Dómurinn í gær var að FIFA og UEFA væru í órétti að banna félögum að ganga til liðs við nýja knattspyrnudeildir eins og Ofurdeild Evrópu.
Evrópsk félög hafa keppst við að fordæma Ofurdeildina síðan en á Spáni vilja stórliðin tvö að hún verði að veruleika.
Í kjölfarið dómsins í gær komu fram í dagsljósið ný plön um nýja útgáfu af Ofurdeildinni þar sem lið færast á milli þriggja deilda og ný félög eiga líka möguleika á því að komast þangað inn. Real Madrid setti saman kynningarmyndband á nýju deildinni.
Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint Germain, leyfði sér að skjóta á Florentino Perez, forseta Real Madrid. Ástæðan er ræða Perez um Ofurdeildina á miðlum Real Madrid.
Perez lofaði Ofurdeildina en tók upp myndbandið af sér fyrir framan alla Meistaradeildarbikarana sem Real Madrid hefur unnið í gegnum tíðina.
„Það er skrýtið að tala um Ofurdeildina með alla Meistaradeildarbikarana á bak við þig,“ skrifaði Nasser Al-Khelaifi og benti á hræsni forseta Real.
Real Madrid hefur aldrei látið af baráttu sinni fyrir Ofurdeildinni og það þrátt fyrir að félagið sé það sigursælasta í sögu Meistaradeildar UEFA.