Þriðji leikur Barca í röð án sigurs 16. desember 2023 21:58 Raphinha leikmaður Barcelona í baráttunni í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Barcelona lék í kvöld þriðja leik sinn í röð án sigurs þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Valencia á útivelli. Barcelona tapaði um síðustu helgi fyrir spútnikliði Girona og svo einnig fyrir Royal Antwerp í Meistaradeildinni á vikunni. Lærisveinar Xavi vildu þess vegna koma sér aftur á beinu brautina og næla í nauðsynleg þrjú stig á Mestalla-leikvanginum. Leikurinn í dag var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en á 55. mínútu kom Joao Felix Barcelona í 1-0. Á 70. mínútu jafnaði hins vegar Hugo Guillamon metin fyrir Valencia og þar við sat. Barcelona var sterkari aðilinn í leiknum og fékk færi til að tryggja sér sigur en tókst það ekki. Barcelona er áfram í þriðja sæti La Liga. Liðið er fjórum stigum á eftir Real Madrid og sex sigum á eftir Girona sem bæði eiga leik til góða. Spænski boltinn
Barcelona lék í kvöld þriðja leik sinn í röð án sigurs þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Valencia á útivelli. Barcelona tapaði um síðustu helgi fyrir spútnikliði Girona og svo einnig fyrir Royal Antwerp í Meistaradeildinni á vikunni. Lærisveinar Xavi vildu þess vegna koma sér aftur á beinu brautina og næla í nauðsynleg þrjú stig á Mestalla-leikvanginum. Leikurinn í dag var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en á 55. mínútu kom Joao Felix Barcelona í 1-0. Á 70. mínútu jafnaði hins vegar Hugo Guillamon metin fyrir Valencia og þar við sat. Barcelona var sterkari aðilinn í leiknum og fékk færi til að tryggja sér sigur en tókst það ekki. Barcelona er áfram í þriðja sæti La Liga. Liðið er fjórum stigum á eftir Real Madrid og sex sigum á eftir Girona sem bæði eiga leik til góða.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti