UEFA og FIFA í órétti gegn Ofurdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 10:30 Mörg af stærstu félögum Evrópu vildu stofna Ofurdeild Evrópu árið 2021. Getty/Visionhaus Evrópudómstóllinn hefur tekið fyrir baráttuaðferðir Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, gegn þeim sem reyna að stofna nýjar knattspyrnukeppnir eins og hina umdeildu Ofurdeild Evrópu. Evrópska ofurdeildin virðist hafa lögin með sér í liði því Evrópudómstóllinn úrskurðaði að FIFA og UEFA hafi brotið lög með því að hóta því að refsa leikmönnum og félögum sem gengu til liðs við Ofurdeildina. Bakjarlar Ofurdeildarinnar leituðu réttar síns og þrátt fyrir mótlæti í byrjun virðast þeir nú hafa fagnað sigri í þessu máli. Úrskurður Evrópudómstólsins er að UEFA og FIFA séu að misnota sterka stöðu sína með slíkum hótunum. Uefa and Fifa rules banning clubs joining breakaway competitions like the European Super League are unlawful, the European Court of Justice has ruled.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) December 21, 2023 Áður hafði dómstóll komist að því að stóru knattspyrnusamböndin væru að fylgja evrópskum lögum með því að verja stöðu sína og þessi nýi úrskurður er því áfall fyrir knattspyrnuforystuna. Vorið 2021 ætluðu nokkur af stærstu fótboltafélögum Evrópu að stofna nýja ofurdeild og hætta í staðinn að taka þátt í Meistaradeild Evrópu. Hörð viðbrögð voru við þessum fréttum ekki síst frá knattspyrnuforystunni sjálfri. Upphaflega ætluðu Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Internazionela, AC Milan, Juventus, Atlético Madrid, Barcelona, og Real Madrid að stofna Ofurdeildina. Á endanum drógu flest félögin sig út úr Ofurdeildinni nema spænsku félögin Barcelona, og Real Madrid sem stóðu ein eftir. Þessi úrskurður segir ekkert um það hvort Ofurdeildin verði samþykkt eða ekki heldur aðeins um það að UEFA og FIFA hafi verið í órétti með að segja það nýjar keppnir þurfi sérstakt leyfi frá þeim. Bakjarlar Ofurdeildarinnar fagna aftur á móti sigri, segjast hafa unnið sér réttinn til að vera til og að fótboltinn sé nú frjáls og laus undan einokun UEFA. Þetta er einn sigur en það er þó langt í það enn þá að Ofurdeildin verði að veruleika. "There are still some very significant hurdles for people who want to set up a European Super League to overcome"Kaveh Solhekol on the prospect of a future European Super League pic.twitter.com/FikuILMFSU— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 21, 2023 UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Evrópska ofurdeildin virðist hafa lögin með sér í liði því Evrópudómstóllinn úrskurðaði að FIFA og UEFA hafi brotið lög með því að hóta því að refsa leikmönnum og félögum sem gengu til liðs við Ofurdeildina. Bakjarlar Ofurdeildarinnar leituðu réttar síns og þrátt fyrir mótlæti í byrjun virðast þeir nú hafa fagnað sigri í þessu máli. Úrskurður Evrópudómstólsins er að UEFA og FIFA séu að misnota sterka stöðu sína með slíkum hótunum. Uefa and Fifa rules banning clubs joining breakaway competitions like the European Super League are unlawful, the European Court of Justice has ruled.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) December 21, 2023 Áður hafði dómstóll komist að því að stóru knattspyrnusamböndin væru að fylgja evrópskum lögum með því að verja stöðu sína og þessi nýi úrskurður er því áfall fyrir knattspyrnuforystuna. Vorið 2021 ætluðu nokkur af stærstu fótboltafélögum Evrópu að stofna nýja ofurdeild og hætta í staðinn að taka þátt í Meistaradeild Evrópu. Hörð viðbrögð voru við þessum fréttum ekki síst frá knattspyrnuforystunni sjálfri. Upphaflega ætluðu Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Internazionela, AC Milan, Juventus, Atlético Madrid, Barcelona, og Real Madrid að stofna Ofurdeildina. Á endanum drógu flest félögin sig út úr Ofurdeildinni nema spænsku félögin Barcelona, og Real Madrid sem stóðu ein eftir. Þessi úrskurður segir ekkert um það hvort Ofurdeildin verði samþykkt eða ekki heldur aðeins um það að UEFA og FIFA hafi verið í órétti með að segja það nýjar keppnir þurfi sérstakt leyfi frá þeim. Bakjarlar Ofurdeildarinnar fagna aftur á móti sigri, segjast hafa unnið sér réttinn til að vera til og að fótboltinn sé nú frjáls og laus undan einokun UEFA. Þetta er einn sigur en það er þó langt í það enn þá að Ofurdeildin verði að veruleika. "There are still some very significant hurdles for people who want to set up a European Super League to overcome"Kaveh Solhekol on the prospect of a future European Super League pic.twitter.com/FikuILMFSU— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 21, 2023
UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira