Samningsaðilar samstíga eftir fyrsta fundinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2023 12:55 Breið sátt er meðal samningsaðila um að ná samningum hratt og örugglega. Vísir/Ívar Fannar Fyrsti fundur nýrrar breiðfylkingar langflestra félaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Samningsaðilar segja mikla samstöðu um að ná samningum, sem stuðla að hjöðnun verðbólgu, hratt og vel. Ný breiðfylking, með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins, fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn í þessari kjarasamningslotu. Markmið er að gera nýja langtímasamninga og hafa stéttarfélögin lýst því yfir að þau séu með hóflegar kröfur. „Ég er mjög vongóð. Hér hefur teiknast upp mjög sterkt bandalag ólíkra félaga innan Alþýðusambandsins,“ segir Sólveig Anna jónsdóttir formaður Eflingar. „Við ætlum að byggja á módeli lífskjarasamningsins, við ætlum að fara fram með kröfu um krónutöluhækkanir, við ætlum að krefjast þess að stjórnvöld axli ábyrgð gagnvart vinnandi fólki og komi að borðinu. Ef þetta gengur allt eftir, sem ég trúi að muni gera, getum við hratt og örugglega undirritað kjarasamninga á nýju ári.“ „Það þurfa allir að koma að þessu verkefni ef vel á að takast til. Ef við náum þeim árangri sem við stefnum að þá gæti þetta orðið sögulegur samningur. Það er kannski of snemmt að segja til um það á þessu stigi en við erum að hugsa stórt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að gjaldskrár borgarinnar sem snúa að barnafjölskyldum hækki ekki um meira en 3,5 prósent náist samningar. Sólveig Anna segist ekki hafa heyrt frá öðrum stjórnvöldum en kallar eftir því að önnur sveitarfélög og ríki fylgi í fótspor borgarinnar. „Ég held að á þessum tímapunkti sjái allir hag sinn í því, sama hvað þeim finnst um hin ýmsu önnur mál, að koma hér saman og sameinast í þessu verkefni, að ná hratt og örugglega niður vöxtum og verðbólgu.“ Fundur hófst rétt fyrir klukkan tíu og lauk um ellefu. Boðað hefur verið til annars fundar 28. desember. „Þetta var í raun mjög mikilvægur fundur þar sem við fundum mikla samstöðu meðal allra við borðið um að vinna að því verkefni að ná langtímakjarasamningum, sem geta minnkað verðbólgu og þar með stuðlað að því að vextir lækki,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál ASÍ Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Söguleg breiðfylking stefnir að því að keyra niður vexti og verðbólgu Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári. 21. desember 2023 18:31 Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27 Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Ný breiðfylking, með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins, fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn í þessari kjarasamningslotu. Markmið er að gera nýja langtímasamninga og hafa stéttarfélögin lýst því yfir að þau séu með hóflegar kröfur. „Ég er mjög vongóð. Hér hefur teiknast upp mjög sterkt bandalag ólíkra félaga innan Alþýðusambandsins,“ segir Sólveig Anna jónsdóttir formaður Eflingar. „Við ætlum að byggja á módeli lífskjarasamningsins, við ætlum að fara fram með kröfu um krónutöluhækkanir, við ætlum að krefjast þess að stjórnvöld axli ábyrgð gagnvart vinnandi fólki og komi að borðinu. Ef þetta gengur allt eftir, sem ég trúi að muni gera, getum við hratt og örugglega undirritað kjarasamninga á nýju ári.“ „Það þurfa allir að koma að þessu verkefni ef vel á að takast til. Ef við náum þeim árangri sem við stefnum að þá gæti þetta orðið sögulegur samningur. Það er kannski of snemmt að segja til um það á þessu stigi en við erum að hugsa stórt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Reykjavíkurborg hefur tekið ákvörðun um að gjaldskrár borgarinnar sem snúa að barnafjölskyldum hækki ekki um meira en 3,5 prósent náist samningar. Sólveig Anna segist ekki hafa heyrt frá öðrum stjórnvöldum en kallar eftir því að önnur sveitarfélög og ríki fylgi í fótspor borgarinnar. „Ég held að á þessum tímapunkti sjái allir hag sinn í því, sama hvað þeim finnst um hin ýmsu önnur mál, að koma hér saman og sameinast í þessu verkefni, að ná hratt og örugglega niður vöxtum og verðbólgu.“ Fundur hófst rétt fyrir klukkan tíu og lauk um ellefu. Boðað hefur verið til annars fundar 28. desember. „Þetta var í raun mjög mikilvægur fundur þar sem við fundum mikla samstöðu meðal allra við borðið um að vinna að því verkefni að ná langtímakjarasamningum, sem geta minnkað verðbólgu og þar með stuðlað að því að vextir lækki,“ sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál ASÍ Atvinnurekendur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Söguleg breiðfylking stefnir að því að keyra niður vexti og verðbólgu Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári. 21. desember 2023 18:31 Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27 Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Söguleg breiðfylking stefnir að því að keyra niður vexti og verðbólgu Ný breiðfylking með um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins hefur sameinast um kröfur og markmið í nýjum kjarasamningum til þriggja ára. Formaður Eflingar segir stefnt að hóflegum launahækkunum til að keyra niður vexti og verðbólgu hratt og örugglega. Ef allt gangi að óskum verði hægt að ganga frá tímamóta samningum snemma á næsta ári. 21. desember 2023 18:31
Gleðilegt að verðbólga virðist hjaðna fyrr en spáð var Verðbólga er minni í desember en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir og mælist nú 7,7 prósent samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Hagfræðingur Landsbankans segir gleðiefni að verðbólgan virðist vera að hjaðna hraðar en spáð hafði verið. 21. desember 2023 11:27
Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. 20. desember 2023 11:54