Listaverk úr grjóti hjá múrarameistara á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2023 20:31 Aðalsteinn J. Maríusson múrarameistari og handverksmaður á Sauðárkróki í bílskúrnum við heimili sitt, sem er eins og ævintýraheimur að komast í. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ævintýri líkast að komast inn í einn af bílskúrnum á Sauðárkróki því þar er 85 ára múrarameistari með steinasafnið sitt og annað spennandi handverk, sem hann er að fást við á hverju degi. Það er ævintýraheimur að komast í bílskúrinn hjá Aðalsteini J. Maríussyni og sjá allt það fallega handverk sem hann er að vinna, ekki síst úr grjóti. Svo er allt svo snyrtilegt og fínt í bílskúrnum, steinunum raðað upp á hillurnar og öðru handverki komið haganlega fyrir. Aðalsteinn hefur starfað við múrverk í 57 ára en þegar aldurinn fór að segja til sín ákvað hann að finna sér eitthvað til að dunda við og þá komu steinarnir við sögu, saga þá, slípa og gera fína. „Jú, þetta er alltaf jafn gaman. Hér er engin tími, maður lítur aldrei á klukku eða þess háttar. Það er alltaf eitthvað sem bíður og tíminn, manni finnst tíminn líða stundum of hratt, maður hefur ekki við að klára eða ljúka ákveðnum verkefnum, það er svoleiðis,” segir Aðalsteinn. Aðalsteinn ásamt eiginkonu sinni, Engilráð M. Sigurðardóttir, sem stendur eins og klettur við hlið mannsins síns í öllum þeim verkefnum, sem hann er að vinna að. Hún sér til dæmis um öll tölvumál og þess háttar samskipti við viðskiptavini.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og litlu fánastangirnar hjá Aðalsteini rjúka út eins og heitar lummur. „Það er granít steinn í þessu og í rauninni helgur steinn, þetta er afgangur, sem kom úr kirkjugarðinum. Svo er ég með íslenska steina, blágrýti líka í stöngunum úr fjörunni. Fjörusteinarnir eru mitt uppáhald líka, blágrýtið, það er nóg til að góðum steinum hér í Skagafirði,” bætir hann við. Fánastangirnar hjá Aðalsteini eru mjög vinsælar enda mjög fallegar og vel gerðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er ekki hægt að kveðja Aðalstein án þess að fá að sjá steinaklukkurnar hans aðeins, þær eru mjög fallegar og vinsælar í gjafir. „Ég er meðal annars með blágrýti í því, stundum röndótt, sem er mjög skemmtilegt. Svo bara kippir maður klukkunni úr og setur batterí í,” segir Aðalsteinn og bætir við að allir séu velkomnir í bílskúrinn hans til að skoða steinana eða annað, sem hann er að fást við skúrnum sínum. Aðalsteinn er alla daga eitthvað að bardúsa í bílskúrnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Aðalsteins þar sem hægt er að skoða verkin hans og fleira Skagafjörður Handverk Menning Eldri borgarar Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Það er ævintýraheimur að komast í bílskúrinn hjá Aðalsteini J. Maríussyni og sjá allt það fallega handverk sem hann er að vinna, ekki síst úr grjóti. Svo er allt svo snyrtilegt og fínt í bílskúrnum, steinunum raðað upp á hillurnar og öðru handverki komið haganlega fyrir. Aðalsteinn hefur starfað við múrverk í 57 ára en þegar aldurinn fór að segja til sín ákvað hann að finna sér eitthvað til að dunda við og þá komu steinarnir við sögu, saga þá, slípa og gera fína. „Jú, þetta er alltaf jafn gaman. Hér er engin tími, maður lítur aldrei á klukku eða þess háttar. Það er alltaf eitthvað sem bíður og tíminn, manni finnst tíminn líða stundum of hratt, maður hefur ekki við að klára eða ljúka ákveðnum verkefnum, það er svoleiðis,” segir Aðalsteinn. Aðalsteinn ásamt eiginkonu sinni, Engilráð M. Sigurðardóttir, sem stendur eins og klettur við hlið mannsins síns í öllum þeim verkefnum, sem hann er að vinna að. Hún sér til dæmis um öll tölvumál og þess háttar samskipti við viðskiptavini.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og litlu fánastangirnar hjá Aðalsteini rjúka út eins og heitar lummur. „Það er granít steinn í þessu og í rauninni helgur steinn, þetta er afgangur, sem kom úr kirkjugarðinum. Svo er ég með íslenska steina, blágrýti líka í stöngunum úr fjörunni. Fjörusteinarnir eru mitt uppáhald líka, blágrýtið, það er nóg til að góðum steinum hér í Skagafirði,” bætir hann við. Fánastangirnar hjá Aðalsteini eru mjög vinsælar enda mjög fallegar og vel gerðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er ekki hægt að kveðja Aðalstein án þess að fá að sjá steinaklukkurnar hans aðeins, þær eru mjög fallegar og vinsælar í gjafir. „Ég er meðal annars með blágrýti í því, stundum röndótt, sem er mjög skemmtilegt. Svo bara kippir maður klukkunni úr og setur batterí í,” segir Aðalsteinn og bætir við að allir séu velkomnir í bílskúrinn hans til að skoða steinana eða annað, sem hann er að fást við skúrnum sínum. Aðalsteinn er alla daga eitthvað að bardúsa í bílskúrnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Aðalsteins þar sem hægt er að skoða verkin hans og fleira
Skagafjörður Handverk Menning Eldri borgarar Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira