Fótbolti

Kane skoraði tvö í öruggum sigri

Smári Jökull Jónsson skrifar
Harry Kane skorar hér annað marka sinna í kvöld.
Harry Kane skorar hér annað marka sinna í kvöld. Vísir/Getty

Bayern Munchen heldur sig í námunda við topplið Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni. Bayern vann í kvöld öruggan sigur á heimavelli gegn Stuttgart.

Fyrir leikinn í Munchen í kvöld var Leverkusen á toppnum með 39 stig en Bayern í þriðja sæti með 32 stig líkt og RB Leipzig. 

Það var ljóst strax í upphafi í hvað stefndi á Allianz leikvanginum. Harry Kane kom Bayern í 1-0 strax á 2. mínútu eftir sendingu Leroy Sane. Bayern kom síðan boltanum tvisvar í viðbót í fyrri hálfleiknum en í bæði skiptin voru mörkin dæmd af vegna rangstöðu, fyrst mark Kim Min-Jae og svo mark Thomas Muller.

Kane bætti hins vegar sínu öðru marki við á 55. mínútu, í þetta sinn eftir sendingu frá Kim Min-Jae. Kóreumanninum tókst síðan sjálfur að koma sér á markalistann þegar hann skoraði á 63. mínútu eftir sendingu Aleksandar Pavlovic.

Leikurinn fjaraði hægt og rólega út eftir þetta. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og Bayern fagnaði 3-0 sigri. Liðið er nú fjórum stigum á eftir Leverkusen þegar ein umferð er eftir fyrir vetrarhlé í þýsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×