„Þetta er nú bara svona á hverju ári“ Aron Guðmundsson skrifar 21. desember 2023 08:00 Árið hefur fært systkinunum Orra Steini og Emelíu stór tækifæri á sínum leikmannaferlum. Þá hefur faðir þeirra, þjálfarinn Óskar Hrafn, fengið stórt verkefni í Noregi í hendurnar. Vísir/Samsett mynd Það má með sanni segja að Orri Steinn Óskarsson hafi tekið stór skref á sínum fótboltaferli ár árinu sem nú er að líða. Eftir að hafa verið sendur á láni til liðs í næst efstu deild Danmerkur í upphafi árs þá sneri Orri Steinn til baka þaðan í lið FC Kaupmannahafnar, meira reiðubúinn en áður til þess að láta til sín taka. Hann hefur verið viðloðandi aðallið félagsins undanfarna mánuði og gert sig gildandi og hafa frammistaða hans gert það að verkum að á árinu lék hann sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Íslands hönd. „Árið var mjög langt. Það var mikið að gerast, margir leikir. Ég byrja náttúrulega árið á láni í næstefstu deild hjá Sönderjyske. Var þar fram á sumarið og þá var maður einhvern veginn bara að einbeita sér að því að verða betri leikmaður og vera klár fyrir FC Kaupmannahöfn eftir sumarið. Síðan var maður ekkert viss hvort maður væri klár í það en eftir að ég sneri aftur til félagsins snerist þetta bara um að ég gripi mín tækifæri. Myndi halda áfram að bæta mig meira. Ég sýndi í mörgum leikjum að ég gæti spilað með í Meistaradeildinni og spilað stóra rullu í dönsku úrvalsdeildinni. Ég var mjög ánægður með það. Ég er bara mjög ánægður með skrefin sem ég tók með FC Kaupmannahöfn á árinu. Það sama hef ég að segja um skrefin með landsliðinu. Það voru mjög skemmtilegir tímar sem ég upplifði á því sviði, mikill heiður.“ Orri var ekki sá eini úr fjölskyldu sinni sem tók stór skref á sínum ferli á árinu. Systir hans, hin 17 ára gamla Emelía, samdi við Danmerkurmeistara HB Köge núna undir lok árs eftir að hafa látið til sín taka með Kristianstad í Svíþjóð. Þá fékk faðir þeirra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, stórt tækifæri og spennandi verkefni í hendurnar er hann var ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Enn fremur stýrði Óskar liðið Breiðabliks, fyrst allra íslenskra karlaliða í riðlakeppni í Evrópu. Þar tók liðið þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er nú bara svona á hverju ári. Maður er bara farinn að venjast þessu,“ segir Orri og hlær aðspurður um afrek fjölskyldunnar á árinu sem er að líða. „Emelía er alltaf geggjuð. Pabbi alltaf að gera eitthvað geggjað. Þau eru öll geggjuð. Ég er mjög stoltur af þeim.“ Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Í beinni: Milan - Fiorentina | Geta blandað sér í Meistaradeildarbaráttu Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Sjá meira
Hann hefur verið viðloðandi aðallið félagsins undanfarna mánuði og gert sig gildandi og hafa frammistaða hans gert það að verkum að á árinu lék hann sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Íslands hönd. „Árið var mjög langt. Það var mikið að gerast, margir leikir. Ég byrja náttúrulega árið á láni í næstefstu deild hjá Sönderjyske. Var þar fram á sumarið og þá var maður einhvern veginn bara að einbeita sér að því að verða betri leikmaður og vera klár fyrir FC Kaupmannahöfn eftir sumarið. Síðan var maður ekkert viss hvort maður væri klár í það en eftir að ég sneri aftur til félagsins snerist þetta bara um að ég gripi mín tækifæri. Myndi halda áfram að bæta mig meira. Ég sýndi í mörgum leikjum að ég gæti spilað með í Meistaradeildinni og spilað stóra rullu í dönsku úrvalsdeildinni. Ég var mjög ánægður með það. Ég er bara mjög ánægður með skrefin sem ég tók með FC Kaupmannahöfn á árinu. Það sama hef ég að segja um skrefin með landsliðinu. Það voru mjög skemmtilegir tímar sem ég upplifði á því sviði, mikill heiður.“ Orri var ekki sá eini úr fjölskyldu sinni sem tók stór skref á sínum ferli á árinu. Systir hans, hin 17 ára gamla Emelía, samdi við Danmerkurmeistara HB Köge núna undir lok árs eftir að hafa látið til sín taka með Kristianstad í Svíþjóð. Þá fékk faðir þeirra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, stórt tækifæri og spennandi verkefni í hendurnar er hann var ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Enn fremur stýrði Óskar liðið Breiðabliks, fyrst allra íslenskra karlaliða í riðlakeppni í Evrópu. Þar tók liðið þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er nú bara svona á hverju ári. Maður er bara farinn að venjast þessu,“ segir Orri og hlær aðspurður um afrek fjölskyldunnar á árinu sem er að líða. „Emelía er alltaf geggjuð. Pabbi alltaf að gera eitthvað geggjað. Þau eru öll geggjuð. Ég er mjög stoltur af þeim.“
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Í beinni: Milan - Fiorentina | Geta blandað sér í Meistaradeildarbaráttu Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Sjá meira