Enski boltinn

Tapað oftar hingað til en allt síðasta tíma­bil

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Það gæti hitnað verulega undir stjórasæti Erik Ten Hag fari lið hans ekki að skora á næstunni.
Það gæti hitnað verulega undir stjórasæti Erik Ten Hag fari lið hans ekki að skora á næstunni. Visionhaus/Getty Images

Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er tímabils. Liðið tapaði þrettánda leik sínum á tímabilinu gegn West Ham í gærkvöldi og nú þegar tímabilið er rétt tæplega hálfnað hefur liðið tapað jafn oft og það gerði í 62 leikjum allt tímabilið 2022–23. 

Manchester United hefur spilað 26 leiki í öllum keppnum á tímabilinu og tapað helming þeirra. Þeir eru dottnir úr leik í Meistaradeildinni, FA bikarnum, deildarbikarnum og hafa dregist verulega aftur úr í ensku úrvalsdeildinni. 

Liðið hefur skorað 18 mörk í 18 deildarleikjum alls og mistekist að skora í 7 þeirra. Þeir hafa ekki skorað núna fjóra leiki í röð, tæpar sjö klukkustundir inni á vellinum, en það er í fyrsta sinn síðan 1992 sem það gerist. 

Aðeins einu sinni áður hefur Manchester United tapað jafnmörgum leikjum fyrir jól, það gerðist árið 1930, á tímabili sem liðið endaði í neðsta sæti efstu deildar. 

Paul Scholes tjáði sig um vandræði liðsins eftir leik. Hann sagði leikmenn skorta sjálfstraust fram á við og undraði sig á þjálfunaraðferðum Erik Ten Hag. 

Manchester United gefst tækifæri til að rétta úr gengi sínu þegar þeir heimsækja Aston Villa á annan í jólum, 26. desember kl. 16:00.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×