Fjölskyldan heima þegar þjófar brutust inn til Grealish í miðjum leik Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2023 08:30 Sasha Attwood, unnusta Jack Grealish, var heima þegar þjófar brutust inn. Instagram/@sasha__rebecca Talið er að tíu fjölskyldumeðlimir Jack Grealish, þar á meðal unnusta hans, foreldrar og systkini, hafi verið stödd í nýju og glæsilegu stórhýsi hans þegar þjófar brutu sér leið inn. Grealish var þá að spila með Manchester City gegn Everton, í fyrrakvöld, og fjölskyldan að fylgjast með leiknum í sjónvarpinu. Samkvæmt frétt The Sun náðu þjófarnir að stela skartgripum að verðmæti einnar milljónar punda, sem samsvarar rúmum 170 milljónum íslenskra króna. Grealish mun hafa flýtt sér heim, strax og flautað hafði verið til leiksloka í 3-1 sigri City gegn Everton þar sem Grealish spilaði allan leikinn. Fjölskylda hans ýtti á sérstakan hættuástands-takka þegar ljóst var að þjófar væru komnir inn á heimilið, og faldi sig svo í gríðarstórri höllinni sem sögð er kosta 5,6 milljónir punda. Lögregla kom fljótt á svæðið og þyrla var send á vettvang í von um að finna þjófana en þeim tókst að sleppa, að minnsta kosti í bili. Burglars terrify Jack Grealish's family and leave with £1m of jewellery while he was playing 10 relatives in house watching him vs Everton Family pushed panic button, helicopter searched area Grealish dashed down tunnel at full-time https://t.co/1mYaBkY2k2— Mail Sport (@MailSport) December 29, 2023 Heimildamaður The Sun sagði: „Fjölskyldan er í miklu uppnámi. Þetta gengi tók mörg úr og skartgripi. Þeir gerðu þetta á meðan að Manchester City var að spila í beinni útsendingu í sjónvarpi, og öll fjölskyldan samankomin niðri til að hvetja hann áfram. Enginn meiddist en það ríkti mikil geðshræring. Það voru allir mjög óttaslegnir því þeim fannst þau svo berskjölduð.“ Daily Mail segir að í gær, daginn eftir innbrotið, hafi svo sést til Grealish fyrir utan húsið sitt að skoða leiðir að húsinu. Skammt sé síðan að hann flutti þangað inn og að í kjölfarið hafi hann fest kaup á nýrri öryggisgirðingu. Stórhýsið stendur á tíu hektara jörð og í því eru sjö svefnherbergi. Á svæðinu er einnig þyrluflugpallur, tennisvöllur, fótboltavöllur og krikketvöllur. Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Samkvæmt frétt The Sun náðu þjófarnir að stela skartgripum að verðmæti einnar milljónar punda, sem samsvarar rúmum 170 milljónum íslenskra króna. Grealish mun hafa flýtt sér heim, strax og flautað hafði verið til leiksloka í 3-1 sigri City gegn Everton þar sem Grealish spilaði allan leikinn. Fjölskylda hans ýtti á sérstakan hættuástands-takka þegar ljóst var að þjófar væru komnir inn á heimilið, og faldi sig svo í gríðarstórri höllinni sem sögð er kosta 5,6 milljónir punda. Lögregla kom fljótt á svæðið og þyrla var send á vettvang í von um að finna þjófana en þeim tókst að sleppa, að minnsta kosti í bili. Burglars terrify Jack Grealish's family and leave with £1m of jewellery while he was playing 10 relatives in house watching him vs Everton Family pushed panic button, helicopter searched area Grealish dashed down tunnel at full-time https://t.co/1mYaBkY2k2— Mail Sport (@MailSport) December 29, 2023 Heimildamaður The Sun sagði: „Fjölskyldan er í miklu uppnámi. Þetta gengi tók mörg úr og skartgripi. Þeir gerðu þetta á meðan að Manchester City var að spila í beinni útsendingu í sjónvarpi, og öll fjölskyldan samankomin niðri til að hvetja hann áfram. Enginn meiddist en það ríkti mikil geðshræring. Það voru allir mjög óttaslegnir því þeim fannst þau svo berskjölduð.“ Daily Mail segir að í gær, daginn eftir innbrotið, hafi svo sést til Grealish fyrir utan húsið sitt að skoða leiðir að húsinu. Skammt sé síðan að hann flutti þangað inn og að í kjölfarið hafi hann fest kaup á nýrri öryggisgirðingu. Stórhýsið stendur á tíu hektara jörð og í því eru sjö svefnherbergi. Á svæðinu er einnig þyrluflugpallur, tennisvöllur, fótboltavöllur og krikketvöllur.
Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira