Ólympíudraumurinn úti þrátt fyrir sex marka risasigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. desember 2023 22:32 Draumur Englendinga um sæti á Ólympíuleikunum er úti. Ian MacNicol - The FA/The FA via Getty Images Þrátt fyrir 6-0 útisigur gegn Skotum í A-deild Þjóðadeildarinnar misstu Evrópumeistarar Englands af möguleika á sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París á næsta ári. Englendingar þurftu að vinna stórsigur gegn Skotum til að halda vonum sínum um efsta sæti riðilsins á lífi og vona að sigurinn yrði að minnsta kosti þremur mörkum stærri en sigur Hollendinga gegn Belgíu. Raunar gerðu margir ráð fyrir því að Skotar gætu gert nágrönnum sínum í suðri greiða þar sem enska liðið keppir undir hatti Bretlands á Ólympíuleikunum og þess vegna gæti stórt tap verið leið fyrir einhverja leikmenn skoska liðsins inn á leikana. Leikmenn liðsins þvertóku þó fyrir slíkt og sögðu það algjört hneyksli að draga heilindi þeirra í efa. Í fyrri hálfleik leit þó út fyrir að skoska liðið hefði lítinn áhuga á því að vinna leikinn og Englendingar fóru inn í hálfleikinn með 4-0 forystu eftir mörk frá Alex Greenwood, Beth Mead og tvö frá Lauren James. Fran Kirby og Lucia Bronze bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 6-0 sigur Englands. Englendingar þurftu því að treysta á það að Hollendingar myndu ekki vinna Belga stærra en 3-0 til að enska liðið myndi tryggja sér efsta sæti riðilsins. Lineth Beerensteyn skoraði eina mark fyrri hálfleiksins fyrir Hollendinga og staðan því aðeins 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Beerensteyn tvöfaldaði svo forystu Hollands snemma í seinni hálfleik og ljóst að möguleikinn var til staðar fyrir liðið. Vonarneistinn virtist þó vera að slokkna þegar venjulegum leiktíma lauk og hollenska liðið hafði ekki bætt þriðja, og hvað þá fjórða, markinu við. Damaris Berta Egurrola Wienke tók þá til sinna mála. Hún skoraði þriðja mark hollenska liðsins á fyrstu mínútu uppbótartíma og það fjórða fjórum mínútum síðar. Með mörkunum tveimur tryggði hún Hollendingum 4-0 sigur og um leið sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar og möguleika á sæti á Ólympíuleikunum. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Sjá meira
Englendingar þurftu að vinna stórsigur gegn Skotum til að halda vonum sínum um efsta sæti riðilsins á lífi og vona að sigurinn yrði að minnsta kosti þremur mörkum stærri en sigur Hollendinga gegn Belgíu. Raunar gerðu margir ráð fyrir því að Skotar gætu gert nágrönnum sínum í suðri greiða þar sem enska liðið keppir undir hatti Bretlands á Ólympíuleikunum og þess vegna gæti stórt tap verið leið fyrir einhverja leikmenn skoska liðsins inn á leikana. Leikmenn liðsins þvertóku þó fyrir slíkt og sögðu það algjört hneyksli að draga heilindi þeirra í efa. Í fyrri hálfleik leit þó út fyrir að skoska liðið hefði lítinn áhuga á því að vinna leikinn og Englendingar fóru inn í hálfleikinn með 4-0 forystu eftir mörk frá Alex Greenwood, Beth Mead og tvö frá Lauren James. Fran Kirby og Lucia Bronze bættu svo sínu markinu hvor við í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því 6-0 sigur Englands. Englendingar þurftu því að treysta á það að Hollendingar myndu ekki vinna Belga stærra en 3-0 til að enska liðið myndi tryggja sér efsta sæti riðilsins. Lineth Beerensteyn skoraði eina mark fyrri hálfleiksins fyrir Hollendinga og staðan því aðeins 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Beerensteyn tvöfaldaði svo forystu Hollands snemma í seinni hálfleik og ljóst að möguleikinn var til staðar fyrir liðið. Vonarneistinn virtist þó vera að slokkna þegar venjulegum leiktíma lauk og hollenska liðið hafði ekki bætt þriðja, og hvað þá fjórða, markinu við. Damaris Berta Egurrola Wienke tók þá til sinna mála. Hún skoraði þriðja mark hollenska liðsins á fyrstu mínútu uppbótartíma og það fjórða fjórum mínútum síðar. Með mörkunum tveimur tryggði hún Hollendingum 4-0 sigur og um leið sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar og möguleika á sæti á Ólympíuleikunum.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Sjá meira