Segir að andrúmsloftið sé ekki eitrað í klefa Man. United eins og stundum áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2023 14:00 Scott McTominay og félagar í Manchester United töpuðu illa á moti Bournemouth á Old Trafford um helgina. Getty/Clive Brunskill Scott McTominay segir að hann og leikmenn Manchester United standi þétt að baki knattspyrnustjóra sínum Erik ten Hag en fram undan hjá liðinu er leikur upp og líf og dauða í Meistaradeildinni. United mætir Bayern München annað kvöld. Til að United menn komist áfram í sextán liða úrslitin þá þarf liðið að vinna Bayern á Old Trafford og á sama tíma þurfa FC Kaupmannahöfn og Galatasaray að gera jafntefli í hinum leik riðilsins. Fá lið hafa verið gagnrýnd jafnmikið og lið United á þessu tímabili. Liðið byrjaði helgina aðeins þremur stigum á eftir Manchester City en spilamennskan og slök frammistaða í Meistaradeildinni hefur kallað á hörð og mjög gagnrýnin viðbrögð í fjölmiðlum. "It's not just a case of - like with some of the other managers - where it's been a little bit toxic at times"Scott McTominay says the Man Utd players are "firmly behind" manager Erik ten Hag pic.twitter.com/HZVaPeqAv0— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 11, 2023 McTominay segir að andrúmsloftið í búningsklefanum hafi stundum verið eitrað undir stjórn fyrri knattspyrnustjóra en að svo sé það ekki núna. „Leikmennirnir bera ábyrgðina fyrst og fremst,“ sagði Scott McTominay á blaðamannafundi fyrir Bayern leikinn. United steinlá 3-0 á heimavelli á móti Bournemouth um helgina. „Við leikmennirnir gerum okkur alveg grein fyrir því hvar okkar ábyrgð liggur. Við höfum haft marga stórkostlega leikmenn og núna eru sterkir karakterar í klefanum,“ sagði McTominay. United náði ekki að fylgja eftir sigri á Chelsea í síðustu viku en þetta var líka fyrsti leikur liðsins eftir að Ten Hag var valinn stjóri mánaðarins. „Þetta er ekki eins og hjá fyrri knattspyrnustjórum þar sem andrúmsloftið hefur verið svolítið eitrað en núna stöndum við allir að baki stjóranum,“ sagði McTominay. „Ég hef talað um þetta í mörgum viðtölum og svona verður þetta áfram. Við erum líka með frábært þjálfarateymi. Stundum misskilja menn hvað menn eru að hugsa og hvað er sagt á bak við tjöldin,“ sagði McTominay. Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Til að United menn komist áfram í sextán liða úrslitin þá þarf liðið að vinna Bayern á Old Trafford og á sama tíma þurfa FC Kaupmannahöfn og Galatasaray að gera jafntefli í hinum leik riðilsins. Fá lið hafa verið gagnrýnd jafnmikið og lið United á þessu tímabili. Liðið byrjaði helgina aðeins þremur stigum á eftir Manchester City en spilamennskan og slök frammistaða í Meistaradeildinni hefur kallað á hörð og mjög gagnrýnin viðbrögð í fjölmiðlum. "It's not just a case of - like with some of the other managers - where it's been a little bit toxic at times"Scott McTominay says the Man Utd players are "firmly behind" manager Erik ten Hag pic.twitter.com/HZVaPeqAv0— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 11, 2023 McTominay segir að andrúmsloftið í búningsklefanum hafi stundum verið eitrað undir stjórn fyrri knattspyrnustjóra en að svo sé það ekki núna. „Leikmennirnir bera ábyrgðina fyrst og fremst,“ sagði Scott McTominay á blaðamannafundi fyrir Bayern leikinn. United steinlá 3-0 á heimavelli á móti Bournemouth um helgina. „Við leikmennirnir gerum okkur alveg grein fyrir því hvar okkar ábyrgð liggur. Við höfum haft marga stórkostlega leikmenn og núna eru sterkir karakterar í klefanum,“ sagði McTominay. United náði ekki að fylgja eftir sigri á Chelsea í síðustu viku en þetta var líka fyrsti leikur liðsins eftir að Ten Hag var valinn stjóri mánaðarins. „Þetta er ekki eins og hjá fyrri knattspyrnustjórum þar sem andrúmsloftið hefur verið svolítið eitrað en núna stöndum við allir að baki stjóranum,“ sagði McTominay. „Ég hef talað um þetta í mörgum viðtölum og svona verður þetta áfram. Við erum líka með frábært þjálfarateymi. Stundum misskilja menn hvað menn eru að hugsa og hvað er sagt á bak við tjöldin,“ sagði McTominay.
Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira