Stjórnarslit skárri kostur en orkuskortur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 21:31 Kristinn tekur í svipaðan streng um orkumálin og flokksbróðir sinn Jón Gunnarsson. Formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins segir að víkja þurfi með lögum öllu því úr vegi sem hindri eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Hann segir að kosti það stjórnarslit að leysa vandann, sé það gjaldið fyrir lausn hans. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi. Kristinn Karl Brynjarsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé með lífsins ólíkindum að á meðan hér renni til einskis þúsundir megawatta til sjávar dag hvern sé verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, viðraði í gær samskonar áhyggjur af stöðu orkumála hér á landi. Hann segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum. Orkuskorturinn mannanna verk Kristinn segir að á meðan orku sé skammtað til sjávarútvegsfyrirtækja og Orkubú Vestfjarða kaupi árlega olíu til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn hjali forsætisráðherra á ráðstefnu í Dúbæ um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. „Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga,“ skrifar Kristinn. Hann segir öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt sé að ráðast í á næstu misserum og árum, séu í besta falli draumar sem aldrei verði að veruleika við núverandi ástand. Ríkisstjórnin vilji ekki snerta boltann „Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum.“ Kristinn segir að enda eigi þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel sé hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim hafi verið komið á sínum tíma. Boltinn sé hjá Alþingi þar sem ríkisstjórnin vilji ekki sjá hann eða snerta. „Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna.“ Kristinn segir að það megi vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu fari Alþingi í þessa vegferð. Að menn fari að tala um það sé ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. „En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi. Kristinn Karl Brynjarsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé með lífsins ólíkindum að á meðan hér renni til einskis þúsundir megawatta til sjávar dag hvern sé verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, viðraði í gær samskonar áhyggjur af stöðu orkumála hér á landi. Hann segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum. Orkuskorturinn mannanna verk Kristinn segir að á meðan orku sé skammtað til sjávarútvegsfyrirtækja og Orkubú Vestfjarða kaupi árlega olíu til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn hjali forsætisráðherra á ráðstefnu í Dúbæ um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. „Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga,“ skrifar Kristinn. Hann segir öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt sé að ráðast í á næstu misserum og árum, séu í besta falli draumar sem aldrei verði að veruleika við núverandi ástand. Ríkisstjórnin vilji ekki snerta boltann „Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum.“ Kristinn segir að enda eigi þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel sé hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim hafi verið komið á sínum tíma. Boltinn sé hjá Alþingi þar sem ríkisstjórnin vilji ekki sjá hann eða snerta. „Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna.“ Kristinn segir að það megi vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu fari Alþingi í þessa vegferð. Að menn fari að tala um það sé ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. „En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira