Kveikt í bílum eftir að liðið hans Pelé féll í fyrsta sinn í 111 ár Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2023 11:31 Santos er fallið niður um deild í fyrsta sinn í sögunni. Ricardo Moreira/Getty Images Brasilíska knattspyrnufélagið Santos, sem goðsögnin Pelé lék með nær allan sinn feril, féll í gær naumlega úr efstu deild, í fyrsta sinn í 111 ára sögu félagsins. Santos tapaði 2-1 á heimavelli gegn Fortaleza í lokaumferðinni í gær og endaði því í 17. sæti, aðeins einu stigi frá næsta örugga sæti, eftir að hafa mistekist að vinna í síðustu fimm leikjum tímabilsins. Þar með eru það aðeins Sao Paulo og Flamengo sem aldrei hafa fallið úr efstu deild Brasilíu. Santos endaði stigi á eftir Bahia, sem er í eigu City Football Group, en Bahia vann 4-1 sigur á Atletico Mineiro í lokaumferðinni. Vasco da Gama bjargaði sér einnig frá falli með 2-1 sigri á Bragantino. Útlitið var ágætt hjá Santos í seinni hálfleik þegar staðan var 1-1, og Vasco sömuleiðis að gera 1-1 jafntefli við Bragantino, en svo fór að gamla liðið þeirra Pele og Neymar féll eftir sigurmark Vasco á 82. mínútu og sigurmark Fortaleza í uppbótartíma. Afar svekkjandi niðurstaða og stuðningsmenn Santos leyndu ekki vonbrigðum sínum, og kveiktu meðal annars í bifreiðum fyrir utan leikvang liðsins. Santos have been relegated for the first time in their history, and their supporters are a tad upset. pic.twitter.com/bg1OwVjiDM— These Football Times (@thesefootytimes) December 7, 2023 Santos FC made famous by the late Pelé were relegated from Brazilian Serie A today for the first time in their 111-year history. The fans have not taken it especially well pic.twitter.com/KNQDwGCYKw— Tears at La Bombonera (@BomboneraTears) December 7, 2023 Á hinum enda töflunnar endaði Palmeiras á toppnum með 70 stig, tveimur stigum á undan Gremio, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Cruzeiro í lokaumferðinni. Endrick, sem er á leið til Real Madrid í sumar, skoraði mark Palmeiras í leiknum. PALMEIRAS ARE OF BRAZIL pic.twitter.com/UUJXu6HyM0— 433 (@433) December 7, 2023 Palmeiras varði þar með titilinn sinn og hefur orðið brasilískur meistari oftast allra liða eða tólf sinnum. Besta lið heims á sínum tíma Santos er fornfrægt lið og þá sérstaklega vegna þess að sjálfur Pelé heitinn spilaði með liðinu á sínum tíma, þegar hann var besti leikmaður heims. Liðið varð sex sinnum brasilískur meistari á sjötta áratug síðustu aldar og hefur alls unnið titilinn átta sinnum, næstoftast á eftir Palmeiras. Santos vann einnig Copa Libertadores, suður-amerísku meistaradeildina, árin 1962 og 1963, og sömu ár vann liðið álfukeppnina þar sem bestu lið Evrópu og Suður-Ameríku mættust. Brasilía Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Sjá meira
Santos tapaði 2-1 á heimavelli gegn Fortaleza í lokaumferðinni í gær og endaði því í 17. sæti, aðeins einu stigi frá næsta örugga sæti, eftir að hafa mistekist að vinna í síðustu fimm leikjum tímabilsins. Þar með eru það aðeins Sao Paulo og Flamengo sem aldrei hafa fallið úr efstu deild Brasilíu. Santos endaði stigi á eftir Bahia, sem er í eigu City Football Group, en Bahia vann 4-1 sigur á Atletico Mineiro í lokaumferðinni. Vasco da Gama bjargaði sér einnig frá falli með 2-1 sigri á Bragantino. Útlitið var ágætt hjá Santos í seinni hálfleik þegar staðan var 1-1, og Vasco sömuleiðis að gera 1-1 jafntefli við Bragantino, en svo fór að gamla liðið þeirra Pele og Neymar féll eftir sigurmark Vasco á 82. mínútu og sigurmark Fortaleza í uppbótartíma. Afar svekkjandi niðurstaða og stuðningsmenn Santos leyndu ekki vonbrigðum sínum, og kveiktu meðal annars í bifreiðum fyrir utan leikvang liðsins. Santos have been relegated for the first time in their history, and their supporters are a tad upset. pic.twitter.com/bg1OwVjiDM— These Football Times (@thesefootytimes) December 7, 2023 Santos FC made famous by the late Pelé were relegated from Brazilian Serie A today for the first time in their 111-year history. The fans have not taken it especially well pic.twitter.com/KNQDwGCYKw— Tears at La Bombonera (@BomboneraTears) December 7, 2023 Á hinum enda töflunnar endaði Palmeiras á toppnum með 70 stig, tveimur stigum á undan Gremio, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Cruzeiro í lokaumferðinni. Endrick, sem er á leið til Real Madrid í sumar, skoraði mark Palmeiras í leiknum. PALMEIRAS ARE OF BRAZIL pic.twitter.com/UUJXu6HyM0— 433 (@433) December 7, 2023 Palmeiras varði þar með titilinn sinn og hefur orðið brasilískur meistari oftast allra liða eða tólf sinnum. Besta lið heims á sínum tíma Santos er fornfrægt lið og þá sérstaklega vegna þess að sjálfur Pelé heitinn spilaði með liðinu á sínum tíma, þegar hann var besti leikmaður heims. Liðið varð sex sinnum brasilískur meistari á sjötta áratug síðustu aldar og hefur alls unnið titilinn átta sinnum, næstoftast á eftir Palmeiras. Santos vann einnig Copa Libertadores, suður-amerísku meistaradeildina, árin 1962 og 1963, og sömu ár vann liðið álfukeppnina þar sem bestu lið Evrópu og Suður-Ameríku mættust.
Brasilía Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Sjá meira