Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2023 15:27 Svanhildur Hólm Valsdóttir er spennt fyrir nýju hlutverki. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. Bandaríkin eiga eftir að fallast á tillögu utanríkisráðherra um skipunina sem telja má líklegt að verði samþykkt. Hún segir um tímabundna skipun að ræða samkvæmt breytingu á lögum um utanríkisþjónustu sem var gerð árið 2020. Skipunin sé að hámarki til fimm ára og ekki með möguleika á framlengingu. Með þeim fyrirvara að allt gangi upp segist Svanhildur spennt og upp með sér. „Ég er náttúrulega mjög spennt fyrir þessu. Þetta er ótrúlegur heiður að fá að starfa fyrir Ísland. Þetta snýst um það að gæta hagsmuna Íslands erlendis. Leggja sitt af mörkum,“ segir Svanhildur. Hún tekur við embættinu af Bergdísi Ellertsdóttur sem hefur gegnt því frá árinu 2019 þegar Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét af störfum. Löngum hefur verið talað um sendiráðsstöðuna í Bandaríkjunum sem eftirsóttasta starfið í utanríkisþjónustunni. Svanhildur á vaktinni á verðlaunaafhendingu hjá Samtón árið 2019.Ásta Kristjánsdóttir Hún leggur áherslu á að um þjónustustarf sé að ræða. Það felist í utanríkisþjónustu að aðstoða borgara landsins sem þurfi á liðveislu sendiráðsins að halda. Sömuleiðis að styðja við íslenskt atvinnulíf. Þá sé það hlutverk sendiherra að styðja við íslenska menningu á erlendri grundu og efla menntasamstarf milli ríkjanna. Þá gegni sendiráðið mikilvægu hlutverki á sviði varnar- og öryggismála. Svanhildur ásamt eiginmanni sínum Loga Bergmann og góðum vinum á 200. sýningunni af Níu líf í Borgarleikhúsinu á dögunum.Owen Fiene Svanhildur tekur til starfa í utanríkisráðuneytinu í vor og heldur svo vestur um haf í ágúst samþykki Bandaríkin tillögu Bjarna. Skipun Bjarna á Svanhildi er eitt fyrsta verk hans í embætti utanríkisráðherra en hann tók við embættinu þegar þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir höfðu stólaskipti um miðjan október. Svanhildur var í átta ár aðstoðarmaður Bjarna frá árinu 2012 til 2020. Bjarni og Svanhildur á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fyrra.Vísir/Vilhelm Svanhildur á að baki langan feril í fjölmiðlum þar sem hún starfaði bæði í Kastljósi á RÚV og Íslandi í dag á Stöð 2. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2009 og síðar MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún tók við sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Hún er gift Loga Bergmanni Eiðssyni fjölmiðlamanni sem starfar í dag hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Utanríkismál Sendiráð Íslands Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Kanónur létu sjá sig á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins Fjöldi Sjálfstæðismanna mætti á Flokksráðsfund flokksins sem fram fór um helgina. Flokksráðið er æðsta stofnun flokksins utan landsfunda, en í því eiga sæti rúmlega sex hundruð fulltrúar. 29. ágúst 2023 17:00 Leiðréttir uppskrift að súpunni frægu: Ekki 120 grömm hvítlauk heldur 15 Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hefur fundið sig knúna til þess að leiðrétta uppskrift að Davíkursúpunni frægu sem birt var opinberlega um helgina. Upphafleg uppskrift hljóðaði upp á áttfalt meiri hvítlauk en æskilegt er. 16. ágúst 2023 20:35 Var orðin vön kvíðanum sem fylgdi Undanfarin ár hefur fjölgað verulega í hópi fullorðinna sem greindir eru með ADHD og nú bíða á annað þúsund eftir þjónustu ADHD geðheilsuteymis heilsugæslunnar. 26. október 2022 12:00 Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Bandaríkin eiga eftir að fallast á tillögu utanríkisráðherra um skipunina sem telja má líklegt að verði samþykkt. Hún segir um tímabundna skipun að ræða samkvæmt breytingu á lögum um utanríkisþjónustu sem var gerð árið 2020. Skipunin sé að hámarki til fimm ára og ekki með möguleika á framlengingu. Með þeim fyrirvara að allt gangi upp segist Svanhildur spennt og upp með sér. „Ég er náttúrulega mjög spennt fyrir þessu. Þetta er ótrúlegur heiður að fá að starfa fyrir Ísland. Þetta snýst um það að gæta hagsmuna Íslands erlendis. Leggja sitt af mörkum,“ segir Svanhildur. Hún tekur við embættinu af Bergdísi Ellertsdóttur sem hefur gegnt því frá árinu 2019 þegar Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét af störfum. Löngum hefur verið talað um sendiráðsstöðuna í Bandaríkjunum sem eftirsóttasta starfið í utanríkisþjónustunni. Svanhildur á vaktinni á verðlaunaafhendingu hjá Samtón árið 2019.Ásta Kristjánsdóttir Hún leggur áherslu á að um þjónustustarf sé að ræða. Það felist í utanríkisþjónustu að aðstoða borgara landsins sem þurfi á liðveislu sendiráðsins að halda. Sömuleiðis að styðja við íslenskt atvinnulíf. Þá sé það hlutverk sendiherra að styðja við íslenska menningu á erlendri grundu og efla menntasamstarf milli ríkjanna. Þá gegni sendiráðið mikilvægu hlutverki á sviði varnar- og öryggismála. Svanhildur ásamt eiginmanni sínum Loga Bergmann og góðum vinum á 200. sýningunni af Níu líf í Borgarleikhúsinu á dögunum.Owen Fiene Svanhildur tekur til starfa í utanríkisráðuneytinu í vor og heldur svo vestur um haf í ágúst samþykki Bandaríkin tillögu Bjarna. Skipun Bjarna á Svanhildi er eitt fyrsta verk hans í embætti utanríkisráðherra en hann tók við embættinu þegar þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir höfðu stólaskipti um miðjan október. Svanhildur var í átta ár aðstoðarmaður Bjarna frá árinu 2012 til 2020. Bjarni og Svanhildur á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í fyrra.Vísir/Vilhelm Svanhildur á að baki langan feril í fjölmiðlum þar sem hún starfaði bæði í Kastljósi á RÚV og Íslandi í dag á Stöð 2. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2009 og síðar MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún tók við sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins árið 2009. Hún er gift Loga Bergmanni Eiðssyni fjölmiðlamanni sem starfar í dag hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Utanríkismál Sendiráð Íslands Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Kanónur létu sjá sig á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins Fjöldi Sjálfstæðismanna mætti á Flokksráðsfund flokksins sem fram fór um helgina. Flokksráðið er æðsta stofnun flokksins utan landsfunda, en í því eiga sæti rúmlega sex hundruð fulltrúar. 29. ágúst 2023 17:00 Leiðréttir uppskrift að súpunni frægu: Ekki 120 grömm hvítlauk heldur 15 Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hefur fundið sig knúna til þess að leiðrétta uppskrift að Davíkursúpunni frægu sem birt var opinberlega um helgina. Upphafleg uppskrift hljóðaði upp á áttfalt meiri hvítlauk en æskilegt er. 16. ágúst 2023 20:35 Var orðin vön kvíðanum sem fylgdi Undanfarin ár hefur fjölgað verulega í hópi fullorðinna sem greindir eru með ADHD og nú bíða á annað þúsund eftir þjónustu ADHD geðheilsuteymis heilsugæslunnar. 26. október 2022 12:00 Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Kanónur létu sjá sig á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins Fjöldi Sjálfstæðismanna mætti á Flokksráðsfund flokksins sem fram fór um helgina. Flokksráðið er æðsta stofnun flokksins utan landsfunda, en í því eiga sæti rúmlega sex hundruð fulltrúar. 29. ágúst 2023 17:00
Leiðréttir uppskrift að súpunni frægu: Ekki 120 grömm hvítlauk heldur 15 Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, hefur fundið sig knúna til þess að leiðrétta uppskrift að Davíkursúpunni frægu sem birt var opinberlega um helgina. Upphafleg uppskrift hljóðaði upp á áttfalt meiri hvítlauk en æskilegt er. 16. ágúst 2023 20:35
Var orðin vön kvíðanum sem fylgdi Undanfarin ár hefur fjölgað verulega í hópi fullorðinna sem greindir eru með ADHD og nú bíða á annað þúsund eftir þjónustu ADHD geðheilsuteymis heilsugæslunnar. 26. október 2022 12:00
Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01