Sveitarstjórn vísar erindi um sameiningu til þorrablótsnefndar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2023 11:52 Lárus Heiðarsson oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Austurbrú/Vísir/Ívar Fannar Á fundi sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps í vikunni var umsögn innviðaráðuneytisins um að sveitarfélagið yrði fjárhagslega sjálfbærara yrði það sameinað með öðrum sveitarfélögum vísað til þorrablótsnefndar. Oddviti sveitarstjórnar segir umsögnina hjákátlega og sveitarstjórnin hafi því ákveðið að svara henni í hæðni. Í fundargerð sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá 5. desember segir að fram hafi farið síðari umræða um hvort hefja eigi viðræður um sameiningu sveitarfélagsins við nærliggjandi sveitarfélög. Fram kemur að einróma ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja ekki slíkar viðræður hafi verið tekin. „Í umsögn innviðaráðuneytis um lögbundna starfsemi í sveitarfélaginu kemst það helst að þeirri merkilegu niðurstöðu að þá fyrst væri sveitarfélagið fjárhagslega sjálfbært ef það sameinaðist öðrum. Niðurstaða sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps er að vísa umsögninni til efnislegrar meðferðar hjá þorrablótsnefndinni,“ segir í fundargerðinni. Sveitir ekki notið góðs af sameiningu Lárus Heiðarsson, oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps segir að farið sé með vitleysu í umsögn ráðuneytisins. Hann segir engan áhuga hjá íbúum fyrir sameiningu og því ekki í stöðunni að fara í sameiningarviðræður. Hvort sem er þyrftu íbúar að kjósa um sameiningu ef til þess kæmi. „Það er náttúrlega búið að vera að sameina sveitirnar í kring um Egilsstaði við Múlaþing og því er haldið fram í þessu bréfi að sveitarfélögin verði ekki fjárhagslega sjálfstæð fyrr en við sameinumst Múlaþingi,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir íbúa Fljótsdalshrepps ekki hafa séð að þær sveitir sem hafi sameinast Múlaþingi hafi notið góðs af því. Lárus segir skrítið að fólk í Reykjavík mæli með sameiningu sveitarfélagsins við Múlaþing þegar sveitin hafi sjálf horft upp á sameiningarnar og hvort þær hafi borið árangur. „Þannig að þetta er ofboðslega skrítið svar og okkur fannst bara rétt að vísa því til þorrablótsnefndar út af þessum vitleysum sem eru lagðar fram í þessu bréfi,“ segir Lárus. Hvað gæti þorrablótsnefndin haft um þetta að segja? „Ja, hún gerir örugglega bara grín að þessu. Fólki finnst þetta bara hjákátlegt að fá svona bréf frá ráðuneytinu. En þetta hefur ekkert með íbúa Múlaþings að gera, þetta er eingöngu svar okkar við svarbréfi frá ráðuneytinu.“ Kynlíf Fljótsdælinga veki áhuga ráðuneytis Innviðaráðuneytið birti í síðasta mánuði samantekt umsagna um lögbundna þjónustu fámennra sveitarfélaga á landinu á vef stjórnarráðsins. Þar kemst ráðuneytið svo að orði að íbúar í sveitarfélögunum geti tæpast fjölgað sér á náttúrulegan hátt. „Ekkert í sveitarstjórnarlögum fjallar um hlutverk sveitarfélaga í þá veru að fjölga íbúum á „náttúrulegan hátt“. Því verður ekki annað séð en að hér sé aðeins um að ræða sérstakan áhuga innviðaráðuneytisins á kynlífi Fljótsdælinga. Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps gleðst yfir þessu áhugamáli ráðuneytisins og er afar áhugasöm um áframhaldið,“ segir í fundargerðinni. „Við höfum verið að klóra okkur mikið í hausnum og líka verið að hugsa, hvað er þá að fjölga sér á ónáttúrulegan hátt?“ segir Lárus um málið. „Þetta er mjög skrítið og okkur finnst eiginlega bara talað niður til okkar.“ Sveitarstjórnarmál Byggðamál Fljótsdalshreppur Múlaþing Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Í fundargerð sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps frá 5. desember segir að fram hafi farið síðari umræða um hvort hefja eigi viðræður um sameiningu sveitarfélagsins við nærliggjandi sveitarfélög. Fram kemur að einróma ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja ekki slíkar viðræður hafi verið tekin. „Í umsögn innviðaráðuneytis um lögbundna starfsemi í sveitarfélaginu kemst það helst að þeirri merkilegu niðurstöðu að þá fyrst væri sveitarfélagið fjárhagslega sjálfbært ef það sameinaðist öðrum. Niðurstaða sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps er að vísa umsögninni til efnislegrar meðferðar hjá þorrablótsnefndinni,“ segir í fundargerðinni. Sveitir ekki notið góðs af sameiningu Lárus Heiðarsson, oddviti sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps segir að farið sé með vitleysu í umsögn ráðuneytisins. Hann segir engan áhuga hjá íbúum fyrir sameiningu og því ekki í stöðunni að fara í sameiningarviðræður. Hvort sem er þyrftu íbúar að kjósa um sameiningu ef til þess kæmi. „Það er náttúrlega búið að vera að sameina sveitirnar í kring um Egilsstaði við Múlaþing og því er haldið fram í þessu bréfi að sveitarfélögin verði ekki fjárhagslega sjálfstæð fyrr en við sameinumst Múlaþingi,“ segir Lárus í samtali við Vísi. Hann segir íbúa Fljótsdalshrepps ekki hafa séð að þær sveitir sem hafi sameinast Múlaþingi hafi notið góðs af því. Lárus segir skrítið að fólk í Reykjavík mæli með sameiningu sveitarfélagsins við Múlaþing þegar sveitin hafi sjálf horft upp á sameiningarnar og hvort þær hafi borið árangur. „Þannig að þetta er ofboðslega skrítið svar og okkur fannst bara rétt að vísa því til þorrablótsnefndar út af þessum vitleysum sem eru lagðar fram í þessu bréfi,“ segir Lárus. Hvað gæti þorrablótsnefndin haft um þetta að segja? „Ja, hún gerir örugglega bara grín að þessu. Fólki finnst þetta bara hjákátlegt að fá svona bréf frá ráðuneytinu. En þetta hefur ekkert með íbúa Múlaþings að gera, þetta er eingöngu svar okkar við svarbréfi frá ráðuneytinu.“ Kynlíf Fljótsdælinga veki áhuga ráðuneytis Innviðaráðuneytið birti í síðasta mánuði samantekt umsagna um lögbundna þjónustu fámennra sveitarfélaga á landinu á vef stjórnarráðsins. Þar kemst ráðuneytið svo að orði að íbúar í sveitarfélögunum geti tæpast fjölgað sér á náttúrulegan hátt. „Ekkert í sveitarstjórnarlögum fjallar um hlutverk sveitarfélaga í þá veru að fjölga íbúum á „náttúrulegan hátt“. Því verður ekki annað séð en að hér sé aðeins um að ræða sérstakan áhuga innviðaráðuneytisins á kynlífi Fljótsdælinga. Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps gleðst yfir þessu áhugamáli ráðuneytisins og er afar áhugasöm um áframhaldið,“ segir í fundargerðinni. „Við höfum verið að klóra okkur mikið í hausnum og líka verið að hugsa, hvað er þá að fjölga sér á ónáttúrulegan hátt?“ segir Lárus um málið. „Þetta er mjög skrítið og okkur finnst eiginlega bara talað niður til okkar.“
Sveitarstjórnarmál Byggðamál Fljótsdalshreppur Múlaþing Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira