Fótbolti

Sæ­var skoraði en Kol­beinn sá rautt í bikartapi Lyngby

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sævar Atli skoraði fyrir Lyngby í kvöld.
Sævar Atli skoraði fyrir Lyngby í kvöld. Vísir/Getty

Íslendingalið Lyngby mátti þola 3-2 tap er liðið heimsótti Fredericia í dönsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Sævar Atli Magnússon skoraði fyrir gestina, en Kolbeinn Finnsson sá rautt.

Heimamenn í Fredericia byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu sitt fyrsta mark á 19. mínútu áður en liðið tvöfaldaði forystuna sex mínútum síðar. Þriðja markið leit svo dagsins ljós á 40. mínútu og útlitið svart fyrir Íslendingalið Lyngby.

Sævar Atli Magnússon minnkaði þó muninn fyrir Lyngby á annarri mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan var því 3-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Kolbeinn Finnsson, sem byrjaði leikinn, var svo tekinn af velli eftir rétt rúmlega klukkutíma leik. Stuttu síðar nælda hann sér svo í sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Skömmu síðar skoraði Fredrik Gytkjær annað mark Lyng­by og sá til þess að mun­ur­inn er aðeins eitt mark fyr­ir síðari leik liðanna sem fer fram á heimavelli Lyng­by um kom­andi helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×