Enski boltinn

Ratcliffe klárar kaupin og tekur yfir rekstur fé­lagsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sir Jim Ratcliffe, stjórnarformaður INEOS og nýjasti hluteigandi Manchester United.
Sir Jim Ratcliffe, stjórnarformaður INEOS og nýjasti hluteigandi Manchester United. Photo by Bryn Lennon/Getty Images)

Manchester United hefur staðfest sölu á 25% hlut í félaginu. Jim Ratcliffe mun taka yfir rekstur félagsins og hefur skuldbundið sig í 300$ milljóna fjárfestingu. 

Kaupverðið er um 1.250 milljónir punda, rúmir 216 milljarðar íslenskra króna. Manchester United tilkynnti kaupin á heimasíðu sinni rétt í þessu. 

Ratcliffe hefur gengið frá kaupum á 25% af B-hlutabréfum og hefur leyfilegan kaupauka á 25% af A-hlutabréfum. Kaupin eru háð samþykki ensku úrvalsdeildarinnar, sem tekur að venju um 6-8 vikur í málaferlum. 

Sir Jim Ratcliffe sagði í tilkynningu félagsins: 

„Sem heimamaður og stuðningsmaður félagsins er ég mjög ánægður að hafa gengið frá kaupunum. Fjárhagur félagsins hefur alltaf gert því kleift að berjast um alla titla en við sjáum enn frekari möguleika til árangurs.

Við horfum til framtíðar og sjáum tækifærin og vinnuna sem þarf að leggja í félagið... Markmið okkar er skýrt: Við viljum öll sjá Manchester United aftur þar sem það á heima, á toppi enska, evrópska og heimsfótboltans.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×