„Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2023 11:31 Jón Daði Böðvarsson hefur ekki spilað fyrir íslenska landsliðið í eitt ár og rúma átta mánuði Vísir/Daníel Þór Jón Daði Böðvarsson skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Bolton sló Harrogate Town út úr ensku bikarkeppninni um síðustu helgi. Jón Daði nýtti það vel að fá tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði mörkin sín á 9., 33. og 43. mínútu í leiknum en þetta voru þrjú fyrstu mörk Bolton í þessum 5-1 sigri. Stefán Árni Pálsson ræddi við Jón Daða. „Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem allt fór inn hjá manni. Ég náði upp alvöru sjálfstrausti frá fyrstu mínútu og þetta var virkilega skemmtilegt. Gaman að vera kominn áfram í næstu umferð í bikarnum,“ sagði Jón Daði. Tækifærin hafa verið nokkuð fá Hann hefur aftur á móti ekki verið að spila eins mikið og hann vildi. „Tækifærin hafa verið nokkuð fá og þá sérstaklega í deildinni. Ég hef ekki verið að byrja leiki þar og hef verið mikið að koma af bekknum. Ég hef verið að spila flest alla bikarleiki eins og er,“ sagði Jón Daði. „Ég held að það sé líka vegna þess að við erum að spila virkilega vel um þessar mundir. Við erum í efstu tveimur sætunum í deildinni (sem gefa sæti í B-deildinni) og það er erfitt að breyta byrjunarliðinu þegar liðið er að vinna hvern einasta leik,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað eru það vonbrigði að fá ekki að spila meira og þá sérstaklega í deildinni en engu að síður finnst mér ég vera með stórt hlutverk þrátt fyrir að vera á bekknum. Það er partur af því að vera í góðu liði og ná árangri. Það eru allir í þessu saman,“ sagði Jón Daði. Bolton er í öðru sæti C-deildarinnar þremur stigum á eftir toppliði Portsmouth. „Klúbburinn er búinn að ganga í gegnum mikið í gegnum tíðina. Þeir fóru alla leið niður í League 2 (D-deild) en eru búnir að vinna sig upp aftur eftir að hafa verið í smá veseni með eigendur og annað. Maður finnur fyrir því að það er mjög góður andi í klúbbnum og allt á uppleið,“ sagði Jón Daði. Of stór klúbbur til að vera í þessari deild „Maður finnur það líka að þetta er of stór klúbbur til að vera í þessari deild og þeir vilja ná árangri sem fyrst. Vilja fara upp á þessu tímabili og vonandi gengur það bara eftir,“ sagði Jón Daði. Jón var lengi lykilmaður í íslenska landsliðshópnum og fór með liðinu bæði á EM 2016 og HM 2018 en framherjinn hefur ekki leikið fyrir íslenska landsliðið síðan í mars 2022. „Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð, svo einfalt er það. Það er bara hans mat og ég hef ekki heyrt neitt eins og er sem er kannski alveg skiljanlegt. Það er ný kynslóð þarna og við viljum líka breyta til og ná árangri,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað vill maður vera partur af íslenska landsliðinu og íslensku þjóðinni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég ekki heyrt neitt,“ sagði Jón Daði en hann væri klár ef kallið kæmi. „Ég er alltaf klár,“ sagði Jón Daði en það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Jón Daði nýtti það vel að fá tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði mörkin sín á 9., 33. og 43. mínútu í leiknum en þetta voru þrjú fyrstu mörk Bolton í þessum 5-1 sigri. Stefán Árni Pálsson ræddi við Jón Daða. „Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem allt fór inn hjá manni. Ég náði upp alvöru sjálfstrausti frá fyrstu mínútu og þetta var virkilega skemmtilegt. Gaman að vera kominn áfram í næstu umferð í bikarnum,“ sagði Jón Daði. Tækifærin hafa verið nokkuð fá Hann hefur aftur á móti ekki verið að spila eins mikið og hann vildi. „Tækifærin hafa verið nokkuð fá og þá sérstaklega í deildinni. Ég hef ekki verið að byrja leiki þar og hef verið mikið að koma af bekknum. Ég hef verið að spila flest alla bikarleiki eins og er,“ sagði Jón Daði. „Ég held að það sé líka vegna þess að við erum að spila virkilega vel um þessar mundir. Við erum í efstu tveimur sætunum í deildinni (sem gefa sæti í B-deildinni) og það er erfitt að breyta byrjunarliðinu þegar liðið er að vinna hvern einasta leik,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað eru það vonbrigði að fá ekki að spila meira og þá sérstaklega í deildinni en engu að síður finnst mér ég vera með stórt hlutverk þrátt fyrir að vera á bekknum. Það er partur af því að vera í góðu liði og ná árangri. Það eru allir í þessu saman,“ sagði Jón Daði. Bolton er í öðru sæti C-deildarinnar þremur stigum á eftir toppliði Portsmouth. „Klúbburinn er búinn að ganga í gegnum mikið í gegnum tíðina. Þeir fóru alla leið niður í League 2 (D-deild) en eru búnir að vinna sig upp aftur eftir að hafa verið í smá veseni með eigendur og annað. Maður finnur fyrir því að það er mjög góður andi í klúbbnum og allt á uppleið,“ sagði Jón Daði. Of stór klúbbur til að vera í þessari deild „Maður finnur það líka að þetta er of stór klúbbur til að vera í þessari deild og þeir vilja ná árangri sem fyrst. Vilja fara upp á þessu tímabili og vonandi gengur það bara eftir,“ sagði Jón Daði. Jón var lengi lykilmaður í íslenska landsliðshópnum og fór með liðinu bæði á EM 2016 og HM 2018 en framherjinn hefur ekki leikið fyrir íslenska landsliðið síðan í mars 2022. „Ég hef ekki fengið nein símtöl eða skilaboð, svo einfalt er það. Það er bara hans mat og ég hef ekki heyrt neitt eins og er sem er kannski alveg skiljanlegt. Það er ný kynslóð þarna og við viljum líka breyta til og ná árangri,“ sagði Jón Daði. „Auðvitað vill maður vera partur af íslenska landsliðinu og íslensku þjóðinni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég ekki heyrt neitt,“ sagði Jón Daði en hann væri klár ef kallið kæmi. „Ég er alltaf klár,“ sagði Jón Daði en það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira