Færir sig nær kærustunni: Ekki í sama lið en í sömu borg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2023 13:00 Kristie Mewis var mætt til London þegar Sam Kerr tryggði Chelsea enska bikarinn á Wembley í fyrra. Getty/John Walton Bandaríska landsliðskonan Kristie Mewis er sögð vera að skipta yfir í enska úrvalsdeildarfélagið West Ham og verða þar með nýr liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur. The Athletic er meðal þeirra miðla sem greina frá því að Mewis verði fyrsti leikmaðurinn sem West Ham tryggir sér nú þegar janúarglugginn opnar. Mewis er 32 ára gömul og hefur spilað í bandarísku deildinni nær alla tíð. Hún fór þó á láni til Bayern München á 2015-16 tímabilinu en það er hennar eina reynsla af evrópska félagsliðaboltanum. Dagný er frá keppni á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni og það væri því mjög gott fyrir West Ham liðið að fá svona öflugan liðstyrk inn á miðjuna. USWNT's Kristie Mewis will be leaving #NWSL Champions Gotham FC and is set to join West Ham in January according to @itsmeglinehan. pic.twitter.com/fiKjJMTyuS— Attacking Third (@AttackingThird) December 20, 2023 Mewis lék með NJ/NY Gotham FC í ár og varð bandarískur meistari með liðinu á dögunum. Mewis missti af hluta tímabilsins vegna bæði meiðsla og heimsmeistaramótsins í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en hún lagði upp markið sem kom Gotham liðinu í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn. Það fylgir líka sögunni að Mewis færir sig nú mun nær kærustunni sem er ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr. Kristie og Sam tilkynntu á dögunum um trúlofun sína en þær hafa hingað til spilað með liðum í sitthvorri álfunni. Kerr í Englandi og Ástralíu en Mewis í Bandaríkjunum. Nú munu þær spila í sömu borginni því Kerr er leikmaður Chelsea sem er auðvitað líka í London eins og West Ham. Í nýlegu viðtali var kærustuparið að leita sér að nýrri íbúð í London en hvort hún verði í Chelsea hverfinu eða West Ham hverfinu eða jafnvel allt annars staðar verður að koma í ljós. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Enski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
The Athletic er meðal þeirra miðla sem greina frá því að Mewis verði fyrsti leikmaðurinn sem West Ham tryggir sér nú þegar janúarglugginn opnar. Mewis er 32 ára gömul og hefur spilað í bandarísku deildinni nær alla tíð. Hún fór þó á láni til Bayern München á 2015-16 tímabilinu en það er hennar eina reynsla af evrópska félagsliðaboltanum. Dagný er frá keppni á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni og það væri því mjög gott fyrir West Ham liðið að fá svona öflugan liðstyrk inn á miðjuna. USWNT's Kristie Mewis will be leaving #NWSL Champions Gotham FC and is set to join West Ham in January according to @itsmeglinehan. pic.twitter.com/fiKjJMTyuS— Attacking Third (@AttackingThird) December 20, 2023 Mewis lék með NJ/NY Gotham FC í ár og varð bandarískur meistari með liðinu á dögunum. Mewis missti af hluta tímabilsins vegna bæði meiðsla og heimsmeistaramótsins í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en hún lagði upp markið sem kom Gotham liðinu í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn. Það fylgir líka sögunni að Mewis færir sig nú mun nær kærustunni sem er ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr. Kristie og Sam tilkynntu á dögunum um trúlofun sína en þær hafa hingað til spilað með liðum í sitthvorri álfunni. Kerr í Englandi og Ástralíu en Mewis í Bandaríkjunum. Nú munu þær spila í sömu borginni því Kerr er leikmaður Chelsea sem er auðvitað líka í London eins og West Ham. Í nýlegu viðtali var kærustuparið að leita sér að nýrri íbúð í London en hvort hún verði í Chelsea hverfinu eða West Ham hverfinu eða jafnvel allt annars staðar verður að koma í ljós. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports)
Enski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira