Gefa jólagjafir til bágstaddra í minningu sonar síns Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. desember 2023 23:54 Foreldrar Hlyns Snæs sem lést aðeins sextán ára að aldri árið 2018. Vísir/Sigurjón Foreldrar Hlyns Snæs, sem lést aðeins sextán ára, ætla að gefa jólagjafir til Mæðrastyrksnefndar og annarra góðferðarfélaga í minningu sonar síns. Slík gjafmildi hefði verið í hans anda. Hlynur Snær Árnason lést árið 2018 og 2019 var stofnaður minningarsjóður til minningar um hann. Foreldrar Hlyns Snæs segja minningarsjóðinn hafa gefið sér mikið enda hafi þau getað styrkt mörg góð málefni í hans nafni. „Við sáum þessa umfjöllun hérna fyrir nokkrum dögum um að pakkasöfnin hafi farið svona dræmt af stað. Frænka mín fékk þá frábæru hugmynd að hekla húfur, sem eru appelsínugular að sjálfsögðu, fyrir minningarsjóðinn og okkur fannst þetta bara smellpassa,“ segir Árni Gunnar Ragnarsson faðir Hlyns Snæs. Það séu nú einu sinni jól og því væri kjörið að ágóðinn úr húfusölunni myndi koma pökkum undir tréið. Það væri í anda sonar þeirra og undir það tekur frænka Hlyns Snæs sem heklaði húfurnar. „ Þetta er svo í anda litla frænda, ég veit að hann yrði í fyrsta lagi svo spenntur að eiga svona húfu sjálfur af því hún er svo appelsínugul og þetta gefur mér svo mikla hlýju í hjartað að vita af því að þetta er að fara í gott málefni sem hann hefði viljað,“ segir Nína Guðrún Arnardóttir frænka Hlyns Snæs. Þau segja pakkasöfnunina vera í anda Hlyns. Hlynur Snær þekkti pakkasöfnunina vel. „Á hverju ári fékk hann að velja pakka sem var settur undir tréið, eitthvað sem hann langaði í. Hann var mjög spenntur fyrir því og gat ekki hugsað sér að það væru börn sem fengju ekki gjafir þannir þetta er í hans anda að gera þetta,“ segir Guðlaug Rún Gísladóttir móðir Hlyns Snæs. Árni segir son sinn hafa verið mikið jólabarn. „Hann elskaði jólin og hlakkaði alltaf mjög lengi til, varð spenntur strax í nóvember,“ segir hann og hlær. Guðlaug Rún segir Hlyn Snæ hafa verið afskaplega gjafmildan og góðan karakter. Eitt sitt hafi hann eignast Playstation 3 tölvu og hafi þá átt Playstation 2 fyrir og Hlynur Snær hafi þá ákveðið að gefa gömlu tölvuna ásamt leikjunum. „Hans krafa var semsagt sú að barnið eða fjölskyldan sem fengi tölvuna ætti ekki leikjatölvu fyrir og hún fór náttúrulega bara á stundinni,“ segir Guðlaug Rún en fjölskyldan ætlar að verlsa gjafir fyrir ágóðann á morgun og setja þær undir tréið í minningu Hlyns Snæs. Jól Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Hlynur Snær Árnason lést árið 2018 og 2019 var stofnaður minningarsjóður til minningar um hann. Foreldrar Hlyns Snæs segja minningarsjóðinn hafa gefið sér mikið enda hafi þau getað styrkt mörg góð málefni í hans nafni. „Við sáum þessa umfjöllun hérna fyrir nokkrum dögum um að pakkasöfnin hafi farið svona dræmt af stað. Frænka mín fékk þá frábæru hugmynd að hekla húfur, sem eru appelsínugular að sjálfsögðu, fyrir minningarsjóðinn og okkur fannst þetta bara smellpassa,“ segir Árni Gunnar Ragnarsson faðir Hlyns Snæs. Það séu nú einu sinni jól og því væri kjörið að ágóðinn úr húfusölunni myndi koma pökkum undir tréið. Það væri í anda sonar þeirra og undir það tekur frænka Hlyns Snæs sem heklaði húfurnar. „ Þetta er svo í anda litla frænda, ég veit að hann yrði í fyrsta lagi svo spenntur að eiga svona húfu sjálfur af því hún er svo appelsínugul og þetta gefur mér svo mikla hlýju í hjartað að vita af því að þetta er að fara í gott málefni sem hann hefði viljað,“ segir Nína Guðrún Arnardóttir frænka Hlyns Snæs. Þau segja pakkasöfnunina vera í anda Hlyns. Hlynur Snær þekkti pakkasöfnunina vel. „Á hverju ári fékk hann að velja pakka sem var settur undir tréið, eitthvað sem hann langaði í. Hann var mjög spenntur fyrir því og gat ekki hugsað sér að það væru börn sem fengju ekki gjafir þannir þetta er í hans anda að gera þetta,“ segir Guðlaug Rún Gísladóttir móðir Hlyns Snæs. Árni segir son sinn hafa verið mikið jólabarn. „Hann elskaði jólin og hlakkaði alltaf mjög lengi til, varð spenntur strax í nóvember,“ segir hann og hlær. Guðlaug Rún segir Hlyn Snæ hafa verið afskaplega gjafmildan og góðan karakter. Eitt sitt hafi hann eignast Playstation 3 tölvu og hafi þá átt Playstation 2 fyrir og Hlynur Snær hafi þá ákveðið að gefa gömlu tölvuna ásamt leikjunum. „Hans krafa var semsagt sú að barnið eða fjölskyldan sem fengi tölvuna ætti ekki leikjatölvu fyrir og hún fór náttúrulega bara á stundinni,“ segir Guðlaug Rún en fjölskyldan ætlar að verlsa gjafir fyrir ágóðann á morgun og setja þær undir tréið í minningu Hlyns Snæs.
Jól Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira