Arnór var á mála hjá rússneska félaginu síðan 2018 en samningur hans var leystur upp tímabundið í kjölfar stríðsins sem hófst milli Rússlands og Úkraínu á síðasta ári. Hann fór þá til Venezia á Ítalíu og þaðan til Blackburn Rovers.
Löngu var orðið ljóst að Arnór myndi ekki snúa aftur til Rússlands, samningur hans átti að renna út næsta sumar, á sama tíma og lánssamningur hans við Blackburn hefði endað.
Blackburn Rovers tilkynnti svo varanlegan samning Arnórs á samfélagsmiðlum í dag.
✍️ #SiggySigns@arnorsigurdsson | #Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/KsDGzntNhe
— Blackburn Rovers (@Rovers) December 22, 2023
Arnór hefur spilað vel með Blackburn Rovers á tímabilinu og vakið mikla lukku hjá stuðningsmönnum félagsins. Hann skoraði fyrsta markið fyrir félagið eftir aðeins tíu mínútna leik í frumraun sinni og hefur alls skorað fimm mörk í sextán leikjum fyrir félagið í öllum keppnum.
Hann verður í eldlínunni þegar Blackburn mætir mætir Watford á morgun, laugardag klukkan 15:00.