Sancho mögulega víxlað til baka Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2023 14:00 Jadon Sancho hefur sáralítið fengið að spila með Manchester United á þessari leiktíð. EPA-EFE/Peter Powell Jadon Sancho gæti losnað úr útlegð sinni hjá Manchester United í janúar og orðið leikmaður þýska knattspyrnufélagsins Dortmund á nýjan leik. Þetta segir þýska blaðið Bild sem segir að svo gæti farið að Sancho fari til Dortmund og að Hollendingurinn Donyell Malen komi frá þýska félaginu til United í staðinn. Bild fullyrðir í dag að blaðið hafi heimildir fyrir því að þessi skipti séu til skoðunar. Sancho, sem er 23 ára gamall, spilaði við góðan orðstír með Dortmund á árunum 2017 og 2021 og vann sig inn í enska landsliðið. Hann gekk svo í raðir United fyrir 85 milljónir evra og skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2026. Gæti þurft að sætta sig við lægri laun Hins vegar hefur ekki gengið sem skyldi hjá Sancho í ensku úrvalsdeildinni og samband hans við knattspyrnustjórann Erik ten Hag súrnaði verulega snemma á þessari leiktíð, með ummælum Sancho um að hann væri stöðugt gerður að blóraböggli. Ummælum sem hann mun ekki hafa beðist afsökunar á og hefur Sancho verið bannað að æfa með aðalliði United, og borða mat með liðinu. Bild segir að Sancho vilji fara en þurfi mögulega að taka á sig launalækkun þar sem að laun hans séu um 14 milljónir evra á ári, eða hærri en hjá Niklas Süle sem sé launahæstur í Dortmund með 12 milljónir evra. Bild segir að Malen sé sömuleiðis mjög áhugasamur um að komast í ensku úrvalsdeildina og að þessi 24 ára gamli kantmaður hafi ráðið sér Maikel Stevens sem umboðsmann með það í huga. Umboðsskrifstofa Stevens, SEG, starfar meðal annars fyrir United-manninn Rasmus Höjlund og stjórann Erik ten Hag. United accelerate plans for clear-outhttps://t.co/SddIeqvKG1https://t.co/SddIeqvKG1— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 7, 2023 Fleiri leikmenn United gætu verið á förum í janúar en The Independent skrifar í dag að Sancho, Raphael Varane og Casemiro séu allir til sölu í janúar, og að til greina komi að selja aðra leikmenn einnig. Í grein The Independent segir að Harry Maguire og Scott McTominay hafi áður verið til sölu, og báðir verið nálægt því að vera seldir síðasta sumar, en að Ten Hag sé hrifinn af því hvernig þeim hafi tekist að vinna sig aftur inn í liðið og standa sig vel. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Þetta segir þýska blaðið Bild sem segir að svo gæti farið að Sancho fari til Dortmund og að Hollendingurinn Donyell Malen komi frá þýska félaginu til United í staðinn. Bild fullyrðir í dag að blaðið hafi heimildir fyrir því að þessi skipti séu til skoðunar. Sancho, sem er 23 ára gamall, spilaði við góðan orðstír með Dortmund á árunum 2017 og 2021 og vann sig inn í enska landsliðið. Hann gekk svo í raðir United fyrir 85 milljónir evra og skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2026. Gæti þurft að sætta sig við lægri laun Hins vegar hefur ekki gengið sem skyldi hjá Sancho í ensku úrvalsdeildinni og samband hans við knattspyrnustjórann Erik ten Hag súrnaði verulega snemma á þessari leiktíð, með ummælum Sancho um að hann væri stöðugt gerður að blóraböggli. Ummælum sem hann mun ekki hafa beðist afsökunar á og hefur Sancho verið bannað að æfa með aðalliði United, og borða mat með liðinu. Bild segir að Sancho vilji fara en þurfi mögulega að taka á sig launalækkun þar sem að laun hans séu um 14 milljónir evra á ári, eða hærri en hjá Niklas Süle sem sé launahæstur í Dortmund með 12 milljónir evra. Bild segir að Malen sé sömuleiðis mjög áhugasamur um að komast í ensku úrvalsdeildina og að þessi 24 ára gamli kantmaður hafi ráðið sér Maikel Stevens sem umboðsmann með það í huga. Umboðsskrifstofa Stevens, SEG, starfar meðal annars fyrir United-manninn Rasmus Höjlund og stjórann Erik ten Hag. United accelerate plans for clear-outhttps://t.co/SddIeqvKG1https://t.co/SddIeqvKG1— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 7, 2023 Fleiri leikmenn United gætu verið á förum í janúar en The Independent skrifar í dag að Sancho, Raphael Varane og Casemiro séu allir til sölu í janúar, og að til greina komi að selja aðra leikmenn einnig. Í grein The Independent segir að Harry Maguire og Scott McTominay hafi áður verið til sölu, og báðir verið nálægt því að vera seldir síðasta sumar, en að Ten Hag sé hrifinn af því hvernig þeim hafi tekist að vinna sig aftur inn í liðið og standa sig vel.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira