Kveður skjáinn eftir áralangt starf Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 22:30 Ian Wright hefur verið einn þekktasti sérfræðingurinn í umræðu um enska boltann síðustu árin. Vísir/Getty Ian Wright fyrrum framherji Arsenal og enska landsliðsins hefur verið sérfræðingur í þætti BBC um enska boltann síðan árið 2002. Hann kveður hins vegar skjáinn í vor að tímabili loknu. Wright kom fyrst fram í Match of the day árið 1997 þegar hann var ennþá leikmaður en fékk fast starf sem sérfræðingur árið 2002. Hann hætti störfum árið 2008 en sneri aftur árið 2015 og hefur verið við störf síðan þá. Þátturinn er einn sá langlífasti í bresku sjónvarpi en þar er fjallað um enska boltann og farið yfir atvik hverrar umferðar á laugardagskvöldum. It has been an absolute pleasure and privilege to work alongside you, Ian. One of my favourite people on the planet. Farewell my friend. https://t.co/jR1mjRujkb— Gary Lineker (@GaryLineker) December 17, 2023 Wright segir að ákvörðunin um að hætta hafi verið í bígerð í nokkurn tíma og hafi verið auðveldari eftir að hann fagnaði sextugsafmæli sínu í síðasta mánuði. „Það er kominn tími til að gera eitthvað annað á laugardögum. Eftir að hafa fyrst komið fram í þættinum árið 1997 og eftir svo ótrúlega mörg eftirminnileg ár þá er kominn tími til að ég hætti í Match of the day,“ sagði Wright þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Wright hefur meðal annars komið fram ásamt syni sínum Shaun Wright-Philips en þeir voru þá fyrstu feðgarnir til að koma fram í þættinum saman. Watching this clip of Ian Wright making his Match of the Day debut back in 1997 is so pure. I think, regardless of club allegiances, he s one of, if not the most widely loved ex-pro working in the media today. pic.twitter.com/cL2aX8POVu— HLTCO (@HLTCO) December 17, 2023 „Allir sem þekkja mína sögu vita hvers mikið þessi þáttur hefur þýtt fyrir mig síðan ég var ungur strákur. Match of the day er minn heilagi kaleikur. Í fyrsta þættinum þá sagði ég við stjórnandann Des Lynam að þetta væri mitt Graceland.“ Wright lék lengst af á sínum ferli með Arsenal og skoraði alls 185 mörk fyrir félagið. Hann vann ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, deildabikarinn og evrópukeppni bikarhafa með félaginu. Þá lék hann 33 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim níu mörk. Eftir að ferlinum lauk hefur hann orðið einn þekktasti sérfræðingurinn í umræðu um enska boltann en hann hefur fjallað bæði um karla- og kvennadeildirnar í Englandi. Þá hefur hann einnig komið fram í þáttum BBC þar sem hann greindi frá ofbeldisfullri æsku sinni. Enski boltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Körfubolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjá meira
Wright kom fyrst fram í Match of the day árið 1997 þegar hann var ennþá leikmaður en fékk fast starf sem sérfræðingur árið 2002. Hann hætti störfum árið 2008 en sneri aftur árið 2015 og hefur verið við störf síðan þá. Þátturinn er einn sá langlífasti í bresku sjónvarpi en þar er fjallað um enska boltann og farið yfir atvik hverrar umferðar á laugardagskvöldum. It has been an absolute pleasure and privilege to work alongside you, Ian. One of my favourite people on the planet. Farewell my friend. https://t.co/jR1mjRujkb— Gary Lineker (@GaryLineker) December 17, 2023 Wright segir að ákvörðunin um að hætta hafi verið í bígerð í nokkurn tíma og hafi verið auðveldari eftir að hann fagnaði sextugsafmæli sínu í síðasta mánuði. „Það er kominn tími til að gera eitthvað annað á laugardögum. Eftir að hafa fyrst komið fram í þættinum árið 1997 og eftir svo ótrúlega mörg eftirminnileg ár þá er kominn tími til að ég hætti í Match of the day,“ sagði Wright þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Wright hefur meðal annars komið fram ásamt syni sínum Shaun Wright-Philips en þeir voru þá fyrstu feðgarnir til að koma fram í þættinum saman. Watching this clip of Ian Wright making his Match of the Day debut back in 1997 is so pure. I think, regardless of club allegiances, he s one of, if not the most widely loved ex-pro working in the media today. pic.twitter.com/cL2aX8POVu— HLTCO (@HLTCO) December 17, 2023 „Allir sem þekkja mína sögu vita hvers mikið þessi þáttur hefur þýtt fyrir mig síðan ég var ungur strákur. Match of the day er minn heilagi kaleikur. Í fyrsta þættinum þá sagði ég við stjórnandann Des Lynam að þetta væri mitt Graceland.“ Wright lék lengst af á sínum ferli með Arsenal og skoraði alls 185 mörk fyrir félagið. Hann vann ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, deildabikarinn og evrópukeppni bikarhafa með félaginu. Þá lék hann 33 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim níu mörk. Eftir að ferlinum lauk hefur hann orðið einn þekktasti sérfræðingurinn í umræðu um enska boltann en hann hefur fjallað bæði um karla- og kvennadeildirnar í Englandi. Þá hefur hann einnig komið fram í þáttum BBC þar sem hann greindi frá ofbeldisfullri æsku sinni.
Enski boltinn Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Í beinni: KR - Njarðvík | Halda gestirnir fluginu áfram? Körfubolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjá meira