Stjórn VR þurfi að bregðast við ólíðandi framgöngu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2023 13:08 Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs segir óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna og væntir þess að stjórn félagsins geri honum grein fyrir því. Hann stendur við það sem fram kemur í bréfinu sem hann sendi. Formleg kvörtun Gildis lífeyrissjóðs til stjórnar VR vegna mótmæla sem fóru fram á skrifstofu sjóðsins fyrir helgi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki en skipuleggjendur hafna því að hafa farið fram með offorsi, líkt og haldið er fram. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, segir að mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. „Starfsmenn upplifðu þetta sem mikla truflun á starfseminni og þeim leið mjög illa þegar hópur fólks kom inn í móttökuna með gjallarhorn í andlitið á til dæmis starfsmönnum í móttöku,“ segir Árni sem ítrekar að starfsmenn séu flestir félagsmenn í VR og að bréfið hafi verið sent með hagsmuni þeirra í huga. Hann telur að stjórn VR þurfi að bregðast við. „Þannig að þetta endurtaki sig ekki og að formaðurinn fái þau skilaboð að þetta séu ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Ragnar Þór segist hafa mótmælt með yfirveguðum hætti og sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bréfið mætti kannski rekja til almennrar gagnrýni hans á lífeyrissjóðskerfið. Árni segir það út í hött. „Þetta erindi okkar hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst eingöngu um að verja okkar starfsfólk. Lítandi bæði á starfsreglur og reglur VR, og okkar eigin reglur, að þá er bara ólíðandi að starfsfólk þurfi að upplifa það að hópur fólks komi inn á skrifstofuna með gjallarhorn og hávaða og að þessu stjórni formaður stéttarfélagsins sem það greiðir í,“ segir Árni og bætir við að hann hafi fullan rétt á því að vekja athygli á málinu. Takmarkaðar heimildir Sjóðurinn hafi takmarkaðar heimildir til að bregðast við kröfu mótmælenda. „Eins og við erum búin að upplýsa þessa aðila ítrekað um, bæði með því að senda opinbera tilkynningu og eins að hafa samband við alla lántakendur sem eru hjá okkur, að þá eru þeir í greiðsluskjóli. Samkvæmt þeim heimildum sem við vinnum eftir getum við ekki fellt niður vexti og verðbætur án þess að hafa heimildir til þess. Þetta mál á eftir að skýrast betur áður en einhver endanleg ákvörðun verður tekin. Þetta er í skoðun og er ekki afgreitt hjá okkur en heimildir okkar til að gera það sem farið er fram á eru bara mjög takmarkaðar,“ segir Árni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Formleg kvörtun Gildis lífeyrissjóðs til stjórnar VR vegna mótmæla sem fóru fram á skrifstofu sjóðsins fyrir helgi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki en skipuleggjendur hafna því að hafa farið fram með offorsi, líkt og haldið er fram. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, segir að mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. „Starfsmenn upplifðu þetta sem mikla truflun á starfseminni og þeim leið mjög illa þegar hópur fólks kom inn í móttökuna með gjallarhorn í andlitið á til dæmis starfsmönnum í móttöku,“ segir Árni sem ítrekar að starfsmenn séu flestir félagsmenn í VR og að bréfið hafi verið sent með hagsmuni þeirra í huga. Hann telur að stjórn VR þurfi að bregðast við. „Þannig að þetta endurtaki sig ekki og að formaðurinn fái þau skilaboð að þetta séu ekki ásættanleg vinnubrögð.“ Ragnar Þór segist hafa mótmælt með yfirveguðum hætti og sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bréfið mætti kannski rekja til almennrar gagnrýni hans á lífeyrissjóðskerfið. Árni segir það út í hött. „Þetta erindi okkar hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst eingöngu um að verja okkar starfsfólk. Lítandi bæði á starfsreglur og reglur VR, og okkar eigin reglur, að þá er bara ólíðandi að starfsfólk þurfi að upplifa það að hópur fólks komi inn á skrifstofuna með gjallarhorn og hávaða og að þessu stjórni formaður stéttarfélagsins sem það greiðir í,“ segir Árni og bætir við að hann hafi fullan rétt á því að vekja athygli á málinu. Takmarkaðar heimildir Sjóðurinn hafi takmarkaðar heimildir til að bregðast við kröfu mótmælenda. „Eins og við erum búin að upplýsa þessa aðila ítrekað um, bæði með því að senda opinbera tilkynningu og eins að hafa samband við alla lántakendur sem eru hjá okkur, að þá eru þeir í greiðsluskjóli. Samkvæmt þeim heimildum sem við vinnum eftir getum við ekki fellt niður vexti og verðbætur án þess að hafa heimildir til þess. Þetta mál á eftir að skýrast betur áður en einhver endanleg ákvörðun verður tekin. Þetta er í skoðun og er ekki afgreitt hjá okkur en heimildir okkar til að gera það sem farið er fram á eru bara mjög takmarkaðar,“ segir Árni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira