Fótboltafélag fær sögulega refsingu: 141 stig tekið af því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 14:31 Velska fótboltaliðið Pontypridd United má ekki brjóta aftur af sér næsta eina og hálfa árið því þá verða öll þessi stig tekin af félaginu. Getty/Matthew Ashton Everton missti tíu stig á dögunum í ensku úrvalsdeildinni en hinum megin við landamærin í Wales er annað lið í miklu verri málum. Velska fótboltaliðið Pontypridd United er síbrotafélag og hefur fengið hörðustu refsingu sem um getur í fótboltanum. Félagið hefur nefnilega hvað eftir annað brotið reglur velska knattspyrnusambandsins. Welsh club Pontypridd United could face a point deduction pic.twitter.com/qSnWmIU99m— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 12, 2023 Velska félagið telst alls hafa brotið átján sinnum af sér þegar kemur að nota ólöglega leikmann og brjóta samninga leikmanna. Sjálfstæð nefnd fór yfir málið og komst að því að félagið hafi í raun verið brotlegt í öll átján skiptin. Pontypridd United hefur neitað öllum ásökunum en hefur nú verið refsað. Refsingin er sú að 141 stig verður tekið af liðinu. Það hafa þegar verið tekin sex stig af félaginu vegna brota en hin 135 stigin eru skilorðsbundin. Félagið má ekki brjóta frekar af sér til loka 2024-25 tímabilsins en annars verða öll þessi stig dregin af félaginu. Þetta er harðasta refsing af þessari gerð í sögunni en 30 stig hafa verið tekin í gegnum tíðina af liðum Luton Town, AC Milan, Fiorentina og Lazio. Pontypridd United mátti ekki við að missa þessi sex stig en eftir að þau fóru þá situr liðið í botnsæti velsku deildarinnar. Wales Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Velska fótboltaliðið Pontypridd United er síbrotafélag og hefur fengið hörðustu refsingu sem um getur í fótboltanum. Félagið hefur nefnilega hvað eftir annað brotið reglur velska knattspyrnusambandsins. Welsh club Pontypridd United could face a point deduction pic.twitter.com/qSnWmIU99m— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 12, 2023 Velska félagið telst alls hafa brotið átján sinnum af sér þegar kemur að nota ólöglega leikmann og brjóta samninga leikmanna. Sjálfstæð nefnd fór yfir málið og komst að því að félagið hafi í raun verið brotlegt í öll átján skiptin. Pontypridd United hefur neitað öllum ásökunum en hefur nú verið refsað. Refsingin er sú að 141 stig verður tekið af liðinu. Það hafa þegar verið tekin sex stig af félaginu vegna brota en hin 135 stigin eru skilorðsbundin. Félagið má ekki brjóta frekar af sér til loka 2024-25 tímabilsins en annars verða öll þessi stig dregin af félaginu. Þetta er harðasta refsing af þessari gerð í sögunni en 30 stig hafa verið tekin í gegnum tíðina af liðum Luton Town, AC Milan, Fiorentina og Lazio. Pontypridd United mátti ekki við að missa þessi sex stig en eftir að þau fóru þá situr liðið í botnsæti velsku deildarinnar.
Wales Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira