Enski boltinn

Stuðnings­maður Palace reyndi að grýta Hodgson

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roy Hodgson tók aftur við Crystal Palace í mars á þessu ári.
Roy Hodgson tók aftur við Crystal Palace í mars á þessu ári. getty/Sebastian Frej

Stuðningsmaður Crystal Palace kastaði hlut í átt að knattspyrnustjóra liðsins, Roy Hodgson, eftir tapið fyrir Bournemouth, 0-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Palace hefur aðeins unnið fjóra af fyrstu fimmtán leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í 14. sæti hennar.

Stemmningin er greinilega eitthvað súr á Selhurst Park, allavega miðað við uppákomu eftir leikinn í gær. Þar reyndi stuðningsmaður Palace að grýta hlut í hinn 76 ára Hodgson. Sjálfur tók hann ekki eftir þessu en skammaði samt stuðningsmönnum Palace eftir leikinn.

„Stuðningsmennirnir hafa verið dekraðir að undanförnu. Þetta var leiðinlegt kvöld fyrir okkur. Þetta var ekki frammistaða sem stuðningsmennirnir eða við vildum sjá,“ sagði Hodgson.

„Við spilum fyrir stuðningsmennina og eins og sakir standa erum við ekki að gera mikið fyrir þá. Við erum að reyna að breyta því. Stuðningsmennirnir hafa verið dekraðir og væntingarnar eru miklar. Þeir eru vanir að sjá okkur gera vel á heimavelli og ná góðum úrslitum sem okkur hefur ekki tekist í ár.“

Næsti leikur Palace er gegn Liverpool í hádeginu á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×