim heyrist. Þetta hefur, eins og gefur að skilja, reynst Palestínufólkinu sem er hér á Íslandi mikil andleg þolraun. „Þau hafa átt erfitt með svefn og hafa þurft að stóla á svefnlyf. Svo hafa verið börn í aðgerðunum, sex ára, tíu ára og fjórtán ára,“ segir Askur en segir þau tvö yngri hafa farið heim á nóttunni. Ástandið á Gasa taki verulega á þau andlega. Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austurvelli Fólk á flótta frá Gasa, sem síðustu tvo sólarhringa hefur dvalið í tjöldum á Austurvelli í Reykjavík, hefur nú komið upp stærðarinnar tjaldi á staðnum. Fólkið hefur dvalið í tjöldunum til að mótmæla því sem lýst er sem aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks. 29. desember 2023 07:43 Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42 „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Sjá meira
Hópur Palestínumanna hefur stækkað tjaldbúðirnar á Austurvelli til að knýja stjórnvöld til að bjarga fjölskyldum sínum sem eru fastar á Gasasvæðinu en hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Við erum með leyfi frá borginni til að vera með tjaldbúðirnar á Austurvelli þannig að við fengum að láni stórt veislutjald sem við höfum komið fyrir því við erum að áforma að stækka töluvert við tjaldbúðirnar og fara með þetta á annað stig. Við viljum hamra járnið á meðan það er heitt,“ segir Askur Hrafn Hannesson sem er fólkinu innan handar. Þessir drengir hér vilja fá fjölskyldumeðlimi sína úr hættuástandinu á Gasa og í öryggið á Íslandi. Aðsend Fólkið vill að ráðmenn Íslands fullnýti vald sitt til að koma fólkinu út af Gasa og til Íslands sem fyrst. Tíminn vinni ekki með íbúum Gasa. Tíminn á þrotum „Staðan er bara sú að ef það er drollað of lengi við að framkvæma fjölskyldusameininguna þá munu bara ekki vera eftirlifandi fjölskyldumeðlimir þegar loks kemur að því,“ segir Askur en þeir ráðherrar sem málið varðar funduðu um stöðu fólksins sem fast er inná Gasasvæðinu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Þeir ráðherrar sem koma að máli fólksins á Gasa hittust fyrir ríkisstjórnarfund til að bera saman bækur og ræða um stöðu þeirra.Vísir/Ívar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, segist hafa skilning á kröfu fólksins. „Auðvitað skilur maður þá örvæntingu sem gripur um sig hjá fólki vitandi af fjölskyldumeðlimum inn á svæðinu en málið er alls ekki einfalt vegna þess að fólk kemst ekki auðveldlega út af svæðinu.“ Það blasi við tvenns konar áskoranir, annars vegar að koma fólkinu út af Gasa og hins vegar inn til Kaíró. En leiðin ætti að vera tiltölulega greið til Íslands ef fólkið kemst til Kairó vegna samnings Íslands við Alþjóðafólksflutningastofnunina. Ýmsir möguleikar í skoðun „Við erum að skoða ýmsa möguleika og fylgjumst mjög vel líka með því hvað önnur ríki eru að gera, ein sog nágrannaþjóðir okkar þannig að almennt séð vil ég bara segja að við höldum því áfram að skoða hvaða möguleikar kunna að vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur segir að Norðurlandaþjóðirnar hafi, ólíkt Íslandi, ekki veitt fleiri dvalarleyfi eftir 7. október. „Mér skilst að Norðurlöndin hafi verið að aðstoða eigin ríkisborgara við að komast yfir landamærin og fólk sem hefur fengið dvalarleyfi fyrir 7. október af svæðinu. Það sem hafði áður verið komið til ríkja eins og Svíþjóðar en hafði aftur farið inn á svæðið. Það er dálítið mismunandi með hvaða hætti ríki eru að aðstoða fólk en ég veit ekki til þess að það sé verið að aðstoða fólk sem hefur nýlega fengið fjölskyldusameiningar,“ segir Guðmundur. Fólkið sem stendur fyrir mótmælunum á Alþingi hefur gist nokkur saman í tjöldunum til að halda á sér hita.Aðsend Heilmikil seigla í fólkinu En aftur að fólkinu sem stendur fyrir mótmælaaðgerðinni á Austurvelli. Askur var spurður hvernig fólkinu liði, hvort því væri ekki allt og kalt þegar á þriðja sólarhringinn væri liðið af aðgerðinni. „Jú, það er vissulega mjög kalt en við erum mjög vel klædd og það er hlýtt inn í tjöldunum og við erum mjög vel búin en svo er náttúrulega bara baráttuandinn í hámarki og palestínska flóttafólkið er eitt þrautseigasta fólk sem þú finnur og baráttuviljinn hjá þeim er ótrúlegur,“ segir Askur. Askur segir að baráttuandinn og þrautseigjan í palestínsku þjóðinni sé með því mesta sem gerist. Það sé honum heiður að fá að taka þátt í baráttunni með palestínska fólkinu sem hér dvelur.aðsend Andleg þolraun að vita af fólkinu sínu í hættu Síma-og netsamband sé stopult á Gasa og að það líði oft nokkrir dagar á milli þar til frá þeim heyrist. Þetta hefur, eins og gefur að skilja, reynst Palestínufólkinu sem er hér á Íslandi mikil andleg þolraun. „Þau hafa átt erfitt með svefn og hafa þurft að stóla á svefnlyf. Svo hafa verið börn í aðgerðunum, sex ára, tíu ára og fjórtán ára,“ segir Askur en segir þau tvö yngri hafa farið heim á nóttunni. Ástandið á Gasa taki verulega á þau andlega.
Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austurvelli Fólk á flótta frá Gasa, sem síðustu tvo sólarhringa hefur dvalið í tjöldum á Austurvelli í Reykjavík, hefur nú komið upp stærðarinnar tjaldi á staðnum. Fólkið hefur dvalið í tjöldunum til að mótmæla því sem lýst er sem aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks. 29. desember 2023 07:43 Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42 „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Sjá meira
Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austurvelli Fólk á flótta frá Gasa, sem síðustu tvo sólarhringa hefur dvalið í tjöldum á Austurvelli í Reykjavík, hefur nú komið upp stærðarinnar tjaldi á staðnum. Fólkið hefur dvalið í tjöldunum til að mótmæla því sem lýst er sem aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks. 29. desember 2023 07:43
Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42
„Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28