Tvö sjálfsmörk skoruð í nýliðaslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2023 16:59 Jack Robinson reyndi að hreinsa burt eftir horn en skallaði í öfuga átt. George Wood/Getty Images) Einn dramatískasti leikur tímabilsins fór fram milli nýliða ensku úrvalsdeildarinnar, Sheffield United og Luton Town. Allt stefndi í endurkomusigur Sheffield manna en þeir settu boltann óvart í eigið net, tvisvar á skömmum tíma, og gáfu Luton 2-3 sigur. Luton byrjaði leikinn vel og tóku snemma forystuna með góðu marki frá Alfie Doughty. Sheffield United svaraði mótlætinu vel, leikmenn stigu vel upp undir lok hálfleiksins og tóku völdin í leiknum. Þeir voru óheppnir að jafna ekki áður en gengið var til búningsherbergja, en gerðu það svo á 61. mínútu. James McAtee gaf fastan bolta fyrir sem skoppaði af varnarmanni fyrir fætur Oliver McBurnie sem kom honum yfir línuna. Örskömmu síðar gaf McBurnie boltann svo sjálfur fyrir markið á varamanninn Max Lowe sem skaut í varnarmann. James McAtee og Nathan Archer skutu sínum skotum svo báðir í varnarmann líka áður en Anel Ahmedhodzic kom honum loks í netið. Sheffield United have turned it around! 😲They LEAD against Luton Town 💥 pic.twitter.com/tV10K8fr8v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Afar óheppilegt mark fyrir Luton eftir að hafa varist svo vel. Heppnin átti þó eftir að vera með þeim í liði þegar Sheffield United setti boltann tvisvar í eigið net með stuttu millibili. Jack Robinson varð fyrri til þegar hann reyndi að hreinsa hornspyrnu Luton burt en skallaði boltann aftur fyrir sig í eigið mark. Anis Ben Slimane gerði svo slíkt hið sama þegar hann reyndi að sparka fyrirgjöf Luton burt. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 2-3 sigur Luton Town. Another own-goal and Luton lead 3-2! 🤯 pic.twitter.com/j7ezqZ5fHV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Bournemouth vann samtímis öruggan 3-0 sigur gegn Fulham. Alex Scott stórkostlegan sprett upp völlinn rétt fyrir hálfleik, sólaði sig framhjá þremur varnarmönnum, lagði boltann svo til hliðar á Justin Kluivert sem kom heimamönnum marki yfir. Dominic Solanke hélt svo áfram að bæta við markareikning sinn þegar hann skoraði örugglega úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Hann er nú kominn með átta mörk í síðustu sjö deildarleikjum, alls tólf á tímabilinu. Luis Sinisterra skoraði svo þriðja mark Bournemouth og innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. 12 Premier League goals for Dominic Solanke this season ♨️ pic.twitter.com/fVAPVDLRPT— B/R Football (@brfootball) December 26, 2023 Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Luton byrjaði leikinn vel og tóku snemma forystuna með góðu marki frá Alfie Doughty. Sheffield United svaraði mótlætinu vel, leikmenn stigu vel upp undir lok hálfleiksins og tóku völdin í leiknum. Þeir voru óheppnir að jafna ekki áður en gengið var til búningsherbergja, en gerðu það svo á 61. mínútu. James McAtee gaf fastan bolta fyrir sem skoppaði af varnarmanni fyrir fætur Oliver McBurnie sem kom honum yfir línuna. Örskömmu síðar gaf McBurnie boltann svo sjálfur fyrir markið á varamanninn Max Lowe sem skaut í varnarmann. James McAtee og Nathan Archer skutu sínum skotum svo báðir í varnarmann líka áður en Anel Ahmedhodzic kom honum loks í netið. Sheffield United have turned it around! 😲They LEAD against Luton Town 💥 pic.twitter.com/tV10K8fr8v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Afar óheppilegt mark fyrir Luton eftir að hafa varist svo vel. Heppnin átti þó eftir að vera með þeim í liði þegar Sheffield United setti boltann tvisvar í eigið net með stuttu millibili. Jack Robinson varð fyrri til þegar hann reyndi að hreinsa hornspyrnu Luton burt en skallaði boltann aftur fyrir sig í eigið mark. Anis Ben Slimane gerði svo slíkt hið sama þegar hann reyndi að sparka fyrirgjöf Luton burt. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 2-3 sigur Luton Town. Another own-goal and Luton lead 3-2! 🤯 pic.twitter.com/j7ezqZ5fHV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Bournemouth vann samtímis öruggan 3-0 sigur gegn Fulham. Alex Scott stórkostlegan sprett upp völlinn rétt fyrir hálfleik, sólaði sig framhjá þremur varnarmönnum, lagði boltann svo til hliðar á Justin Kluivert sem kom heimamönnum marki yfir. Dominic Solanke hélt svo áfram að bæta við markareikning sinn þegar hann skoraði örugglega úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Hann er nú kominn með átta mörk í síðustu sjö deildarleikjum, alls tólf á tímabilinu. Luis Sinisterra skoraði svo þriðja mark Bournemouth og innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. 12 Premier League goals for Dominic Solanke this season ♨️ pic.twitter.com/fVAPVDLRPT— B/R Football (@brfootball) December 26, 2023
Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira