Þrefaldir meistarar klófesta Emilíu sem færist nær bróður sínum Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2023 13:02 Emelía Óskarsdóttir hefur skrifað undir samning við dönsku meistarana í HB Köge. HB Köge Danska knattspyrnufélagið HB Köge, sem orðið hefur meistari þrjú síðustu ár í röð, hefur fengið til sín hina 17 ára gömlu Emelíu Óskarsdóttur. Emelía kemur til Köge frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún spilaði níu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Fyrri hluta tímabilsins var hún að láni hjá Selfossi og spilaði tíu leiki í Bestu deildinni hér á landi. Emelía er dóttir þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, sem nú er orðinn þjálfari Haugesund í Noregi, og systir Orra Steins sem leikur með FC Kaupmannahöfn. Innan við fimmtíu kílómetrar eru á milli Kaupmannahafnar og Köge. „Við höfum lengi fylgst með Emilíu og áður reynt að fá hana til HB Köge. En það hafa fleiri félög séð hvaða hæfileika hún hefur svo það tókst ekki í fyrstu tilraun. Við erum því þeim mun ánægðari með að þetta skyldi heppnast núna,“ sagði Kim Daugaard, þjálfari HB Köge, við heimasíðu félagsins. „Emelía er virkilega drífandi, bæði sem manneskja og með boltann fyrir framan sig, svo við hlökkum til að fá hana til félagsins,“ sagði Daugaard. Emelía er uppalin hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og lék sína fyrstu leiktíð í meistaraflokki aðeins 14 ára gömul, í Lengjudeildinni, árið 2020. Frá Gróttu fór Emelía til Ballerup-Skovlunde í Danmörku, og þaðan til Kristianstad í janúar 2022. „Ég er sannfærð um að það að semja við HB Köge er hárrétt skref fyrir mig og minn feril. Umhverfið hjá félaginu og umgjörðin í kringum kvennafótboltann er þannig að ég veit að ég fæ bestu aðstæður til að þróast sem leikmaður og líka sem manneskja. Ég hef þegar kynnst starfsfólkinu og leikmannahópnum og fengið mjög góðar móttökur, svo að núna hlakka ég bara mikið til þess að byrja og hefja nýtt ævintýri í HB Köge,“ sagði Emilía við heimasíðu félagsins. Emilía mætir til starfa 18. janúar, á fyrstu æfingu eftir jólafrí. Köge er sem stendur í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 13 umferðir, fjórum stigum á eftir Bröndby með þær Kristínu Dís Árnadóttur og nú Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur innanborðs. Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Í beinni: Plzen - Real Sociedad | Orri í Tékklandi Í beinni: Chelsea - Noah | Af örkinni á Brúna Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa Sjá meira
Emelía kemur til Köge frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún spilaði níu leiki í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Fyrri hluta tímabilsins var hún að láni hjá Selfossi og spilaði tíu leiki í Bestu deildinni hér á landi. Emelía er dóttir þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, sem nú er orðinn þjálfari Haugesund í Noregi, og systir Orra Steins sem leikur með FC Kaupmannahöfn. Innan við fimmtíu kílómetrar eru á milli Kaupmannahafnar og Köge. „Við höfum lengi fylgst með Emilíu og áður reynt að fá hana til HB Köge. En það hafa fleiri félög séð hvaða hæfileika hún hefur svo það tókst ekki í fyrstu tilraun. Við erum því þeim mun ánægðari með að þetta skyldi heppnast núna,“ sagði Kim Daugaard, þjálfari HB Köge, við heimasíðu félagsins. „Emelía er virkilega drífandi, bæði sem manneskja og með boltann fyrir framan sig, svo við hlökkum til að fá hana til félagsins,“ sagði Daugaard. Emelía er uppalin hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og lék sína fyrstu leiktíð í meistaraflokki aðeins 14 ára gömul, í Lengjudeildinni, árið 2020. Frá Gróttu fór Emelía til Ballerup-Skovlunde í Danmörku, og þaðan til Kristianstad í janúar 2022. „Ég er sannfærð um að það að semja við HB Köge er hárrétt skref fyrir mig og minn feril. Umhverfið hjá félaginu og umgjörðin í kringum kvennafótboltann er þannig að ég veit að ég fæ bestu aðstæður til að þróast sem leikmaður og líka sem manneskja. Ég hef þegar kynnst starfsfólkinu og leikmannahópnum og fengið mjög góðar móttökur, svo að núna hlakka ég bara mikið til þess að byrja og hefja nýtt ævintýri í HB Köge,“ sagði Emilía við heimasíðu félagsins. Emilía mætir til starfa 18. janúar, á fyrstu æfingu eftir jólafrí. Köge er sem stendur í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 13 umferðir, fjórum stigum á eftir Bröndby með þær Kristínu Dís Árnadóttur og nú Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur innanborðs.
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Í beinni: Plzen - Real Sociedad | Orri í Tékklandi Í beinni: Chelsea - Noah | Af örkinni á Brúna Ákvörðun þjálfarans að kalla Mbappé ekki inn í landsliðshópinn „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti