Umfjöllun og viðtöl: Álftanes - Haukar 90-67 | Þriðji sigur Álftnesinga í röð Andri Már Eggertsson skrifar 7. desember 2023 20:55 vísir/Anton Álftanes vann 23 stiga sigur gegn Haukum 90-67. Heimamenn voru með yfirhöndina allan leikinn og unnu sinn þriðja leik í röð. Heimamenn fóru gríðarlega vel af stað með Douglas Wilson fremstan í broddi fylkingar. Álftanes gerði fyrstu átta stigin og byrjaði afar vel. Wilson gerði sjö af fyrstu tíu stigum heimamanna og átti einnig skemmtileg tilþrif þar sem hann varði skot beint niður í gólfið. Álftanes var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 23-13. Osku Heinonen og Damier Pitts gerðu 11 af 13 stigum Hauka í fyrsta leikhluta. Haukar byrjuðu annan leikhluta betur en þann fyrsta. Gestirnir voru að spila vel á köflum og náðu að saxa niður forskot heimamanna. Haukar áttu betri svör við varnarleik heimamanna sem skilaði 23 stigum sem var tíu stigum meira en í fyrsta leikhluta. Staðan í hálfleik var 43-36. Síðari hálfleikur byrjaði nánast alveg eins og sá fyrri. Heimamenn gerðu fyrstu sjö stigin á meðan Haukar voru í vandræðum sóknarlega. Fyrsta karfa Hauka í seinni hálfleik kom eftir þrjár mínútur. Eftir að Haukar gerðu fimm stig í röð um miðjan þriðja leikhluta tók Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, leikhlé. Eftir leikhlé Kjartans var varnarleikur heimamanna frábær sem gerði það að verkum að gestirnir gerðu aðeins tvö stig á þremur mínútum á meðan gerði Álftanes tíu stig og komst 64-50 yfir. Damier Pitts endaði þriðja leikhluta á þriggja stiga körfu og minnkaði muninn niður í tíu stig fyrir fjórða leikhluta. Pitts byrjaði fjórða leikhluta eins og hann endaði þriðja með þriggja stiga körfu og staðan var 66-59. Þriggja stiga körfur Pitts slógu heimamenn ekki út af laginu og Álftanes vann að lokum afar sannfærandi sigur 90-67. Af hverju vann Álftanes? Álftanes var með góð tök á leiknum strax frá fyrstu mínútu þar sem heimamenn settu tóninn og gerðu fyrstu átta stigin. Haukar hótuðu endurkomu í fjórða leikhluta en Álftanes náði frábærum takti og kláraði leikinn á tveggja mínútna kafla þar sem liðið fór úr því að vera tíu stigum yfir í að vera nítján stigum yfir. Hverjir stóðu upp úr? Douglas Wilson var frábær í kvöld. Wilson gerði 19 stig og tók 13 fráköst. Hann átti einni tilþrif kvöldsins þegar að hann tróð yfir Daða Lár Jónsson. Dúi Þór Jónsson spilaði af vel í kvöld. Dúi var að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna og gerði 17 stig og gaf einnig 7 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Haukar voru í miklum vandræðum með hæðina hjá Álftanesi en heimamenn tóku 53 fráköst sem var 13 fráköstum meira en Haukar. Haukar hefðu þurft meira framlag frá Osku Heinonen sem var með 13 stig. Osku tók aðeins tíu skot sem var allt of lítið miðað við að hann var með 40 prósent skotnýtingu. Hvað gerist næst? Á mánudaginn mætast Álftanes og Fjölnir í VÍS-bikarnum klukkan 19:15. Grindavík og Haukar mætast einnig í bikarnum á mánudaginn klukkan 19:30. „Get ekki beðið þá um að stækka eða hoppa hærra“ Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tap kvöldsinsVísir/Anton Brink Máté Dalmay, þjálfari Hauka var afar svekktur eftir tap kvöldsins. „Gæðaleysi sóknarlega, allt of litlir varnarlega til að kljást við Douglas Wilson. Við vorum einnig með ömurlega skotnýtingu á móti frábærri skotnýtingu hjá Álftanesi sem að hafa ekki verið að skjóta vel í vetur,“ sagði Máté Dalmay í viðtali eftir leik. „Við vorum sjálfum okkur verstir. Osku Heinonen skrefar og ýtti Dino frá sér þegar hann hélt í hann og þetta fer í taugarnar á honum. Þetta voru barnarleg mistök þegar að við vorum að komast inn í leikinn og í kjölfarið á því misstum við trú og brotnuðum og þeir völtuðu yfir okkur á þriggja mínútna kafla.“ Máté var ekki að svekkja sig á því að hafa fengið á sig sautján sóknarfráköst enda lítið við því að gera þar sem liðinu vantar David Okeke og Breka Gylfason. „Ég held að tíu af þessum fráköstum hafi verið hjá Douglas eftir klikk hjá sjálfum sér. Ef við værum með fleiri hávaxna leikmenn þá væri þetta öðruvísi og ég hef ekkert út á baráttuna hjá strákunum að setja. Það vantaði David Okeke sem er 206 sentímetrar og það vantaði Breka sem er 202 sentímetrar. Hinir eru ungir eða litlir og ég get ekki beðið þá um að stækka eða hoppa hærra,“ sagði Máté Dalmay að lokum. Subway-deild karla UMF Álftanes Haukar
Álftanes vann 23 stiga sigur gegn Haukum 90-67. Heimamenn voru með yfirhöndina allan leikinn og unnu sinn þriðja leik í röð. Heimamenn fóru gríðarlega vel af stað með Douglas Wilson fremstan í broddi fylkingar. Álftanes gerði fyrstu átta stigin og byrjaði afar vel. Wilson gerði sjö af fyrstu tíu stigum heimamanna og átti einnig skemmtileg tilþrif þar sem hann varði skot beint niður í gólfið. Álftanes var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 23-13. Osku Heinonen og Damier Pitts gerðu 11 af 13 stigum Hauka í fyrsta leikhluta. Haukar byrjuðu annan leikhluta betur en þann fyrsta. Gestirnir voru að spila vel á köflum og náðu að saxa niður forskot heimamanna. Haukar áttu betri svör við varnarleik heimamanna sem skilaði 23 stigum sem var tíu stigum meira en í fyrsta leikhluta. Staðan í hálfleik var 43-36. Síðari hálfleikur byrjaði nánast alveg eins og sá fyrri. Heimamenn gerðu fyrstu sjö stigin á meðan Haukar voru í vandræðum sóknarlega. Fyrsta karfa Hauka í seinni hálfleik kom eftir þrjár mínútur. Eftir að Haukar gerðu fimm stig í röð um miðjan þriðja leikhluta tók Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, leikhlé. Eftir leikhlé Kjartans var varnarleikur heimamanna frábær sem gerði það að verkum að gestirnir gerðu aðeins tvö stig á þremur mínútum á meðan gerði Álftanes tíu stig og komst 64-50 yfir. Damier Pitts endaði þriðja leikhluta á þriggja stiga körfu og minnkaði muninn niður í tíu stig fyrir fjórða leikhluta. Pitts byrjaði fjórða leikhluta eins og hann endaði þriðja með þriggja stiga körfu og staðan var 66-59. Þriggja stiga körfur Pitts slógu heimamenn ekki út af laginu og Álftanes vann að lokum afar sannfærandi sigur 90-67. Af hverju vann Álftanes? Álftanes var með góð tök á leiknum strax frá fyrstu mínútu þar sem heimamenn settu tóninn og gerðu fyrstu átta stigin. Haukar hótuðu endurkomu í fjórða leikhluta en Álftanes náði frábærum takti og kláraði leikinn á tveggja mínútna kafla þar sem liðið fór úr því að vera tíu stigum yfir í að vera nítján stigum yfir. Hverjir stóðu upp úr? Douglas Wilson var frábær í kvöld. Wilson gerði 19 stig og tók 13 fráköst. Hann átti einni tilþrif kvöldsins þegar að hann tróð yfir Daða Lár Jónsson. Dúi Þór Jónsson spilaði af vel í kvöld. Dúi var að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna og gerði 17 stig og gaf einnig 7 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Haukar voru í miklum vandræðum með hæðina hjá Álftanesi en heimamenn tóku 53 fráköst sem var 13 fráköstum meira en Haukar. Haukar hefðu þurft meira framlag frá Osku Heinonen sem var með 13 stig. Osku tók aðeins tíu skot sem var allt of lítið miðað við að hann var með 40 prósent skotnýtingu. Hvað gerist næst? Á mánudaginn mætast Álftanes og Fjölnir í VÍS-bikarnum klukkan 19:15. Grindavík og Haukar mætast einnig í bikarnum á mánudaginn klukkan 19:30. „Get ekki beðið þá um að stækka eða hoppa hærra“ Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tap kvöldsinsVísir/Anton Brink Máté Dalmay, þjálfari Hauka var afar svekktur eftir tap kvöldsins. „Gæðaleysi sóknarlega, allt of litlir varnarlega til að kljást við Douglas Wilson. Við vorum einnig með ömurlega skotnýtingu á móti frábærri skotnýtingu hjá Álftanesi sem að hafa ekki verið að skjóta vel í vetur,“ sagði Máté Dalmay í viðtali eftir leik. „Við vorum sjálfum okkur verstir. Osku Heinonen skrefar og ýtti Dino frá sér þegar hann hélt í hann og þetta fer í taugarnar á honum. Þetta voru barnarleg mistök þegar að við vorum að komast inn í leikinn og í kjölfarið á því misstum við trú og brotnuðum og þeir völtuðu yfir okkur á þriggja mínútna kafla.“ Máté var ekki að svekkja sig á því að hafa fengið á sig sautján sóknarfráköst enda lítið við því að gera þar sem liðinu vantar David Okeke og Breka Gylfason. „Ég held að tíu af þessum fráköstum hafi verið hjá Douglas eftir klikk hjá sjálfum sér. Ef við værum með fleiri hávaxna leikmenn þá væri þetta öðruvísi og ég hef ekkert út á baráttuna hjá strákunum að setja. Það vantaði David Okeke sem er 206 sentímetrar og það vantaði Breka sem er 202 sentímetrar. Hinir eru ungir eða litlir og ég get ekki beðið þá um að stækka eða hoppa hærra,“ sagði Máté Dalmay að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum