Gary Neville, fyrrum leikmaður liðsins og sérfræðingur Sky Sports, var afar óánægður með tímasetningu tilkynningarinnar og sagði félagið vera sjálfu sér til skammar. Hann óskaði Ratcliffe þó alls hins besta og vonar eins og aðrir stuðningsmenn liðsins að hann komi félaginu á réttan kjöl.
Manchester United 2023 has been a disgrace to the end. The timing of this is truly awful and no functioning organisation would even think about it. Anyway all the very best to Jim Radcliffe and I hope he can somehow work out a way to get the club right again and back to being…
— Gary Neville (@GNev2) December 24, 2023
„Manchester United hefur verið sér til skammar árið 2023, frá upphafi til enda. Tímasetningin á þessu er hrikaleg og ekkert vel rekið félag myndi einu sinni hugsa um að gera þetta.“
Stuðningsmannaklúbbur Manchester United gaf svo frá sér yfirlýsingu þar sem látið var í ljós blendnar tilfinningar um kaupin, þá sérstaklega í ljósi þess að Glazer fjölskyldan er ekki alveg horfin á brott og heldur ennþá stórum hlut í félaginu. Þeir segja þar að mörgum spurningum sé enn ósvarað um framtíð félagsins.