Kveikt í bílum eftir að liðið hans Pelé féll í fyrsta sinn í 111 ár Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2023 11:31 Santos er fallið niður um deild í fyrsta sinn í sögunni. Ricardo Moreira/Getty Images Brasilíska knattspyrnufélagið Santos, sem goðsögnin Pelé lék með nær allan sinn feril, féll í gær naumlega úr efstu deild, í fyrsta sinn í 111 ára sögu félagsins. Santos tapaði 2-1 á heimavelli gegn Fortaleza í lokaumferðinni í gær og endaði því í 17. sæti, aðeins einu stigi frá næsta örugga sæti, eftir að hafa mistekist að vinna í síðustu fimm leikjum tímabilsins. Þar með eru það aðeins Sao Paulo og Flamengo sem aldrei hafa fallið úr efstu deild Brasilíu. Santos endaði stigi á eftir Bahia, sem er í eigu City Football Group, en Bahia vann 4-1 sigur á Atletico Mineiro í lokaumferðinni. Vasco da Gama bjargaði sér einnig frá falli með 2-1 sigri á Bragantino. Útlitið var ágætt hjá Santos í seinni hálfleik þegar staðan var 1-1, og Vasco sömuleiðis að gera 1-1 jafntefli við Bragantino, en svo fór að gamla liðið þeirra Pele og Neymar féll eftir sigurmark Vasco á 82. mínútu og sigurmark Fortaleza í uppbótartíma. Afar svekkjandi niðurstaða og stuðningsmenn Santos leyndu ekki vonbrigðum sínum, og kveiktu meðal annars í bifreiðum fyrir utan leikvang liðsins. Santos have been relegated for the first time in their history, and their supporters are a tad upset. pic.twitter.com/bg1OwVjiDM— These Football Times (@thesefootytimes) December 7, 2023 Santos FC made famous by the late Pelé were relegated from Brazilian Serie A today for the first time in their 111-year history. The fans have not taken it especially well pic.twitter.com/KNQDwGCYKw— Tears at La Bombonera (@BomboneraTears) December 7, 2023 Á hinum enda töflunnar endaði Palmeiras á toppnum með 70 stig, tveimur stigum á undan Gremio, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Cruzeiro í lokaumferðinni. Endrick, sem er á leið til Real Madrid í sumar, skoraði mark Palmeiras í leiknum. PALMEIRAS ARE OF BRAZIL pic.twitter.com/UUJXu6HyM0— 433 (@433) December 7, 2023 Palmeiras varði þar með titilinn sinn og hefur orðið brasilískur meistari oftast allra liða eða tólf sinnum. Besta lið heims á sínum tíma Santos er fornfrægt lið og þá sérstaklega vegna þess að sjálfur Pelé heitinn spilaði með liðinu á sínum tíma, þegar hann var besti leikmaður heims. Liðið varð sex sinnum brasilískur meistari á sjötta áratug síðustu aldar og hefur alls unnið titilinn átta sinnum, næstoftast á eftir Palmeiras. Santos vann einnig Copa Libertadores, suður-amerísku meistaradeildina, árin 1962 og 1963, og sömu ár vann liðið álfukeppnina þar sem bestu lið Evrópu og Suður-Ameríku mættust. Brasilía Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Santos tapaði 2-1 á heimavelli gegn Fortaleza í lokaumferðinni í gær og endaði því í 17. sæti, aðeins einu stigi frá næsta örugga sæti, eftir að hafa mistekist að vinna í síðustu fimm leikjum tímabilsins. Þar með eru það aðeins Sao Paulo og Flamengo sem aldrei hafa fallið úr efstu deild Brasilíu. Santos endaði stigi á eftir Bahia, sem er í eigu City Football Group, en Bahia vann 4-1 sigur á Atletico Mineiro í lokaumferðinni. Vasco da Gama bjargaði sér einnig frá falli með 2-1 sigri á Bragantino. Útlitið var ágætt hjá Santos í seinni hálfleik þegar staðan var 1-1, og Vasco sömuleiðis að gera 1-1 jafntefli við Bragantino, en svo fór að gamla liðið þeirra Pele og Neymar féll eftir sigurmark Vasco á 82. mínútu og sigurmark Fortaleza í uppbótartíma. Afar svekkjandi niðurstaða og stuðningsmenn Santos leyndu ekki vonbrigðum sínum, og kveiktu meðal annars í bifreiðum fyrir utan leikvang liðsins. Santos have been relegated for the first time in their history, and their supporters are a tad upset. pic.twitter.com/bg1OwVjiDM— These Football Times (@thesefootytimes) December 7, 2023 Santos FC made famous by the late Pelé were relegated from Brazilian Serie A today for the first time in their 111-year history. The fans have not taken it especially well pic.twitter.com/KNQDwGCYKw— Tears at La Bombonera (@BomboneraTears) December 7, 2023 Á hinum enda töflunnar endaði Palmeiras á toppnum með 70 stig, tveimur stigum á undan Gremio, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Cruzeiro í lokaumferðinni. Endrick, sem er á leið til Real Madrid í sumar, skoraði mark Palmeiras í leiknum. PALMEIRAS ARE OF BRAZIL pic.twitter.com/UUJXu6HyM0— 433 (@433) December 7, 2023 Palmeiras varði þar með titilinn sinn og hefur orðið brasilískur meistari oftast allra liða eða tólf sinnum. Besta lið heims á sínum tíma Santos er fornfrægt lið og þá sérstaklega vegna þess að sjálfur Pelé heitinn spilaði með liðinu á sínum tíma, þegar hann var besti leikmaður heims. Liðið varð sex sinnum brasilískur meistari á sjötta áratug síðustu aldar og hefur alls unnið titilinn átta sinnum, næstoftast á eftir Palmeiras. Santos vann einnig Copa Libertadores, suður-amerísku meistaradeildina, árin 1962 og 1963, og sömu ár vann liðið álfukeppnina þar sem bestu lið Evrópu og Suður-Ameríku mættust.
Brasilía Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira